Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 18
18 Breiðholtsblaðið MARS 2023
Fjölmargt hefur gerst á
síðastliðnum þremur árum
til að auka á virkni og þátt
töku barna í Breiðholti til
íþrótta og frístunda. Við
höfum í okkar pistlum
farið yfir það og erum nú
að skoða hver árangur
og lærdómur sem hlotist
hefur, ef einhver er.
Mikið og gott samstarf
er meðal starfsmanna í
Breiðholti um börnin í
hverfinu. Hefur þetta það
gert það að verkum að auðsótt hefur
verið að vinna með kennurum um
samtöl við börnin í skólunum og þannig
aðgengilegt að hvetja börn til þátttöku.
Er þetta mikilvægur þáttur til að bæta
árangur til þátttöku.
Annað sem hefur verið lærdómsríkt er
að börnin kalla eftir aukinni fjölbreytni.
Við þessu hefur verið brugðist með
ýmsum hætti, en til að frekari árangur
náist þarf að vinna áfram ötullega að því
að festa nýjar íþróttir og frístundir í sessi.
Í nýrri úttekt frístundakortsins um
þátttöku kemur í ljós (úttektin var
unnin var fyrir frístundir í Breiðholti og
verið er að vinna fyrir borgina í heild sinni. Þær niðurstöður verða
væntanlega birtar á næstu vikum):
Einstaklingum fjölgar í heild hjá ÍR og Leikni og t.d. 30% aukning
hjá sundfélaginu Ægi.
Þátttaka barna í Breiðholti minnkar 2020 og 2021 (Covid – tíminn),
eins og í borginni allri. Er sú dýfa dýpri í borginni allri en í Breiðholti.
Hlutfallslega er þátttaka í efra Breiðholti áfram lág en er hærri
en áður.
Einföld skýring á þessu gæti verið að fjölgun barna hefur orðið í
Breiðholti. Þeir einstaklingar sem koma í hverfið þurfa á hvatningu
að halda og eru ekki að skila sér strax. En þá er bara að hefjast handa
og bjóða þau velkomin.
Meira um lærdóm og árangur verkefnisins síðar.
Jóhannes Guðlaugsson.
Frístundatengill í Breiðholti.
Mikill lærdómur
af verkefninu
HEILSUEFLANDI BREIÐHOLT
GETRAUNIR.IS
GETRAUNIR.ISGETRAUNANÚMER
LEIKNIS ER 109
Jóhannes
Guðlaugsson.
Binni Hlö ætlar að taka slaginn með
félaginu í sumar. Hann er búinn að festa ráð
sitt við Leikni í eitt ár í viðbót hið minnsta.
Samningur Binna rann út um áramótin en
hann hélt áfram að æfa með félögum sínum
og nú er það loksins skjalfest að okkar
maður verður með í baráttunni.
Erfitt er að ímynda sér sannan Leiknismann
sem þekkir ekki til Binna Hlö og því er frekari
kynning óþörf. Þegar Siggi Höskulds kvaddi
félagið í haust henti hann því fram að það
yrði að smíða styttu af þessum leikmanni
fyrir framan Domusnovavöllinn. Það er ekki
ofsögum sagt og hefst söfnunin fyrir því líklega
um leið og kappinn leggur skóna á hilluna.
Binni er kominn með 230 leiki í deild og bikar
fyrir félagið en hann sparkaði fyrst í bolta fyrir
meistaraflokk sumarið 2005. Líklegast þykir að
Binni verði í miðverðinum við hlið Andi Hoti
og þeir loki markinu með Viktori Frey í allt
sumar í Lengjudeildinni.
Binni Hlö áfram með Leikni
Geir Þorsteinsson hefur veri ráðinn fram kvæmda
stjóri Leiknis. Geir hefur mikla reynslu að baki eftir
að hafa verið framkvæmdastjóri og formaður stærsta
íþróttasambands Íslands.
Geir er fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri
KSÍ til fjölda ára og tók við nýja starfinu í mars. Í
fréttatilkynningu frá Leikni segir að félagið sé að ganga
í gegnum margvíslegar breytingar á stórafmælisári,
en félagið fagnar fimmtíu ára afmæli í ár. Geir er 59
ára gamall og uppalinn KR-ingur. Hann tekur við af
Stefáni Páli Magnússyni.
Geir nýr fram-
kvæmdastjóri
Leiknis
www.leiknir.com
Um 25 áhugasamir nemendur koma saman í skákval í
Breiðholtsskóla á föstudögum klukkan 13:00.
Þann 10. febrúar fengum við Helga Áss Grétarsson
stórmeistara í skák sem er vel kunnugur í Breiðholtsskóla til að
halda fyrirlestur fyrir nemendur. Að honum loknum tók hann
tvær blindskákir við nemendur sem stórmeistarinn sigraði
með naumindum. Við viljum þakka Helga fyrir heimsóknina
sem var fræðandi og eftirminnileg.
Helgi Áss
í heimsókn
í skákval
Helgi Áss Grétarsson ræddi
við skákhuganemendur og tók
blindskákir í Breiðholtsskóla.
Binni Hlö með Leiknisfélögum.
Frístundir í Breiðholti