Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Síða 11
11VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2023
um eitt ár árlega næstu 15 árin.
Helstu rök þingmanna fyrir 40 ára
ákvæðinu voru að mikið skorti á að
konur væru búnar undir skyldur
þær sem réttindunum fylgdu og því
varhugavert að kasta þeim öllum
allt í einu út á landsmálavígvöllinn.
Frumvarpið um kosningarrétt
kvenna og kjörgengi varð að lögum
þann 19. júní 1915. Ingibjörg H.
Bjarnason var fyrsta konan sem
tók sæti á Alþingi. Hún flutti merkt
frumvarp um skipun opinberra
nefnda árið 1927. Í því fólst áskorun
til ríkisstjórnarinnar um að konur
fengju sæti í nefndum sem skipaðar
væru á vegum þingsins og vörðuðu
almenning. Hún sagði að konur
hefðu beðið eftir því að vera kallaðar
til samvinnu um fleira en það eitt
að kjósa í þau 12 ár sem þær hefðu
haft kosningarrétt, en án árangurs.
Þessi tillaga hennar náði ekki fram
að ganga á þingi. Ragnhildur Helga
dóttir var kosin forseti Alþingis
fyrst íslenskra kvenna árið 1961.
Hún var menntamálaráðherra
1983 til 1985 og heilbrigðis og
tryggingamálaráðherra 1985 til 1987.
Konan átti að vera gift
Þrátt fyrir þann árangur sem
náðist með möguleikum kvenna
til menntunar og kosningarétti var
langt í land að þær stæðu jafnfætis
körlum. Árum saman eldi eftir af
hinum gamla hugsunarhætti
Konan átti að vera gift og sinna
húsmóðurstörfum og heimilishaldi.
Á sjöunda áratug liðinnar aldar
fór að hylla undir breytingar. Fleiri
konur luku menntun og fóru út
á vinnumarkað. Bæði giftar og
ógiftar. Stóra sprengingu varð ekki
fyrr en á áttunda áratugnum þegar
konur fóru almennt að starfa utan
heimilis. Kvennahreyfingar sem áttu
norrænan uppruna bárust hingað
til lands og Rauðsokkahreyfingin
varð öflug.
Hámarkið 1974
Kvennabaráttan náði hámarki
föstudagurinn 24. október árið 1975.
Dagurinn var haldinn hátíðlegur
með ræðum og söng á Lækjartorgi í
Reykjavík og víðar á Íslandi. Einnig
voru haldnar ráðstefnur þar sem
stöður og kjör kvenna voru rædd
og tillögur samþykktar. Um 90%
kvenna hér á lögðu niður störf til
að sýna fram á mikilvægi kvenna
á vinnumarkaði og til að krefjast
sömu réttinda og launakjara
og karlar höfðu. Talið er yfir 25
þúsund konur hafi komið saman og
íslensk kvenréttindasamtök vöktu
athygli innanlands og í erlendum
fjölmiðlum. Aðal heiður Bjarnfreðs
dóttir, verka kona kvenréttinda
frömuður og síðar Alþingis maður
flutti ræðu á Lækjar torgi í tilefni
kvenna frídagsins og sagði meðal
annars. ,,Konan er að vakna. Hún
veit að karlmenn hafa ráðið í
heiminum frá því sögur hófust.
Og hvernig hefur sá heimur verið?
Hann hefur löðrað í blóði og logað
af kvöl. Ég trúi að þessi heimur
breytist þegar konur fara að
stjórna til jafns við karla. Ég vil og
ég trúi því að þið viljið það allar að
heimurinn afvopnist. Allt annað
eru stjórnmálaklækir og hræsni.
Við viljum leysa ágreiningsmálin án
vopna.“ Svo mörg voru þau orð.
Ingibjörg Sólrún ruddi
brautina
Frá miðjum áttunda áratug
liðinnar aldar hafa konur staðið
nokkuð jafnfætis við karla er kemur
að lagaumgjörð og regluverki.
Baráttunni var þó ekki lokið með
Kvennafrídeginum. Fáar konur voru
í stjórnunarstöðum í atvinnulífi, í
sveitarstjórnum eða áttu sæti á
Alþingi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
varð borgarstjóri í Reykjavík
1994 og síðar Alþingismaður og
utanríkisráðherra. Hún ruddi
brautina áfram ásamt fleirum.
Baráttan hélst það sem eftir leið
20. aldar og fram á þá 21. Eflaust
má deila um hvort raunverulegu
jafnrétti sé enn að fullu náð þrátt
fyrir baráttu í meira en heila öld. En
mikið hefur áunnist.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hélt áfram að ryðja brautina.
Var Borgarstjóri í Reykjavík
og síðar alþingismaður og
utanríkisráðherra.
Bæta þarf í rekstur grunn
skóla vegna erlendra barna
Frá byrjun árs 2022 til ágústmánaðar sl. fækkaði um 398 íslensk
börn á grunnskólaaldri í borginni en á sama tíma fjölgaði í hópi
erlendra barna um 563 nemendur. Bent hefur verið á að á meðan ríkið
fjármagnar ekki stuðning við þessi börn glími skóla- og frístundasvið
borgarinnar við mikil viðbótarútgjöld.
Upplýsingar um stöðuna koma fram í rekstraruppgjöri sviðsins
fyrir fyrri helming ársins, sem lagt var fram í skóla og frístundaráði
Reykjavíkurborgar sl. mánudag. Þar er bent á að 563 erlendir nemendur
séu eins og einn stór grunnskóli með öllum sínum kennurum og
stjórnendum. Koma þessara barna inn í íslenskt skólakerfi er staðreynd,
vegur gríðarlega þungt í rekstri skóla og frístundasviðs og ekki verður
séð hvernig haldið verður áfram nema til komi viðbótarfjármagn inn í rekstur grunnskóla til að mæta aukinni
kennsluþörf og stuðningi við þessa nemendur,“ segir í uppgjörinu.
Melaskóli.