Nesfréttir - 01.11.2023, Blaðsíða 9
Nesfrétt ir 9
Úr Hólavallagarði sem er sögusvið nýrrar skáldsögu Sólveigar.
ekki slæm. En með áhuga á að hafa
vit fyrir fólki. Guðgeir er öðruvísi
en ljúfur maður sem getur þó beitt
sér ef þess þarf. Konan hans er
lögfræðingur og ég blanda alltaf
svolitlu af heimilislíf með. Þessar
persónur mínar hafa allar þroskast
og þróast í gegnum bækurnar. Eins
og við gerum sjálf í daglega lífinu.“
Fjölhæf á sviði lista
Sólveig hefur búið á Seltjarnarnesi
til fjölda ára og ætíð gefið mikið af sér
til menningarmála í bæjarfélaginu.
Hún var meðal annars formaður
menningarnefndar í átta ár, á
árunum 2002 til 2010 og kom
á þeim tíma mörgum góðum
menningartengdum verkefnum
á koppinn. Sólveigu hefur enn
fremur í gegnum tíðina verið trúað
fyrir ýmsum störfum í nefndum og
fagráðum er varða listir og menningu
innan og utan Seltjarnarness.
Ekki er ofsögum sagt að Sólveig er
fjölhæf á sviði lista, skapandi greina
og miðlunar. Hún er í menntuð í
leiklist frá Leiklistarskóla Íslands
og starfaði sem slík auk þess að vera
dagskrárgerðarmaður hjá RÚV um
árabil. En nú hefur hún snúið sér að
skriftum af fullum krafti. En ætlar
hún að halda áfram. „Ég er núna
að kynna nýju bókina. Lesa upp úr
henni sem tilheyrir útgáfunni. Ég
býst við að fljótleg fari ég að huga
að nýjum skrifum. Ég er þegar farinn
að hugsa og eftir áramótin er ég
viss með að opna tölvuna og setjast
niður,“ segir Sólveig að lokum.
STUÐ
STUÐ
0
STUÐ
1
» Þarf stærri heimtaug?
» Hvaða lausn hentar best?
» Er kerfið búið álagasstýringu?
» Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi?
Er hleðsla rafbíla
hausverkur
í húsfélaginu?
Við aðstoðum við að leysa málið með
hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi
Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag
rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun.
Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir.
thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is
Valgerður sýnir
í Gallerí Gróttu
Bragðarefur með snígla skeljum
nefnist sýning sem nú stendur
yfir í Gallerí Gróttu. Valgerður Ýr
Walderhaug myndlistarmaður er
höfundur sýningarinnar.
Valgerður nam við Listaháskóla
Íslands og síðar myndlistadeild
Háskólans í Þrándheimi. Hún hefur
tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér
heima og erlendis og hefur hlotið
starfslaun í Noregi þar sem hún
er búsett. Myndir á sýningunni
Bragðarefur eru á mörkum málverks
og skúlpturs. Valgerður vinnur með
fjöldaframleidda og fundna hluti
sem hún umbreytir með malískum
aðferðum og úr verða flókar
innsetningar þar sem litir gegna
mikilvægu hlutverki.
Valgerður Ýr Walderhaug
myndlistarmaður.
www.systrasamlagid.is