Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 13

Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 13
Nesfrétt ir 13 www.systrasamlagid.is www.borgarblod.is Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár ALPACAULL FYRIR VETURINN KLAPPARSTÍG 29 Mig langar að minnast góðs félaga, frumkvöðuls og vinar Kristjáns Jóhannssonar, eiganda og útgefanda Nesfrétta. Okkar kynni ná aftur til ársins 1984 þegar ég starfaði sem sumarstarfsmaður í Sundlaug Seltjarnarness. Um það leiti var Kristján ásamt öðrum að hefja blómlega starfsemi Trimmklúbbs Seltjarnarness sem enn starfar og stækkar. Kristján var þar mikill hvatamaður og átti með framtaki sínu stóran þátt í þeirri skokk­ og hlaupabylgju sem hófst á þessum árum og varð að sístækkandi almenningsíþrótt. Trimmklúbburinn hitaði upp í garðinum fyrir framan afgreiðslu sundlaugarinnar þar sem nú stendur húsnæði World Class. Ég kynntist fólkinu í þessum öfluga hópi vel en Kristjáni þó alveg sérstaklega. Það skein af honum krafturinn og hann var sífellt að hvetja aðra áfram. Ég man satt að segja aldrei eftir að hafa spjallað við Kristján í gegnum tíðina án þess að hann væri bjartsýnn og jákvæður. Einstakur eiginleiki sem smitar út frá sér og gerir aðra betri. Kristján var áberandi í bæjarlífinu ekki síst sem útgefandi Nesfrétta, okkar fyrsta bæjarblaði sem átti 35 ára afmæli fyrr á þessu ári. Kristján sem var prentari að mennt var lengst af með Prentsmiðjuna Nes heima í kjallaranum í Hrólfsskálavör þar sem að m.a. Nesfréttir voru prentaðar um langt skeið. Kristján var því mikill frumkvöðull og án efa hefur hlýtur það oft að hafa verið krefjandi rekstur að gefa reglulega út bæjarblað með staðbundnum fréttum sem dreift var frítt í öll hús í ekki stærra samfélagi sem Seltjarnarnesið er. Það var hins vegar alltaf bjartsýni, kraftur og elja í Kristjáni enda hefur blaðið komið út árum saman af metnaði og fært okkur fréttir, upplýsingar og auglýsingar úr bæjarlífinu. Nesfréttir eru að mínu mati afar stór hluti af bæjarbragnum okkar og ég vona sannarlega að blaðið haldi áfram að koma út sem blað okkar Seltirninga. Að leiðarlokum vil ég þakka Kristjáni á Nesfréttum samfylgdina og fyrir öll hans góðu störf í gegnum tíðina. Það er sjónarsviptir af fráfalli þessa atorkumikla manns og sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri. Kristján Jóhannsson. Kveðja

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.