Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 13
13 „Þetta var bara fínasta vertíð. Við byrjuðum á að taka einn túr í Smug- una en vorum svo hérna heimavið. Við enduðum svo aftur í Smugunni,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á uppsjávarskipinu Venusi NS, sem er í eigu Brims, þegar hann gerir upp makrílvertíðina í sumar. Hann er ánægður með að hafa getað veitt makrílinn að hluta til í íslenskri lögsögu. Það muni styrkja samnings- stöðu landsins þegar kemur að því að semja um hlutdeild í þessum stofni á komandi árum. „Það er gulls ígildi að hafa fengið þetta hér heima,“ segir Berg- ur. Stutt á síldarmiðin Venus er þegar þetta viðtal er tekið á síldveiðum austur af landinu. Það er að sögn Bergs stutt að fara úr heimahöfn á Vopnafirði. „Þetta er ekki nema fjögurra tíma stím,“ segir hann. Bergur var á þessum tímapunkti sjálfur búinn að fara einn síldartúr en tvær áhafnir skipta með sér veiðunum. „Við fengum þúsund eða ellefu hundruð tonn í þremur holl- um. Við drógum í einn til þrjá tíma í senn,“ segir hann um síðasta túr. Afla- brögðin verði vart betri. Síldaraflinn er blandaður nú í upphafi síldarvertíðarinnar. Uppistaðan í aflan- um er norsk-íslenska síldin en um fjórð- ungur er íslensk síld, sem er smærri. Bergur segir að Brim ráði yfir um 11 þúsund tonna kvóta í hvorum stofni. Hann reiknar með að þegar norsk-ís- lenska síldin færi sig muni þeir eltast við íslensku síldina, sem hafi undanfarin ár haldið sig vestan við landið. „Svo veit ég ekki alveg hvað tekur við. Fyrirtækið á eitthvað af kolmuna og ég veit ekki hvort öll skipin haldi til þeirra veiða. Svo er það auðvitað loðnan – ef guð lofar.“ Bergur segir að veiðar á þessu ári hafi gengið afar vel, heilt á litið. „Þetta er búið að vera ljúft. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta – annað væri bara frekja,“ segir hann að lokum.  Uppsjávarskipið Venus NS er á síldveiðum í haust en svo tekur loðnan við í vetur, „ef guð lofar,“ líkt og skipstjórinn orðar það. „Þetta er búið að vera ljúft“  Bergur Einarsson, skipstjóri, segir það gulls ígildi hversu mikið fékkst af makríl í íslensku lögsögunni í sumar. Myndir: Þorgeir Baldursson. Á miðunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.