Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 15
15 Jónas er fæddur og uppalinn í Reykja- vík en á ættir að rekja til Vestmanna- eyja. Jónas lærði fiskifræði við Háskóla Ísland, hann lauk doktorsprófi sínu í þeirri grein árið 2021. „Ég hef lengi verið viðloðandi Hafrannsóknastofnun,“ segir hann en meðal fyrstu verkefna var að taka þátt í rannsókn sem snérist um hrun hörpudisksstofnsins í Breiðafirði upp úr aldamótum. Um áratuga skeið hafði hörpudiskur verið veiddur í Breiðafirði og mikil vinnsla var í Stykk- ishólmi og Grundarfirði. „Það varð svo algert hrun í stofninum sem setti veru- legt strik í reikninginn á þessum svæð- um hvað atvinnu varðar, starfsemin í kringum hörpudiskinn skipti verulegu máli, þannig að þetta var mikill skellur þegar stofninn hrundi og hafði víðtæk áhrif,“ segir Jónas. Hrun hörpudisksstofnsins samspil margra þátta Rannsókn leiddi í ljós að skæð sýking hafði komið upp í hörpudisksstofninum sem var ein skýring þess að hann hrundi en fleiri þættir komu einnig til, svo sem nýliðunarbrestur og aukið álag á veiðislóðinni. „Það voru stundaðar umfangsmiklar veiðar á hörpudiski á árunum frá 1970 og fram til 2002 eða í ríflega 30 ár en eft- ir það hafa einungis tilraunaveiðar verið stundaðar auk mjög takmarkaðra veiða undanfarin þrjú ár. Sýkingin sem upp kom skipti miklu á stórum svæðum í suð- urhluta fjarðarins en veiðiálagið var al- mennt mjög hátt og líklegt að umhverfis- þættir eins og til að mynda hækkandi hitastig sjávar hafi einnig spilað inn í, bæði hvað varðar sýkinguna og nýliðun- ina.“ Jónas segist hafa áhuga fyrir nýjum aðferðum við rannsóknir, vöktun og þróun á veiðiaðferðum, til að mynda við skelveiðar þar sem bæta mætti mjög um- gengnina og auka einnig afrakstur. „Við höfum of lengi verið í varnarbaráttu og það á bæði við um almennar rannsóknir og einnig vöktun margra minni stofna. Á sama tíma hafa kröfur samfélagsins og áhugi á vannýttum stofnum aukist til muna. En sem betur fer má segja að breyting sé að verða á hvað rannsóknir varðar og ég skynja að hjá stjórnvöldum er fyrir hendi skilningur á því að bæta þurfi í. Mér finnst stjórnvöld jákvæðari en oft áður fyrir því sem við erum að gera hjá Hafrannsóknastofnun, sem end- urspeglast í fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar og er það vel,“ segir hann. Nýtt rannsóknaskip gegnir lykilhlutverki Nefnir Jónas að Íslendingar standi fram- arlega þegar kemur að rannsóknum á sviði sjávarútvegs. „Það er vissulega gott að þessi málaflokkur njóti nú tals- verðar athygli og skilnings. Það átta sig allir á, bæði ráðamenn og almenningur, að sjávarútvegur er okkur Íslendingum mjög mikilvægur og verður um ókomna tíð,“ bætir hann við. Sjávarútvegur verði áfram grunnstoð í atvinnulífi Ís- lendinga. Það verði því einkar ánægju- legt þegar nýtt rannsóknarskip verður tekið í notkun í lok næsta árs. Skipið er afmælisgjöf í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli þjóðarinnar og leysir öldunginn Bjarna Sæmundsson af hólmi. Bjarni var tekinn í notkun árið 1970 og hefur þjón- að þjóðinni dyggilega í vel yfir hálfa öld. „Það verður gríðarlega gaman að fá Ægisviðtalið „Vonandi á ég eftir að setja mitt mark á þetta starf en flest þeirra verkefna sem við sinnum eru fyrir fram ákveðin og skýr,“ segir Jónas Páll Jónasson sem nýverið tók við starfi sviðsstjóra botnsjávarsviðs Haf- rannsóknastofnunar. Hann hefur starfað á sviðinu í góðan áratug, allt frá árinu 2011. Botnsjávarsvið sinnir vöktun og rannsóknum á botnlægum tegundum, þ.á.m. okkar helstu nytjategund, þorskinum og á viðkvæmum flóknum búsvæðum hafsins. Jónas hefur frá því hann hóf störf á Hafró borið ábyrgð á og sinnt rannsóknum á humri, hörpudiski og sæbjúga. Hann hefur jafnframt tekið að sér ráðgjöf og rann- sóknarvinnu á öðrum hryggleysingjum ásamt rannsóknum á bolfiskum. Að auki hefur Jónas haft umsjón með og kennt á stofnmatslínu sjávarútvegsskóla GRÓ- FTP sem hefur aðsetur hjá Hafrannsóknastofnun.  Elzbieta Baranowska, fiskifræðingur og Matthías Ragnarsson, háseti, um borð í Breka VE-61 á humarslóð í vorralli Hafrannsóknastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.