Vesturbæjarblaðið - Oct 2023, Page 6

Vesturbæjarblaðið - Oct 2023, Page 6
6 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2023 Fjölmenningar­ hátíð var haldin á Borgar bókasafninu Grófinni sunnudaginn 1. október sl. Flutt var lifandi tónlist, fjölskyld ur föndruðu saman, lesnar voru sögur á mörgum tungu málum og dansað eins og enginn sé morgun dagurinn í fjörugu krakkadiskói. Tilefni hátíðarinnar var opnun Sögu­ hornsins, nýs verk­ efnis á sjö söfnum Borgarbókasafnsins. Lesið var á arabísku, ensku, íslensku, persnesku, pólsku, spænsku, úkraínsku, rússnesku og fólk var hvatt til að mæta óháð móðurmáli. Áhugasöm geta bókað Söguhornið á safni að eigin vali fyrir sína sögustund, sem getur verið á hvaða tungumáli sem er. Lesarar velja sögurnar og bjóða fjölskyldu, vinum og öðrum áhugasömum að koma á notalega stund á bókasafninu. Börn á fjölmenningarhátíð. Borgarbókasafn opnar söguhorn STÍLBÓKSTÍLBÓK Sjálfstætt starfandi apótek sem býður persónulega þjónustu og hagstæð verð á lyfjum og öðrum heilsutengdum vörum. L a u g a v e g i 5 3 b S: 414 4646 Elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sérkjara hjá Íslands Apóteki Opnunartímar: Mán-Fös: 10:00-18:00 Laugardaga 10:00-16:00 Sunnudaga: Lokað Hleðslutæki Ekki láta rafgeyminn skemmast í vetur Mikið úrval hleðslutækja og vaktara fyrir allar gerðir rafgeyma Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 577-1515 • NÝTT vefverslun: www.skorri.is Hleður og vaktar rafgeyminn þinn B orgars ö gusafn Reykjavíkur hefur lagt til að friða húsnæði sem hýsa eða hafa hýst bensínstöðvar á fjórum stöðum í Reykjavík. Er það gert út frá menningarsögulegu eða byggingarlistarlegu gildi húsanna. Stöðvarnar eru á reitum þar sem áætlanir hafa verið um uppbyggingu húsnæðis. Bensín stöðvarnar sem um ræðir standa á Ægissíðu 102, Lauga vegi 180, við Skógarhlíð 16 og á Háaleitisbraut 12. Eru þessar stöðvar allar settar í rauðan flokk í skýrslunni. Þessar stað setningar eru á reitum þar sem búið var að semja við Olíufélögin um uppbyggingu atvinnu og íbúðar­ húsnæðis líkt og fram kemur í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar frá því í febrúar í fyrra. Málið fer nú til Minjastofnunar, skipulagsfulltrúa og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Bensínstöðin við Ægisíðu 102 er á meðal þeirra sem Borgarsögusafn vill friða. Lagt til að friða fjórar bensínstöðvar í Reykjavík Brent Toderian fyrrum skipulagsstjóri Vancouver og Maria Vassilakou fyrrum varaborgarstjóri í Vínarborg tóku þátt í málþingi sem nýlega var efnt til vegum Betri samgangna. Málþingið fjallaði um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Þetta er í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og skipulag borgarinnar. Þau eru bæði sérfræðingar og þekkt fyrir störf sín að skipulagningu borga. María sagði að Reykvíkingar séu háðir einkabílnum því borgin sé hönnuð fyrir hann sem megin samgöngutæki. Hún segir að þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum komi það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þurfi að gera í Reykjavík snúast um að skapa almannarými. Þau telja bæði að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. Brent taldi borgarlínuna góða hugmynd og í henni felist tækifæri. Stjórnendur margra borga séu að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Hann sagði að strætisvagnar njóti ekki nægrar virðingar og teljast vart nógu spennandi. En þeir séu öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Þau segja að þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum sé verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Hins vegar sé öllum fyrir bestu, bílstjórum sem öðrum að göngur, hjólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur. Með því komist fleiri leiða sinnar. Brent Toderian og Maria Vassilakou. Borgarbúar of háðir einkabílnum - með fjölmenningarhátíð í Grófinni - segja Brent Toderian, fyrrverandi skipulagsstjóri Vancouver, og Maria Vassilakou, fyrrverandi varaborgarstjóri í Vínarborg, sem eru bæði þek- ktar stærðir í meðal fræðimanna í borgarskipulagi.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.