Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 11
11 munda við Flatey og djúpt á Mánáreyja- hrygg. „Flest öllum gekk vel hérna í sumar, fannst mér. Það hefur ekki oft verið hærra meðaltal á bát en núna.“ Þá segir hann að fiskverð hafi verið betra fyrri part sumarsins en oftast áður. Júní getur verið erfiður mánuður á þessum slóðum og fiskurinn smár. Sig- mar segir að júnímánuður hafi gengið ágætlega á Sigrúnu Hrönn en þá réri hann með Ingólfi Árnasyni föður sínum. Verðmætari fisk sé hins vegar að finna á þessum slóðum seinnipart júlí og í ágúst. Eins og í fyrra hafi strandveiðimenn á C-svæði farið á mis við þann fisk. Hann bætir við að nú í septemberbyrjun hafi snurvoðarbátar á svæðinu mokað upp stórfiski. Strandveiðibátar á svæði C fari á mis við besta tímann. Þrátt fyrir þetta segir Sigmar að róðrarnir í sumar hafi verið styttri og aflinn betri en oft áður. Lítill fyrirsjáanleiki Þegar veiðar hófust í maí lá ekki fyrir hvort pottinum yrði skipt á milli svæða eða ekki. Sigmar segir að með fyrir- komulagi veiðanna hafi mönnum tekist að sundra strandveiðisjómönnum. Vegna óréttlætis sé búið að skipta mönnum upp í fylkingar. Þess má geta að í skýrslu Auðlindarinnar okkar kemur einmitt fram að innbyrðis átök hafi einkennt strandveiðarnar. Sigmar segir að fyrir- komulag strandveiða, það að allir veiði úr sama potti og að veiðar séu stöðvað- ar á miðju tímabili, komi illa niður á svæði C. „Ég vil að Vestfirðingarnir fái að veiða ágúst, alveg eins og ég. Ég vil líka fá að veiða í maí, eins og þeir,“ áréttar hann. Spurður hvernig honum hugnist þær tillögur sem Auðlindin okkar hefur lagt Strandveiðar  Sigrún Hrönn ÞH var með aflahæstu bátum á sínu svæði í sumar.  Hallgrímur Freyr, sjö ára, með vænan þorsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.