Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.2023, Blaðsíða 8
8 Á miðunum „Þetta munar ekki mjög miklu í af- köstum – við gætum sennilega veitt meira einir og sér. En með þessu móti er hægt að stýra flæðinu betur í vinnslunni. Þar munar miklu,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á uppsjáv- arskipinu Beiti NK um veiðisamstarfið sem skip Síldarvinnslunnar og Sam- herja áttu í á nýyfirstaðinni makríl- vertíð. Skipin veiddu, eins og undan- farin ár, í púkk og skiptust á að sigla með aflann til hafnar. Veiðisamstarf orðið algengara Tómas segir að upphaf makrílvertíðar- innar í sumar hafi verið ákaflega ánægjulegt. „Við náðum að veiða svo mikið í íslensku lögsögunni. Venjulega höfum við verið mest í Smugunni en núna náðum við miklu við Ísland,“ út- skýrir hann og bætir við að það muni styrkja samningsstöðu Íslands þegar kemur að skiptingu veiðiheimilda í makríl á milli landa. Eins og áður segir gerir veiðisam- starfið vinnslunni kleift að stýra betur flæðinu. Tómas bendir á að veiðisam- starfið hafi líka þann kost að ekki þurfi að bíða eftir plássi í löndun. „Þetta er unnið jöfnum höndum og kvótanum skipt á milli skipanna. Þetta getur auð- vitað verið flóknara þegar kemur að uppgjörinu en menn eru samt búnir að ná góðum tökum á þessu. Flestar útgerð- irnar, sem eru með nokkur skip, eru komnar í þetta fyrirkomulag,“ útskýrir Tómas. Síldveiðar við bæjardyrnar Síldveiðar hófust í byrjun september og fara mjög vel af stað að sögn Tómasar. „Þetta hefur verið eitthvað blandað af íslenskri síld, svona til að byrja með,“ segir hann og bætir við að útgerðin vilji fá sem mest af norsk-íslenskri síld, áður en hún hverfi af miðunum. Skipin hófu vertíðina við bæjardyrn- ar fyrir austan land, ef svo má segja, í Héraðsflóanum. Þau færðu sig svo norð- ar til að fá minna af íslensku síldinni í bland. „Við verðum mjög trúlega á síld- veiðum fram í nóvember og þá kemur í ljós hvernig fyrirkomulag loðnuveiða verður,“ segir hann. Tómas er bjartsýnn hvað loðnuna varðar. „Ég veit ekki hvað kemur út úr því hjá sérfræðingunum okkar. Þetta lít- ur ágætlega út og það er góð stjórnun á þessu hjá Þorsteini [Sigurðssyni, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar],“ segir hann léttur í bragði að lokum. Veiðisamstarfið reyndist vel  Beitir NK veiddi í samstarfi við skip Samherja á nýafstaðinni makrílvertíð. Það fyrirkomulag segir Tómas að sé að verða æ algengara hjá uppsjávarskipaútgerðunum.  Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK. Myndir: Þorgeir Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.