Vesturbæjarblaðið - maj 2023, Qupperneq 5

Vesturbæjarblaðið - maj 2023, Qupperneq 5
að ræða knattspyrnuvöll af hálfri stærð, ásamt tengibyggingu þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir margar af minni deildum félagsins sem verið hafi dreifðar um Vesturbæinn. Þá segir Lúðvík að leikvangur KR sé orðinn úreltur. „Miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag til Bestu Deildarinnar í fótbolta er ljóst að við verðum að endurbyggja leikvanginn og leggja gervigras á hann. Við verðum að átta okkur á því að ekki er hægt að reikna með jákvæðum áhrifum loftslagsbreytinga á hverju vori. Við erum að koma undan kaldasta vetri í heila öld að viðbættu köldu vori þannig við höfum ekki enn getað spilað heimaleikina okkar á KR-vellinum. Við höfum þurft að víxla heimaleikjarétti eða spila úti á Seltjarnarnesi hjá Gróttu, og slíkt er ekki vænlegt til árangurs. Á Íslandi er ekki hægt að ganga út frá alvöru hlýindum fyrr en í maí mánuði. Nú hafa 8 af 12 leikvöngum í Bestu Deildinni verið lagðir gervigrasi.“ Spennandi dæmi Lúðvík snýr sér að öðrum framkvæmdum á KR svæðinu en þeim sem snúa að íþrótta mann- virkjum og aðstöðu fyrir félagsstarf KR. Hann segir að til þess að nýta svæðið almennilega og til að skapa sterkari fjárhagsgrundvöll fyrir félagið sé meiningin að byggja fjölbýlishús með fram Kapla skjólsveginum og Flyðru- grandanum. Þar verði um það bil 10 til 12 þúsund fermetra byggingar eða 100 til 120 íbúðir auk atvinnu- h ú s n æ ð i s á ja rð h æ ð v e g n a þjónustu við hverfið. Lúðvík segir engin vandamál séu við fjármagna þær framkvæmdir í gegnum bankakerfið. Síðan verði þetta húsnæði selt. Hins vegar sé enn eftir að ganga frá fjármögnunar- samningum við borgina um leikvanginn hvernig staðið verði að þeim framkvæmdum. „Hvernig sem á þetta er litið er um feiknalega spennandi dæmi að ræða.“ Allt verður að fylgjast að Þarna er fjöregg félagsins. En þarna verða líka allar bygginga- framkvæmdir að fylgjast að. Í hverfi eins og Vesturbænum og þeirri þéttu byggð sem þar er, gengur ekki að vinna við framkvæmdir sem valda miklu raski í lengri tíma. Það er ekki hægt að bjóða íbúunum upp á það. Við þurfum að vera í eins góðu samráði við þá og hægt er. Við höfum ekki orðið vör við miklar deilur aðrar en þær sem snúa að bílastæðum. Fólk er viðkvæmt fyrir þeim. En það er erfitt að fórna byggingarlandi fyrir bílastæði. KR-svæðið er í hjarta Vesturbæjarins og fólk er aðeins farið að læra á þetta. Ég bý við Kvisthaga og ég labba gjarnan hingað. Fyrir mig er það ekki stórt mál að labba út í KR til að horfa á leiki eða til annarra erinda. En bílastæði eru nokkuð sem snýr að borginni og hún stýrir þar. Við verðum því að vona að þetta taki ekki mörg ár.“ Gullaldir KR Lúðvík hendir gaman af því að bílaöldin og gullaldir KR hafi farið nokkuð saman. Á tímum fyrstu gullaldarinnar, um 1930, þegar KR vann það afrek að vinna á sama ári öll knattspyrnumót sem haldin voru á landinu sex talsins í þremur flokkum, þá hafi bílar verið að koma til sögunnar sem samgöngutæki. Á næstu gullöld sem hann kallar svo fyrir og eftir 1960 þegar Skagamenn og KR-ingar voru ríkjandi í fótboltanum hafi bílaöldin runnið yfir á fullum þunga. Síðan kom langa hléið. Á