Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 22

Stuðlaberg - 01.01.2012, Qupperneq 22
22 STUÐLABERG 1/2012 Ástirnar vaka og álftirnar kvaka Hún smjattaði´ á klaka og smælaði svaka Hún sefur á sæng, kjamsar kjúklingavæng Þegar línurnar eru settar saman er leyfilegt að bæta smáorðum (forliðum) framan við þær til að tengja þær betur merkingarlega og það má breyta hann í hún og öfugt og svo má breyta nútíð í þátíð og öfugt. Þegar kom að því að raða saman línum var tíminn reyndar bú- inn og heilar limrur urðu því færri en til stóð, en nokkrar þó. Hér eru dæmi: Jóhanna hlakkar til jóla, hana langar ei lengur í skóla. Hún smjattaði´ á klaka og smælaði svaka og fór út að kaupa sér kjóla. Á Bjarnfríði óx tröllsleg bóla. Hana langar ei lengur í skóla. Hún sefur á sæng, kjamsar kjúklingavæng og grætur og vill bara góla. Védís hún vakti í gær og um nóttina færðist hún nær, því að ástirnar vaka og álftirnar kvaka og sjóarinn Sigurður hlær. Í bekknum er fíflið hún Fjóla. Svo er ég að tala um Óla. En ástirnar vaka og álftirnar kvaka – og hann býður henni´ upp á kóla. Aðferðin sem hér er notuð byggist á því að leyfilegt er að hafa allar langlínur limrunnar sérstuðlaðar. Þá kemur ekki höfuðstafur í 2. línu heldur nýtt stuðlapar. Sama gildir um 5. línu. Á það skal bent að þessi kveðskapur er afrakstur af tveimur kennslustundum og limr- urnar settar saman í tímahraki í lokin. Miðað við það er niðurstaðan alls ekki slæm. Efnis- tökin mættu líklega vera heldur markvissari á köflum en af framanskráðu er hins vegar ljóst að grunnskólanemendur hafa eyra fyrir stuðlasetningu, og sú staðreynd kom þeim sem hér skrifar reyndar alls ekki á óvart. Lesendur mega svo nota afganginn af braglínunum og raða saman fleiri limrum. Efniviðurinn er til staðar þarna á blaðinu. RIA. Ort fyrir ABC Hagyrðingamót var haldið til styrktar ABC-barnahjálp laugardaginn 3. nóv. sl. í húsnæði samtakanna að Laugavegi 103. Hagyrðingar kváðust á og skemmtu og svo gátu viðstaddir keypt vísur og ákveðið sjálfir yrkisefn- ið. Allur ágóði af samkomunni verður notaður til að kaupa skólamáltíðir fyrir skjólstæðinga ABC í Pakistan. Ákveðið hefur verið að halda áfram með vísna- söluna. Hægt er að hafa samband við ABC (sími 419 0990) og panta vísu eða vísur þegar tilefni gefast, svo sem afmæli eða giftingar eða hvað sem vera skal. Hagyrðingarnir taka svo við og yrkja og ABC fær greiðsluna. Umrætt kvöld varð einmitt til vísa um þetta: Hér yrkjum við ljóð og leitum að orðum, létt verður allt þetta kvæðaflan ef vísurnar enda sem brauð á borðum barnanna okkar í Pakistan. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.