Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 25
25 manna skipin,“ segir hún en bætir við að skipin séu á sjó allan sólarhringinn, nán- ast alla daga ársins. „Mannauðsstjórinn þarf þess vegna að vera til taks á öllum tímum sólarhringsins. Í landvinnslunum sjá hins vegar yfirverkstjórar að mestu um mannaráðningar.“ Fólk með margvíslega menntun að baki „Það er mikil áhersla lögð á allar tækni- nýjungar, allt sem gerir vinnuumhverfið betra og auðveldar störfin. Sömu sögu er að segja um öryggismálin og er stöðugt unnið að umbótum varðandi öryggi starfsmanna. Við erum alltaf að huga að því sem betur má fara á öllum sviðum, heilbrigðis- og vinnuverndarmál eru of- arlega á baugi og sífellt verið að leita leiða til að tryggja slysalausa starfsemi,“ segir Anna María. „Það er að mörgu að hyggja í stóru fyrirtæki, við þurfum á fólki að halda sem hefur aflað sér fjölbreyttrar mennt- unar og reynslu af öllu tagi,“ bætir hún við og nefnir að það séu alls ekki bara sjómenn og fiskvinnslufólk að störfum í fyrirtækinu. „Hjá okkur er fólk með menntun af einhverju tagi sem tengist vélum, raf- magni og fleiru. Þá má nefna að hjá fyr- irtækinu starfa t.d. vélstjórar, skip- stjórnarmenn, dýralæknar, líffræðingar, fiskeldisfræðingar, verkfræðingar, sjáv- arútvegsfræðingar, hag- og lögfræðing- ar og er þá fátt eitt talið,“ segir hún um fjölbreytileika starfanna. Mikilvægt að hafa öfluga skóla í heimabyggð „Við höfum verið að benda ungu fólki á þau tækifæri sem eru fyrir hendi í sjáv- arútvegi en þeim standa ýmsar dyr opn- ar í þeim efnum eins og sést á því hversu fjölbreyttur bakgrunnur okkar starfsfólks er. Í sjávarútvegi eru sem dæmi mikil og spennandi tækifæri fyrir fólk, sem hefur menntað sig í tækni- greinum. Við rekum fullkomnar fisk- vinnslur og skipaflotinn hefur farið í gegnum mikla endurnýjun á undanförn- um árum. Þessi misserin er mikil upp- bygging í fiskeldi og Samherji er með stór áform í þeim efnum. Núna er til dæmis verið að ljúka við stækkun Silfur- stjörnunnar í Öxarfirði og stór landeldis- stöð er í undirbúningi á Reykjanesi. Þessi vaxandi atvinnugrein kallar á starfsfólk, oft og tíðum með umtalsverða menntun eða sérþekkingu,“ segir Anna María. Hún bendir einnig á að konur hafi á undanförnum árum haslað sér völl inn- an sjávarútvegs og í vaxandi mæli gegni konur ýmsum stjórnunarstörfum hjá Mannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.