tíunda áratugnum hafi enn ein gullöldin runnið upp og Íslandsmeistaratitlar og bikarar unnust bæði í karla- og kvennaflokki og Íslandsmeistaratitill í öðrum flokki að auki, allt á sama ári, nokkuð sem erfitt verður að endurtaka. Hann segir þetta tímabil minnisstæðustu árin sín frá störfum fyrir KR. Vantar ekki fólk heldur aðstöðu Talið berst að aldri Vesturbæinga. Hvort vanti ungt fólk í borgarhlutann til að standa vel undir öflugu íþróttafélagi. Lúðvík telur svo ekki vera. „Vesturbæingum var farið að fækka nokkuð á tímabili en dæmið hefur snúist við. Nú erum við með fullt af ungu og kraftmiklu fólki. Okkur vantar ekki fólk sem vill stunda íþróttir. Okkur vantar hins vegar meira pláss og húsnæði til þess að geta sinnt þessu fólki almennilega og það kallar eftir að framkvæmdir hefjist við nýja og betri aðstöðu KR.“ Þetta er allt að koma „Ég hef verið giftur sömu konunni í hálfa öld og við höfum búið á Kvisthaganum í því sem ég get kallað í fjölskylduhúsi frá því við komum heim frá námi,“ heldur Lúðvík áfram. „Konan mín heitir Sonja Garðarsdóttir og kemur úr Hafnarfirði. Við gengum í hjónaband 1971 áður en við fórum saman til Svíþjóðar. Hún lærði félagsráðgjöf þar ytra á meðan ég var í verkfræðinni. Ég er af síðasta árganginum þar sem fyrri hluti í verkfræði var kenndur hér heima en svo urðu menn að fara erlendis og þá fóru margir til Norðurlandanna. Ég fór hins vegar í eðlisverkfræði sem var ekki kennd hér heima og fór því beint til Svíþjóðar þar sem námsárin okkar liðu.“ Börnin hafa fetað um margt í slóð foreldranna. „Eldri börnin eru verkfræðingar. G e org s onur minn stofnaði fjártæknifyrirtækið Meniga, sem býður upp á tölvukerfi í gegnum bankana, sem hjálpar fólki til þess að fara vel með fjármuni sína. Hann á þrjá syni. Sá elsti, Ellert, er einn af bestu borðtennisspilurum KR og í landsliðinu í borðtennis. Ása Guðlaug dóttir mín er ári yngri. Hún starfaði lengi hjá Össuri. Það var stutt á milli þeirra. Við vorum búin að bíða svolítið eftir fyrsta barninu en svo kom hún beint í kjölfarið. Við tókum okkur síðan dálitla hvíld frá barneignum. Ellefu ár liðu þar til yngri sonurinn Magnús Þorlákur kom í heiminn. Hann er hagfræðingur og starfar hjá Icelandair. Ef ég lít til baka get ég ekki annað sagt en ég hafi verið heppinn í lífinu. Hvort sem það tengist einkalífinu, lífsstarfi mínu að jarðhitamálum eða áhugamálinu sem er KR. En þetta er allt að koma.“ segir Vesturbæingurinn og KR-ingurinn Lúðvík S. Georgsson og á þar augljóslega við framkvæmdir á KR svæðinu. 5Vesturbæjarblaðið MAÍ 2023 Um 100 fyrrum nemendur Jarðhitaskólans sóttu Alþjóðajarðhitaþingið í Ástralíu 2015. Hér sjást þau ásamt nokkrum kennurum Jarðhitaskólans og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Borað eftir jarðhita í Ekvador – með fyrrverandi nemendum Jarðhitaskólans. STÍLBÓKSTÍLBÓK Sjálfstætt starfandi apótek sem býður persónulega þjónustu og hagstæð verð á lyfjum og öðrum heilsutengdum vörum. L a u g a v e g i 5 3 b S: 414 4646 Elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sérkjara hjá Íslands Apóteki Opnunartímar: Mán-Fös: 10:00-18:00 Laugardaga 10:00-16:00 Sunnudaga: Lokað Í Ekvador.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.