Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 16
16 nýja skipið og þó Bjarni Sæm sé gott skip og hafi reynst vel er skipið barn síns tíma og orðið löngu tímabært að skipta honum út fyrir nýtt skip. Ég tel að nýtt skip muni reynast vel við rannsóknir okkar til framtíðar. Það er nauðsynlegt að efla og auka allt vöktunarstarf og það höfum við áhuga fyrir að gera. Nýtt skip gæti þar orðið í lykilhlutverki,“ segir Jónas. Jákvæð merki í humarstofninum Nú í sumar sáust fyrstu jákvæðu merkin um að humarstofninn gæti verið að rétta úr kútnum en stofninn hefur verið í mik- illi lægð undanfarin ár og veiðibann í gildi tvö síðustu ár. Jónas hefur tekið þátt í rannsóknun og vöktun á humar- stofninum í ríflega áratug. Hann rifjar upp að humar hafi verið veiddur hér við land frá því í kringum 1950. Tegundin sé langlíf og sæmilegur grillhumar sé yfir- leitt yfir 15 ára gamall. „Skömmu upp úr aldamótum gengu veiðarnar mjög vel, aflinn var góður og humarinn stór og fallegur. Það má segja að fyrstu merkin um hnignun í stofninum eða að niður- sveiflu væri að vænta hafi komið í ljós árin 2011 og 2012. Í rannsóknum okkar á þeim árum sáust mjög fáir smáir humrar. Sá skortur ágerðist og hefur verið við- varandi allar götur síðan,“ segir Jónas. Í kjölfar þróunarinnar var ráðgjöfin lækkuð og dregið verulega úr veiðum næstu árin til að mæta niðursveiflunni. „Það þarf alltaf að stýra veiðum eftir ástandi stofna hverju sinni, það höfum við gert lengi og gefist vel,“ segir Jónas, en á árunum í kringum 2008 voru afla-  Grannt er fylgst með þróuninni á búsvæði humarsins suðaustur af landinu og það er meðal annars gert með myndavélabúnaði sem nýttur er til að telja humarholur. Hér er slíkur búnaður settur út í Lónsdjúpi í leiðangri hafrann- sóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar.  Snar þáttur í starfi Jónasar hjá Hafrannsóknastofnun á undanförnum árum hefur verið að fara í leiðangra með skipum stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.