Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Side 13

Vesturbæjarblaðið - okt. 2023, Side 13
13VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2023 Gunnar og Kristján Jónassynir kaupmenn í Kjötborg á Ásvalla­ götu eru ósáttir við að þurfa að greiða fyrir bílastæði við verslunina. Þeir hafa sent vörur heim til viðskiptavina í gegnum árin. Sinnt þjónustu sem einkum eldra fólk hefur nýtt sér. Nú telja þeir þá þjónustu verða kostnaðar­ samari þegar bíla stæðagjöld leggjast á vöruverðið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill finna lausn á malinu og segir hárrétta ábendingu að skynsamlegt geti verið að finna lausnir fyrir rekstrar aðila sem falla undir nær­ þjónustu. Það sé sannarlega stefna borgarinnar að efla hana. „Kaupmaðurinn á horninu er mjög mikilvægur til að gera hverfin sjálfbær. Það eru til einhverjar fyrirmyndir að lausnum í þessu í erlendum borgum sem við hljótum að geta skoðað hratt og vel. En fyrsta skref er að bjóða þeim bræðrum í kaffi og fara yfir málin,“ sagði borgarstjóri í frétt nýverið. „Við erum stundum í stöðu barþjónsins eða félagsfræðingsins eftir því hvernig á það er litið,” sagði Gunnar í samtali við Vestur bæjar­ blaðið fyrir nokkrum árum þegar þeir bræður voru inntir eftir hinum félagslega þætti verslunarstarfsins á horninu. “Margir og þá einkum eldra fólkið notar búðarferðina til þess að spjalla og auðvitað er það hluti af tilveru okkar hér að sinna þeim þætti og ég neita því ekki að þetta gerir starfið skemmtilegra. Þetta er ekki bara ferð á peningum inn og út heldur bæta mannlegu samskiptin hana upp.” Gunnar kvað þá halda í ýmis gömul gildi kaupmannanna á horninu. “Við erum með marga hverfisbúa í reikningsviðskiptum þannig að fólk getur sent krakkana sína út og látið þau kvitta fyrir í stað þess að þurfa alltaf að vera að borga með kortum. Þetta veitir ákveðið öryggi þegar krakkarnir koma heim úr skólanum. Þá geta þau komið hingað og verslað. Við þekkjum til margra og verðum bara að gæta þess að þau kaupi ekki of mikið nammi eða jafnvel ekkert. Við höfum lært á það í gegnum tíðina hvað má hjá þessum og hverjum ekki því heimilishaldið er misjafnt frá einu heimili til annars,” sagi Gunnar í fyrrnefndu viðtalið. Eitt eitt fyrsta embættisverk Dags sem borgarstjóra sumarið 2014 var að útnefna þá bræður Reykvíkinga ársins. Hefð er fyrir að bjóða þeim sem þann heiður hlýtur að renna fyrir lax í Elliðarárnum við opnun þeirra. Þeir gáfu sér þó ekki tíma til laxveiða vegna verslunarstarfa og því færði Dagur þeim lax síðar sama dag. Vesturbæjarblaðið hefur ekki fregnir af hvort endanleg lausn sé fundin á bílastöðumáli Kjörborgarbræðra en hún er nokkuð örugglega í sjónmáli. Bræðurnir í Kjötborg ósáttir við bílastæðagjöld Þessi mynd var tekin þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri færði þeim bræðrum laxinn sem þeir höf ekki tíma til að veiða. Á myndinni eru Dagur B. Eggertsson, Kristján Jónsson, Gunnar Jónsson og Arna Dögg Einarsdóttir eiginkona Dags. VILTU VINNA MEÐ OKKUR? TJÖRNIN FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐ AUGLÝSIR LAUS STÖRF Á FRÍSTUNDAHEIMILUM Í VESTURBÆ OG MIÐBORG Viltu vera partur af skemmtilegum og samheldnum starfsmannahóp á einu af frístundaheimilum í Vesturbæ og Miðborg? Fáðu vinnu í þínu hverfi Það sparar tíma og pening að vinna nálægt heimilinu. Ef þú getur nýtt umhverfisvæna samgöngumáta áttu rétt á samgöngustyrk. Starfinu fylgja einnig möguleikar á að fá sund- og menningarkort hjá Reykjavíkurborg ásamt ýmsum styrkjum á vegum stéttarfélagsins. Nánari upplýsingar á: reykjavik.is/storf Frístundaheimilin okkar í Vesturbæ og Miðborg eru: Draumaland í Austurbæjarskóla Frostheimar í Frostaskjóli Selið í Melaskóla Skýjaborgir í Vesturbæjarskóla Undraland í Grandaskóla STUÐ STUÐ 0 STUÐ 1 » Þarf stærri heimtaug? » Hvaða lausn hentar best? » Er kerfið búið álagasstýringu? » Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi? Er hleðsla rafbíla hausverkur í húsfélaginu? Við aðstoðum við að leysa málið með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun. Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir. thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.