Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 30

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 30
30 Fiskistofa úthlutaði við upphaf nýs fiskveiðiárs, sem hófst þann 1. september, aflaheimildum á grunni reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Á næstu síðum birtast að vanda tölulegar upplýsingar um úthlutun ársins en sem fyrr er grunnur hennar veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar frá í vor. Framsetning talna er nú með breyttum hætti í sam- ræmi við breytingar á miðlun talnaupplýsinga frá Fiski- stofu. Í heild nemur úthlutað aflamark ársins 336.600 þorsk- ígildistonnum og er það aukning milli fiskveiðiára um 4,9%. Heildarúthlutun í aflamarki þorsks er á fiskveiðiárinu tæp- lega 209.200 tonn, óslægt. Hlutfallslega mesta aukningin aflaheimilda er í ýsu, sumgotssíld, gullkarfa og keilu. Fyrir utan að ekki eru gefnar út aflaheimildir í djúpkarfa er mesti samdrátturinn í grálúðu, þykkvalúru og hlýra. Samkvæmt reglugerð er leyfilegur heildarafli 525.801 tonn en frá þeirri tölu dragast 5,3% til línuívilnunar, byggðakvóta, strandveiða og annarra sértækra ráðstafana. Í 5,3% pottinn, sem stundum er svo nefndur, fóru 28.397 tonn. Eftir standa því 507.404 tonn sem Fiskistofa úthlutaði. Í upphafi fiskveiðiársins fá úthlutun 125 skip með aflamark, 195 krókaaflamarksbátar og 42 smábátar með aflamark. Þá fær 31 bátur úthlut skel- og rækjubóta og 70 bátar fá úthlutun byggðakvóta. Þeir stóru verða enn stærri Brim hf. er sem fyrr það fyrirtæki sem fær úthlutað mestum aflaheimildum í upphafi fiskveiðiárs, eða rösklega 35.100 þorsk- ígildistonnum. Úthlutunin er sem nemur 10,44% af öllum úthlut- uðum aflaheimildum en hlutfallið hjá Brimi hf. var á síðasta fiskveiðiári 10,25%. Veigamikil breyting hefur orðið á lista þeirra fyrirtækja sem mestu fá úthlutað þar sem nú er Ísfélagið hf. komið í annað sætið í kjölfar sameiningar þess við Ramma hf. sem að sama skapi hefur horfið af þessum lista. Ísfélagið hf. fær úthlutað 25.500 þorskígildistonnum eða sem svarar 7% af heildarúthlutuninni. Í þriðja sæti er Samherji Ísland ehf. með 23.300 þorskígildistonn sem svarar til 6,93% heildarúthlutunar ársins. Fyrirtækið var með 6,78% af heildar úthlutuninni á síð- asta fiskveiðiári. Líkt og í fyrra er FISK Seafood næst í röðinni á þessum lista með rösklega 20.600 tonn eða 6,14% af heildarút- hlutuninni. Þegar listi þeirra 10 fyrirtækja sem mestu fá úthlutað er bor- inn saman við sama lista í fyrra sést að Ísfélagið hf. er nú kom- ið í stað Ramma hf. Sömuleiðis hefur er nú Útgerðarfélag Reykjavíkur vikið í 10. sæti hans fyrir Nesfiski hf. Fyrirtækin tíu ráða nú yfir 56,48% af úthlutuðum aflaheimil- um og hafa bætt við sig 4,33 prósentustigum frá upphafsúthlut- un síðasta fiskveiðiárs. Samanburður fiskveiðiára Úthlutun Úthlutun fiskveiðiárið fiskveiðiárið Breyting 2022/2023 2023/2024 í % Þorskur 195.495 198.107 1,3 Ýsa 57.359 70.751 23,3 Ufsi 67.374 62.898 -6,6 Steinbítur 7.677 7.902 2,9 Gullkarfi 21.416 34.530 61,2 Keila 3.489 4.317 23,3 Langa 4.809 5.648 17,5 Djúpkarfi 6.000 0 -100 Litli karfi 554 539 -2,7 Grálúða 14.266 12.749 -10,6 Sandkoli 285 342 20 Skrápflúra 0 0 0 Skarkoli 7.257 7.415 2,2 Langlúra 1.165 1.398 20,2 Þykkvalúra/sólkoli 1.077 920 -14,6 Skötuselur 244 178 -27 Humar 0 0 0 Íslensk sumargotssíld 62.687 82.989 32,4 Blálanga 245 245 0 Hlýri 316 280 -11,4 Gulllax 10.909 11.440 4,9 Úthafsrækja 4.756 4.756 0  Góður afli kominn á land. Mynd: Þorgeir Baldursson Kvótinn 2023/2024 AFLAHEIMILDIR NÝS FISKVEIÐIÁRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.