Stuðlaberg - 01.01.2012, Side 9
STUÐLABERG 1/2012 9
bókanna nema tveggja þeirra fyrstu. Nú sneri
ég mér þangað. Þá kom í ljós að stjórn Ljóða-
félagsins hafði nokkrum sinnum haft sam-
band við Kristínu árin þar á undan og falast
eftir ljóðum hennar til útgáfu án þess að vita
að ég var með handritið. Samningar gengu
því fljótt fyrir sig. Félagið tók að sér að gefa
bók Kristínar út með þeim skilyrðum sem ég
setti um frágang og eintakafjölda en nú þurfti
ég ekki að ganga í ábyrgð fyrir kostnaðinum.
Það var komið fram á árið 2008 þegar um
þetta samdist og bókin kom svo út í september
2009, sex árum eftir að ég tók við handritinu á
hlaðinu í Hlíð. Bókinni var valið nafnið Bréf til
næturinnar.
Og svo byrjaði fjörið. Stjórn Ljóðafélags-
ins ákvað reyndar að láta prenta 400 eintök,
treysti sér ekki í þessi 500 sem samið hafði
verið um. Þar eru menn gætnir í fjármálum.
Þessar 400 bækur hurfu svo á næstu tveimur
mánuðum eða svo og þá varð að prenta meira.
Önnur prentun hvarf á nokkrum vikum og
þriðja prentun fór sömu leið. Aldrei var prent-
að mikið í einu. Áhættusæknin var í lágmarki
hjá Ljóðafélaginu. Núna er fimmta prentun í
sölu og eitthvað eftir af henni, – ennþá. Salan
er orðin nær 2.000 eintök en vegna þess hve
lítið er prentað í einu hefur fjárhagslegur
ágóði orðið minni en efni stóðu til.
Ljóðafélagið hefur ekkert bolmagn til að
kynna bækur og fylgja þeim eftir eins og gert
er hjá stærri bókaútgáfufyrirtækjum. Ljóða-
bók Kristínar hefur kynnt sig að mestu sjálf.
Jákvæður ritdómur í Fréttablaðinu og góð um-
fjöllun í Kiljunni hafa vissulega hjálpað til en
fyrst og fremst selst bókin þó út á umræðuna.
Ég hef ekki lengur tölu á öllu því fólki sem lýs-
ir upplifun sinni af lestrinum, ræðir fjálglega
um meistaratakta, dýpt og skáldlegt innsæi
en segist svo ekki eiga orð; og ég skil það vel.
Eftir allt það sem lýst er hér að ofan get ég
tekið undir þetta. Ég á ekki orð.
RIA.
Við Guð
Við skildum í „góðu“ Guð og ég,
við gengum ei lengur sama veg
og allt var til fjandans farið.
Ég óþroskuð gekk honum ung á hönd,
minn eigin vilja hann lagði í bönd
- að skilja var skásta svarið.
Hann lét mig um allt sem erfitt var,
ég einsömul stríddi og þungann bar
í amstri dagsins og ergi.
Og þegar að mest ég þurfti við
og þráði að stæði hann mér við hlið
þá fann ég hann „fokking“ hvergi.
Á kvöldin hætti hann að koma heim
í kirkjunni hékk hann og var með þeim
sem vildu til valda sér lyfta.
Mér fannst komið nóg, ég skipti um skrá,
í skotinu hann við dyrnar lá
- ég lét mig það litlu skipta.
Svo fann hann sér aðra - ég fegin var.
Hann flutti út og nú býr hann þar
sem á hann er treyst og trúað.
Hann vildi láta óttast og elska sig
- slíkt átti ekki beinlínis vel við mig,
það afl getur eytt og kúgað.
Það kom enginn annar í hans stað,
að endingu tókst mér að skilja það
- ein gat ég alveg staðið.
Ég lærði að efla megn og mátt
að meta lífið á nýjan hátt
og tefla á tæpasta vaðið.
Í mannfjölda stundum við mætumst nú
en misst hef ég á hann alla trú
og forðast frekar að sjá hann.
Ég kemst af án hans og hann án mín
og hvorugt dvelur við mistök sín
- þó eitt sinn tryði ég á hann.
Kristín Jónsdóttir á Hlíð,
október 2011.