Stuðlaberg - 01.01.2012, Síða 30

Stuðlaberg - 01.01.2012, Síða 30
30 STUÐLABERG 1/2012 Bók Helga Sigurðssonar, Safn til bragfræði íslenzkra rímna að fornu og nýju, er merkilegt rit og hefur lengst af verið biblía þeirra sem fást við að yrkja eða vilja kynna sér fornan rímna- kveðskap. Bókin er 272 blaðsíður í allstóru broti (15x24 cm) og hefur að geyma gríðarlega mikinn fróðleik um rímnakveðskap. Helgi var fæddur 2. ágúst 1815, dáinn 13. ágúst 1888 og var prestur, meðal annars á Melum í Hrútafirði, en bjó síðustu árin á Akranesi. Bók hans kom út í Reykjavík árið 1891, prentuð í Ísafoldarprentsmiðju þremur árum eftir að hann lést. Lesendum til fróðleiks og skemmtunar verður gripið niður í bók Helga af og til eftir því sem rúm og tími leyfir. Að þessu sinni verður drepið á tvö atriði; annars vegar skemmtilegt heiti á háttarafbrigði og hins vegar verður rifjuð upp sagan um uppruna nýhendunnar eða Sigurðarbragsins. Baksneiðubróðir Sem kunnugt er kallast það baksneidd brag- henda eða baksneiða þegar endarím þríkvæðra hátta er þannig gert að fyrsta lína tengist hin- um tveimur með sniðrími. Hér má taka sem dæmi vísu Páls Ólafssonar: Sólskríkjan mín situr enn á sama steini. Hlær við sínum hjartans vini; honum Páli Ólafssyni. Rímorð í seinni braglínunum tveimur eru vini – -syni en fyrsta línan endar á orðinu steini. Hér tengir Páll línurnar með sniðrími. Þetta er rétt baksneiða (sem er þá afbrigði af braghendu, ekki sérstakur bragarháttur). Til er afbrigði sem heitir baksneiðubróðir. Þá er rímið með þeim hætti að áherslusérhljóð endarímsorðanna er það sama gegnum allar braglínurnar en endingar þeirra sömu orða eru mismunandi, eins í tveimur síðustu lín- unum, samkvæmt reglum braghendunnar, en frávikið er í fyrstu línunni. Dæmið sem Helgi sýnir er þannig (rímorðin sem tengjast um- fjölluninni eru skáletruð): Hestur festur Herjans er á haga laga; bjóðist fljóðum bragar slagur; – býður prýði fagur dagur. Endarímið er: laga/slagur/dagur; það sem rímar er lag-/dag-/slag-, en endingarnar ríma ekki utan tvær þær seinni. Aðalmunurinn á þessu afbrigði annars vegar og venjulegri bak- sneiðu hins vegar er að í baksneiðunni breytist áherslusérhljóðið en hér er áherslusérhljóðið eins, en seinna atkvæðið í tvíliðnum, það áherslulétta er, sniðrímað (sjá Helga Sigurðsson 1891:62). Um baksneiðubróður og nýhendu Úr fræðum séra Helga Sigurðssonar á Melum Leiði Sigurðar Breiðfjörð í Hólavallagarði. JR

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.