Stuðlaberg - 01.01.2012, Síða 4

Stuðlaberg - 01.01.2012, Síða 4
4 STUÐLABERG 1/2012 er kveðskaparhefðin okkar, ljóðhefðin sem við höfum varðveitt og ræktað, hefðin sem við skiljum og notum og síðast en ekki síst, hefðin sem okkur þykir vænt um og viljum ekki týna niður eða afskræma á nokkurn hátt. Stuðlabergið er, eins og fyrr kom fram, helgað þessari fornu hefð. Í þessu fyrsta hefti kennir ýmissa grasa. Fyrirferðarmest eru viðtölin. Hagyrðingur tjáir sig um vísnagerð og skáld segir frá til- urð ljóðabókar, spurningar eru lagðar fyrir prófessor í íslenskum fræðum og hann inntur eftir auknum áhuga á bragfræðirannsóknum við Háskóla Íslands. Birtar eru greinar um bragfræðileg málefni, fréttir af vísnabókum, kvæði og vísur, sumt áður birt en flest nýtt. Sumt er grafið upp úr gömlum blöðum, ann- að er nokkurra daga gamalt. Þetta fyrsta hefti er aðeins 32 blaðsíður. Stærðin afmarkast af fjárhag útgáfunnar og lítilli áhættusækni ábyrgðarmanns. Eftir því sem föstum áskrifendum fjölgar og leiðir opnast til að kosta verkið mun ritið stækka. Vonandi verður það fljótlega vegna þess að þegar bíður nokkuð af óbirtu efni í næsta hefti. Og enn er verið að yrkja, enn er verið að skrifa um kveðskap og rýna í merkingu hans, form, efnistök og uppruna. Hér með er skorað á hagyrðinga og annað áhugafólk um hefðbundinn brag að láta til sín heyra. Stuðla- bergið er ykkar málgagn; ykkar vettvangur til að birta kvæði og vísur og annað efni sem tengist hefðbundnum brag. Ritstjóri vonast eftir löngu og farsælu samstarfi við brag- fræðasamfélagið í landinu sem er lögheimili hefðbundna ljóðsins. Grafarvogi í október 2012. Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Stuðlaberg 1. tbl. 1. árg., 16. nóvember 2012. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja. Forsíðumynd: Tómas Jónasson. Þeir sem vilja gerast áskrifendur að Stuðla- bergi gjöri svo vel að senda tölvupóst á net- fangið ria@hi.is eða bréf til Ragnars Inga Að- alsteinssonar, Fannafold 103, 112 Reykjavík. Það sem þarf að koma fram er nafn, heim- ilisfang og póstnúmer, auk þess er gott að fá kennitölu til að geta látið innheimta áskriftar- gjaldið gegnum heimabankann. Blaðið kostar í lausasölu kr. 900 og í áskrift kr. 800 hvert tbl. Það kemur út tvisvar á ári. Hægt er að greiða áskriftina inn á reikning 0324-13-000512, kt. 150144 7799. ISSN 2298-2361 Efnisyfirlit Enn er verið að yrkja ............................. 3 Hægri síður eflaust auðar .................... 5 Ástin er bak við allt ............................... 6 Við Guð ................................................... 9 Hvað velur unga fólkið? ....................... 10 Lífleg útgáfustarfsemi .......................... 12 Ný axarsköft ........................................... 14 Skorað á hagyrðinga .............................. 15 Haltu þinni beinu braut ....................... 16 Án ljóðsins er menningin sama og dauð . 18 Gæsirnar flugu í gær ............................. 21 Ort fyrir ABC .......................................... 22 Fuglarnir syngja fögur kvæði .............. 23 Ljósið þitt ................................................ 24 Margt fróðlegt rannsóknarefnið .......... 25 Braghendur ............................................ 26 Um aukaljóðstafi ................................... 27 Mælskuna menn elska .......................... 29 Um baksneiðubróður og nýhendu ..... 30 Hann lifði Ísland .................................... 32 Latur skrifar letingja ............................. 34

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.