Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 2

Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Borgarblöð ehf. NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nesfrétt ir www.borgarblod.is Seltirningar Seltirningar eru Seltirningar. Þeir búa á Seltjarnarnesi. Ýmist innfæddir og uppaldir eða hafa flust þangað. Seltirningar hafa sterka sveitarfélagsvitund. Líta á Nesið sem bygginga sína. Öðru hvoru koma fram hugmyndir um sameiningar sveitar­ félaga á höfuðborgarsvæðinu. Seltjarnarnes er þá oft nefnt fyrst í því samhengi. Fámennt sveitarfélag sem ætti að vera hluti af höfuðborginni Reykjavík. Seltirningar hafa staðið slíkar hugmyndir af sér. Ljóst má vera að ef efnt yrði til kosninga um sameiningu Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar eða víðtækari sameiningu yrði hún kolfelld á Nesinu. Þar er ekki einvörðungu um að ræða sveitarmanninn sem löngum hefur búið í í Íslendingum. Heldur hefur myndast þétt samfélag á Seltjarnarnesi þar sem nálægð skiptir máli. Nálægð sem fólk vill ekki tapa. Þótt nokkuð blási á móti í rekstri Seltjarnarnesbæjar eins og nær allra sveitarfélaga á landinu um stund mun sá mótblástur ekki eyða trú fólks á samfélagið sitt nyrst á tanganum. Þar sem Seltjarnarneshreppur hinn forni hófst í fjörunni við hafsins nið. Og Nesið hefst enn. Leið ari Fasteignin við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi sem hýsir Hjúkrunar­ heimilið Seltjörn verður seld. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur tekið ákvörðun um að fara af stað með söluferli á fasteigninni Safnatröð. Þar sem er rekið hjúkrunarheimili og þjónustuhluti fyrir aldraða á Seltjarnarnesi. Þótt fasteignin verði seld er ekki um að ræða breytingu á þeirri starfsemi sem rekin er í húsnæðinu. Vigdísarholt ehf. sem rekið hefur hjúkrunarheimilið og dagdvölina annast reksturinn áfram. Markmiðið með sölunni er að losa um fjármagn sem bundið er í fasteigninni Safnatröð 1 til að fjármagna aðrar framkvæmdir bæjarins. Tilboðsfrestur var til 20. nóvember 2023. Lokið var við byggingu eignarinnar á fyrri hluta ársins 2019 og í mars það ár hóf hjúkrunarheimilið Seltjörn starfsemi í eigninni. Stór hluti fasteignarinnar er í langtímaleigu til ríkisins og er markmiðið að selja hana til aðila sem sérhæfir sig í fasteignarekstri ef ásættanlegt tilboð berst. Safnatröð 1 í söluferli Seltjörn við Safnatröð.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.