Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 6

Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 6
6 Nesfrétt ir hreinsum fyrir þig við Ægisíðu 115 - Sími 552 4900 hradi@fatahreinsun.is HRAÐI fatahreinsun www.fatahreinsun.is Alhliða fatahreinsun og þvottahús síðan 1966 Pálmi Jónsson öldrunarlæknir hélt erindi á félagsfundi Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi sem haldin var í Bókasafni Seltjarnarness þann 1. nóvember sl. Pálmi brýndi fyrir fundarfólki þau atriði varðandi heilsuna sem þarf að vera vakandi fyrir svo "ellikerling" nái ekki of miklum tökum á fólki. Gagnlegt spjall fór fram í lok erindis og fínar veitingar voru á borðum. Pálmi ræddi við eldra fólkið Áhugasamir eldri borgarar hlíða á fyrirlestur Pálma Jónssonar í sýningarsal Gallerís Gróttu. Minnihlutinn vill ástandsskoðun Samfylkingin og óháðir lögðu fram tillögu í bæjarstjórn í upphafi árs þess efnis að ástandskoðun yrði framkvæmd af óháðum aðila á byggingum sem hýsa leik­ og grunnskóla, frístund, félagsmiðstöð og tónlistarskóla Seltjarnarness. Búið er að framkvæma úttekt á húsnæði grunnskólans sem leiddi í ljós umfangsmiklar rakaskemmdir og myglu. Enn á eftir að framkvæma úttekt á öðru húsnæði sveitarfélagsins. Frá því að skýrsla Eflu var kynnt fyrir bæjarráði í haust hafa fulltrúar Samfylkingar og óháðra lagt áherslu á að nemendum og starfsfólki séu tryggðar heilnæmar starfsaðstæður og að óásættanlegt væri að kenna í kennslustofum sem við vitum að eru myglaðar. Minnihlutinn bendir á að þeim hafi verið sagt að hreinsun og loftun ætti að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks og nemenda en dæmin sýna okkur nú að nemendur eru að veikjast og kennarar líka. Frumskylda sveitarfélagsins sé að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks og nemenda og viljum við því skora á bæjarstjóra og skólayfirvöld að endurskoða áætlanir sýnir um að nýta áfram myglaðar kennslustofur að því er kemur fram í bókun minnihlutans. Pálmi Jónsson öldrunarlæknir ræðir við fólk á fundi Félags eldri borgara. Nú er unnið við að fjarlægja miðeyju og umferðarljós við nyðri hluta Eiðisgranda. Af þeim sökum er Eiðisgranda lokað fyrir bílaumferð til vesturs frá og með mánudeginum 13. nóvember til 1. desember n.k. Hjáleiðir vegna lokunarinnar verða um Hofsvallagötu, Meistaravelli og Framnesveg. Þessar framkvæmdir skapa óþægindi fyrir vegfarendur og einkum íbúa Seltjarnarness sem fara oft daglega um Eiðisgrandann. Vegagerðin biður því vegfarendur um að sýna skilning og þolinmæði. Eiðisgrandinn lokaður til vesturs Á þessu korti má sjá hjáleiðir vesturs til Seltjarnarness. www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.