Stuðlaberg - 01.01.2012, Side 11

Stuðlaberg - 01.01.2012, Side 11
STUÐLABERG 1/2012 11 kunnugt er, að vera snjallir hagyrðingar og fara einkar vel með hefðbundið ljóðform. Þau ljóð sem oftast komu fyrir voru Fjallgangan eftir Tómas Guðmundsson og Slysaskot í Pal- estínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Bæði eru þessi ljóð afar erfið í flutningi og því veldur það nokkurri furðu að þau skuli vera valin svo oft þegar svo mikið liggur við að vanda sig. Þar hlýtur efnið að ráða nokkru – og formið. Bent skal á að hér er aðeins tæpt á litlum hluta þess sem fram kemur í grein Ingibjargar. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þetta mál betur er bent á Hrafnaþing 3, 2006. Í bandarískri könnun sem unnin var af Ann Terry (1974)2 var gerð athugun á því hvers konar ljóð nemendur kjósa helst að vinna með og lesa upp. Þar kemur fram að börn velja helst: a) ljóð sem þau eiga auðvelt með að skilja b) ljóð sem segja sögu c) ljóð sem hæfa reynslu þeirra og þroska d) ljóð sem eru úr samtímanum e) ljóð sem eru glettin f) ljóð sem fjalla um kunnuglega hluti eða dýr g) ljóð sem eru hefðbundin, með rími og háttbundinni hrynjandi (stuðlasetning tíðkast ekki þar) h) ljóð sem höfða til persónulegrar reynslu þeirra Gaman er að skoða athugun Ingibjargar B. Frímannsdóttur út frá þessum lista og velta fyrir sér hvort eitthvað sé sameigin- legt með grunnskólanemendum í Banda- ríkjunum og hér heima á Fróni. Forvitnilegt er að máta skáldin, sem þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni völdu oftast á árunum 1996 til 2005, við liði a-h í upptalningunni hér að ofan. Ef til vill eru börn beggja vegna Atl- antshafsins ekki svo ólík þegar allt er skoðað. Það skal þó ítrekað að margir þættir eru enn ókannaðir hvað varðar ljóðasmekk íslenskra grunnskólanema. En könnunin sýndi þó, svo ekki varð um villst, að hefðbundnu skáldin eru í efstu sætum þegar nemendur velja sér ljóð til flutnings. RIA. 1 Þessi stutta úttekt er byggð á grein Ingibjargar B. Frímannsdóttur (2006): Slysaskot í Palestínu. Könnun á ljóðavali keppenda í Stóru upplestrarkeppninni. Hrafnaþing 3. Ingibjörg veitti ritstjóra góðfúslegt leyfi til að birta örstuttan útdrátt úr greininni og eru henni færðar bestu þakkir. 2 Terry, Ann. 1974. Children´s Poetry Preferences. A National Survey of Upper Elementary Grades. National Council of Teachers of English. Urbana, Illinois. Svipmynd frá upplestri í austfirskum skóla. Si gu rð ur A ða ls te in ss on

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.