Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 10

Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 10
10 Nesfrétt ir Erum á Óðinsgötu 1 Sjá nánar á facebook.com/Systrasamlagid Netverslun: systrasamlagid.is Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness í leirlistavali fóru á listasýningar í byrjun nóvember. Mánudagshópurinn fór á Ásmundarsafn á sýninguna ,,Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles” og fimmtudagshópurinn fór á Listasafn Íslands og skoðaði sýningu Egils Sæbjörnssonar og ný verk í eigu safnsins. Sýningarnar voru skemmtilega ólíkar og nemendur voru til fyrirmyndar. Nemendur á listasýningar Grunnskóli Seltjarnarness hefur verið að nota Evolytes sem er íslenskt stærðfræðinámskerfi. Evolytes stendur saman af námsleik, stærð­ fræðibókum og upplýsingakerfi fyrir kennara. Nemendur í 3. bekk fengu kynningu á því hvað Evolytes er og hvernig leikurinn virkar nú í byrjun nóvember. Evolytes er byggt þverfaglegum rannsóknum og notar framúrstefnulegar sálfræðikenningar til þess að bæta námsárangur barna í stærðfræði og til þess að halda áhuga þeirra til lengri tíma. Einnig er áformað nýta þetta kennsluefni nemendum í sérkennslu. Nýtt kennsluefni í stærðfræði á Nesinu Evolytes kynnt í Grunnskóla Seltjarnarness. Evolytes Selkórinn. Myndin var tekin 4. desember 2022. Sigrún Þorgeirsdóttir tekin við Selkórnum Nýr kórstjóri hjá Selkórnum Selkórinn hefur starfað óslitið frá árinu 1968 á Seltjarnarnesi og átt þeirri gæfu að fagna að hafa haft einstaklega hæfileikaríka kórstjóra. Heppnin er áfram með kórnum því nú í haust kom til liðs við Selkórinn nýr kórstjóri, Sigrún Þorgeirsdóttir. Sigrún er fædd árið 1964 og fór mjög ung með foreldrum sínum til Ameríku því faðir hennar var við nám þar. Þau fluttu svo með dætur sínar á Seltjarnarnesið 1977 og þar ólst Sigrún upp á unglingsárum. Hún lauk 8. stigs prófi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík eftir stúdentspróf frá MR en aðalkennari hennar var Sieglinde Kahmann. Leiðin lá svo til Boston University þar sem hún lauk MM prófi í söng og stundaði síðan framhaldsnám í kórstjórn við Florida State University. Sigrún hefur starfað víða við tónlist, hún stjórnaði Kvennakór Reykjavíkur í rúm 12 ár frá 1997 til 2009 og hefur sungið með söngkvarttetinum Rúdolf frá stofnun hans 1992. Hún stjórnaði einnig Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ í sex ár 2016 til 2022. Auk tónlistarmenntunar hefur Sigrún BSc próf í efnafræði frá Háskóla Íslands og starfar nú sem skrifstofustjóri verkfræði­ deildar Háskólans í Reykjavík. Fyrstu tónleikar Sigrúnar með Selkórnum verða jólatónleikar í Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 3. desember kl. 16.00. Efnisskráin verður fjölbreytt, undurfögur jólalög og trúarleg tónlist í bland, eftir Mozart, Gabriel Fauré, John Rutter, Ola Gjeilo, Báru Grímsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson svo nefnd séu nokkur nöfn. Brynhildur Þóra Þórsdóttir sópran syngur einsöng og Vignir Þór Stefánsson spilar undir á píanó. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðar fást við inngang eða hjá kórfélögum, miðaverð kr. 3.000 Sigrún Þorgeirsdóttir nýr kórstjóri Selkórsins. - jólatónleikar í Seltjarnarneskirkju 3. desember

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.