Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 12
12 Breiðholtsblaðið MARS 2023
Hátíðaguðsþjónusta var haldin í Breiðholtskirkju
sunnudaginn 12. mars í tilefni af 35 ára vígsluafmæli
kirkjunnar og 50 ára afmæli safnaðarins, sem ekki
var hægt að halda í fyrra. Sr. Jón Ómar Gunnarsson
og sr. Pétur Ragnhildarson prestar kirkjunnar og
Steinunn Þorbergsdóttir djákni safnaðarins þjónuðu
í guðsþjónustunni ásamt sr. Ásu Laufeyju Sæmunds
dóttur, sem er einnig prestur við kirkjuna, en þjónar
aðallega Alþjóðlega söfnuðinum sem er til húsa
í Breiðholtskirkju.
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir predikaði
við athöfnina. Örn Magnússon organisti kirkjunnar leiddi
tónlistina ásamt kór Breiðholtskirkju.
Í tilefni af vígsluafmælinu hélt kór Breiðholtskirkju
veglega tónleika þann 11. mars frumflutti tvö kórverk
eftir Steingrím Þórhallsson, mótteturnar Santa María,
Succurre Miseris og Ave Santisima virgo Maria.
Breiðholtssöfnuður var stofnaður þann 14. janúar 1972
en bygging kirkjunnar hófst árið 1978 þegar sr. Lárus
Halldórsson, þáverandi sóknarprestur og fyrsti prestur
safnaðarins, tók fyrstu skóflustungu að kirkjunni. Kirkjan
er byggð eftir teikningu Guðmundar Kr. Kristinssonar og
Ferdinands Alfreðssonar arkitekta og Harðar Björnssonar
byggingarverkfræðings.
Fimmtíu ára
vígsluafmæli
Breiðholtskirkja þótti framaúrstefnuleg í byggingarlagi og var stundum kölluð indíánatjaldið á árum áður.
Breiðholtskirkja
Örn Magnússon er organisti og tónlistarstjóri
Breiðholtskirkju. Örn er þúsundþjalasmiður í
tónlist og hefur meðal annar fengist við að safna
gömlum hljóðfærum og endurvekja þau til lífsins.
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Frístundaheimilin í Breiðholti
bjóða upp á metnaðarfulla
dagskrá að vanda. Í vetur hefur
verið boðið upp á þemaverkefni
sem standa tvo mánuði í senn og
öll frístundaheimilin taka þátt
í, hvert í sínu lagi. Verkefnið í
janúar og febrúar síðastliðnum
nefnist Galdraheimar og byggir á
sagnaveröld Harry Potter, sem er
flestum að góðu kunnur.
Verkefnið byrjaði á að börnin
fengu að horfa á fyrstu tvær
kvikmyndirnar um Harry Potter og
félaga. Að því loknu var börnunum
raðað niður á heimavistir, byggt á
styrkleikum og áhugasviði. Hverri
heimavist var svo fundinn staður, þar
sem börnin skreyttu og gerðu fínt í
anda bókanna og kvikmyndanna.
Hver heimavist vann saman sem lið
og fengu stig fyrir jákvæða hegðun.
Einnig var keppt í Quidditch og
börnin fengu að föndra sinn eigin
töfrasprota, svo fátt eitt sé nefnt.
Galdraheimar Hogwarts á
frístundaheimilum Miðbergs
Unnið við þemaverkefnið Galdraheima.
Gefur söfnuðinum
nýjar sálmabækur
Hollvinafélag Breiðholtskirkju er hópur kirkjufólks sem
vill leggja Breiðholtskirkju og safnaðarstarfinu lið. Tilgangur
félagsins er að styðja og styrkja kirkjulegt starf í Breiðholtskirkju,
og auðga menningarlíf í Breiðholtssókn.
Félagið hefur verið starfandi í næstum því 12 ár, en það var stofnað
þann 11. september árið 2011. Frá stofnun félagsins hefur það stutt
myndarlega við kirkjuna. Á síðasta ári gaf Hollvinafélagið kirkjunni
50 nýjar sálmabækur, en Þjóðkirkjan gaf nýverið út nýja sálmabók. Í
sálmabókinni eru 795 sálmar og hefur þó nokkrum nýjum sálmum
verið bætt við. Sálmabókin er söngbók kirkjunnar og ákaflega
dýrmætt fyrir söfnuðinn að hafa aðgang að nýju sálmabókinni.
Hollvinafélagið mun áfram styðja myndarlega við kirkjustarfið í
Breiðholtssókn og standa fyrir fjáröflun með ýmsu móti s.s. kaffisölu,
flóamarkaði, þorrahátíð o.þ.h.. Margir hollvinir hafa gerst bakhjarlar
og styðja starfið með mánaðarlegum gjöfum. Félagsmenn geta
orðið allir þeir sem stuðla vilja að málefnum félagsins, óháð búsetu.
Hægt er að ganga í félagið með því að hafa samband við skrifstofu
Breiðholtskirkju í síma 5871500. Þeir sem vilja styðja Hollvinafélag
Breiðholtskirkju geta lagt inn á bankareikning félagsins: 0133 26 1279,
kt. 521011-2380.
Nýjar sálmabækur í Breiðholtskirkju.
Hollvinafélag Breiðholtskirkju
Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053