Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 15

Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 15
Nesfrétt ir 15 Á dögunum hélt Anna Steinsen frá KVAN fyrirlestur fyrir handboltaforeldra sem bar yfirskriftina „Hvernig get ég stutt barnið mitt í handbolta?“ Hún fjallaði um menningu í hópum og hvernig við getum orðið jákvæðir leiðtogar. Mikilvægi liðsheildar og að við látum okkur aðra varða, hugsum um heildina. Hún talaði einnig um samskipti og með áherslu á samskipti milli kynslóða og hvernig við getum stutt við okkar barn á uppbyggilegan hátt. Virkilega áhugavert fræðsluerindi fyrir foreldra sem höfðu einmitt á orði hversu gagnlegt þetta hefði verið. Seltirningar ­ takið frá 27. janúar 2024 fyrir árlega Þorrablótið sem haldið verður í íþróttasal Gróttu. Miðasala er nú þegar hafin á tix.is Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í UEFA Development Tournament. Gróttukonan Rebekka Sif Brynjarsdóttir hefur verið valin í hópinn. Rebekka er 14 ára gömul og gríðarlega efnileg knattspyrnukona. Hún lék tvo leiki með meistaraflokki Gróttu í Lengjudeildinni í sumar og skoraði í þeim eitt mark. Þá lék hún einnig með 3. flokki kvenna og 4. flokki karla og kvenna í sumar þar sem hún skoraði samtals 30 mörk. Mótið verður haldið í Lissabon í Portúgal dagana 17.­23. nóv., en liðið æfir í tvígang á Íslandi fyrir brottför. Mynd: Eyjólfur Garðarsson Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra Rebekka til Portúgal með U15 Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U18 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum og leikjum við Svíþjóð. Hópurinn mun hittast til æfinga helgina 25.­26. nóv. og þriðjudaginn 28. nóv. Gróttukonan Arnfríður Auður Arnarsdóttir, betur þekkt sem Aufí, er í hópnum. Þrátt fyrir ungan aldur lék Aufí lykilhlutverk í liði Gróttu í Lengjudeildinni í sumar en hún er einungis 15 ára gömul. Aufí lék 16 leiki í Lengjudeildinni í sumar og skoraði í þeim sjö mörk. Gaman er að segja frá því að Aufí er eini leikmaður hópsins sem fædd er 2008, en aðrir leikmenn eru fæddir árið 2007. Knattspyrnudeild Gróttu er hreykin af því að eiga svona flottan fulltrúa í hópnum. Leikirnir við Svíþjóð munu fara fram á Íslandi 29. nóv. og 1. des. í Miðgarði Garðabæ. Mynd: Eyjólfur Garðarsson Aufí valin í U18 ára landsliðið Þorrablótið Seltirningar 27. janúar Afgreiðslutími: Mán: 10-16 Þri-fös: 10-17 Lau: 11-16 ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK systrasamlagid.is @systrasamlagid Sími: 511 6367 GEFÐU HLÝLEGAR GJAFIR Hugleiðslupúðar Hönnun sem endurspeglar hefðir og venjur frá Indlandi. Mynstur sem notuð eru til að skreyta stíga á hindúhátíðum og við hjónavígslu. Einstök hönnun. Kíktu á úrvalið. Líkamsburstar og olíur Ást er... að gefa þér og þínum líkamsbursta og -olíu á aðventunni. Hydréa London er leiðandi í baðdekri. Notaðu með lífrænar olíur af bestu gerð. Frá Fuschi og Wild Grace hjá okkur. Nærðu húðina með Wild Grace Mögnuð húðlína sem færir húðinni aðeins það besta og nákvæmasta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Kíktu á úrvalið. Lykillinn að jólunum! Allra bestu ferðafélaganir í skammdeginu, alla aðventuna og öll jólin eru meltingar- ensím, magasýra og mjólkurþistill. Það er gott að fara að undirbúa meltinguna.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.