Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2023, Side 30

Ægir - 01.06.2023, Side 30
30 Fiskistofa úthlutaði við upphaf nýs fiskveiðiárs, sem hófst þann 1. september, aflaheimildum á grunni reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Á næstu síðum birtast að vanda tölulegar upplýsingar um úthlutun ársins en sem fyrr er grunnur hennar veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar frá í vor. Framsetning talna er nú með breyttum hætti í sam- ræmi við breytingar á miðlun talnaupplýsinga frá Fiski- stofu. Í heild nemur úthlutað aflamark ársins 336.600 þorsk- ígildistonnum og er það aukning milli fiskveiðiára um 4,9%. Heildarúthlutun í aflamarki þorsks er á fiskveiðiárinu tæp- lega 209.200 tonn, óslægt. Hlutfallslega mesta aukningin aflaheimilda er í ýsu, sumgotssíld, gullkarfa og keilu. Fyrir utan að ekki eru gefnar út aflaheimildir í djúpkarfa er mesti samdrátturinn í grálúðu, þykkvalúru og hlýra. Samkvæmt reglugerð er leyfilegur heildarafli 525.801 tonn en frá þeirri tölu dragast 5,3% til línuívilnunar, byggðakvóta, strandveiða og annarra sértækra ráðstafana. Í 5,3% pottinn, sem stundum er svo nefndur, fóru 28.397 tonn. Eftir standa því 507.404 tonn sem Fiskistofa úthlutaði. Í upphafi fiskveiðiársins fá úthlutun 125 skip með aflamark, 195 krókaaflamarksbátar og 42 smábátar með aflamark. Þá fær 31 bátur úthlut skel- og rækjubóta og 70 bátar fá úthlutun byggðakvóta. Þeir stóru verða enn stærri Brim hf. er sem fyrr það fyrirtæki sem fær úthlutað mestum aflaheimildum í upphafi fiskveiðiárs, eða rösklega 35.100 þorsk- ígildistonnum. Úthlutunin er sem nemur 10,44% af öllum úthlut- uðum aflaheimildum en hlutfallið hjá Brimi hf. var á síðasta fiskveiðiári 10,25%. Veigamikil breyting hefur orðið á lista þeirra fyrirtækja sem mestu fá úthlutað þar sem nú er Ísfélagið hf. komið í annað sætið í kjölfar sameiningar þess við Ramma hf. sem að sama skapi hefur horfið af þessum lista. Ísfélagið hf. fær úthlutað 25.500 þorskígildistonnum eða sem svarar 7% af heildarúthlutuninni. Í þriðja sæti er Samherji Ísland ehf. með 23.300 þorskígildistonn sem svarar til 6,93% heildarúthlutunar ársins. Fyrirtækið var með 6,78% af heildar úthlutuninni á síð- asta fiskveiðiári. Líkt og í fyrra er FISK Seafood næst í röðinni á þessum lista með rösklega 20.600 tonn eða 6,14% af heildarút- hlutuninni. Þegar listi þeirra 10 fyrirtækja sem mestu fá úthlutað er bor- inn saman við sama lista í fyrra sést að Ísfélagið hf. er nú kom- ið í stað Ramma hf. Sömuleiðis hefur er nú Útgerðarfélag Reykjavíkur vikið í 10. sæti hans fyrir Nesfiski hf. Fyrirtækin tíu ráða nú yfir 56,48% af úthlutuðum aflaheimil- um og hafa bætt við sig 4,33 prósentustigum frá upphafsúthlut- un síðasta fiskveiðiárs. Samanburður fiskveiðiára Úthlutun Úthlutun fiskveiðiárið fiskveiðiárið Breyting 2022/2023 2023/2024 í % Þorskur 195.495 198.107 1,3 Ýsa 57.359 70.751 23,3 Ufsi 67.374 62.898 -6,6 Steinbítur 7.677 7.902 2,9 Gullkarfi 21.416 34.530 61,2 Keila 3.489 4.317 23,3 Langa 4.809 5.648 17,5 Djúpkarfi 6.000 0 -100 Litli karfi 554 539 -2,7 Grálúða 14.266 12.749 -10,6 Sandkoli 285 342 20 Skrápflúra 0 0 0 Skarkoli 7.257 7.415 2,2 Langlúra 1.165 1.398 20,2 Þykkvalúra/sólkoli 1.077 920 -14,6 Skötuselur 244 178 -27 Humar 0 0 0 Íslensk sumargotssíld 62.687 82.989 32,4 Blálanga 245 245 0 Hlýri 316 280 -11,4 Gulllax 10.909 11.440 4,9 Úthafsrækja 4.756 4.756 0  Góður afli kominn á land. Mynd: Þorgeir Baldursson Kvótinn 2023/2024 AFLAHEIMILDIR NÝS FISKVEIÐIÁRS

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.