Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Qupperneq 4
4 | | 19. janúar 2023
Kæru Vestmannaeyingar
nær og fjær!
Borgarráð bauð Vestmanna-
eyjabæ að verða heiðursgestur
Menningarnætur í Reykjavík
í ágúst 2023 í tilefni af 50 ára
goslokaafmæli og langvarandi
vinatengslum bæjarfélaganna.
Undirbúningur er þegar hafinn og
mikil tilhlökkun í loftinu.
Fáir atburðir hafa styrkt tengsl
Eyja og Reykjavíkur meira en
gosið í Heimaey. Á einni nóttu
gjörbreyttist veruleiki Eyjamanna
þegar eldsumbrotin hófust og
flytja þurfti um fimm þúsund
flóttamenn, um 2,5% lands-
manna á þessum tíma, á nokkrum
klukkutímum til fastalandsins.
Reykjavík tók eðli málsins sam-
kvæmt við flestum þeirra. Þessi
giftusamlega björgunaraðgerð er
fordæmalaus í Íslandssögunni.
Til að rifja upp söguna þá
fundaði borgarráð 23. janúar
1973 og bókaði að ráðið„sendir
Bæjarstjórn Vestmannaeyja og
Vestmannaeyingum öllum sam-
úðarkveðjur vegna þeirra alvar-
legu atburða, sem nú hafa gerzt
í Vestmannaeyjum. Borgarráð
lýsir jafnframt ánægju sinni yfir
því, hversu vel hefur tekizt með
brottflutning íbúa Vestmannaeyja
og að skipulag hjálparstarfsins
skuli hafa tekizt jafn giftusam-
lega og raun ber vitni um. Hefur
skipulag almannavarna vel staðist
þessa raun, en fjöldi sjálfboða-
liða hefur í dag unnið við þetta
hjálparstarf og vill borgarráð færa
þeim sérstakar þakkir fyrir. Borg-
arráð býður þá Vestmannaeyinga,
sem til Reykjavíkur hafa komið,
velkomna til borgarinnar, þó undir
óskemmtilegum kringumstæðum
sé. Borgaryfirvöld eru reiðubúin
til allrar þeirrar aðstoðar, sem
mögulegt er að veita, til að því
fólki, sem nú dvelur hér, megi
líða sem bezt og vænta þess að
Reykvíkingar allir séu reiðubúnir
til aðstoðar.“
Borgarráð samþykkti einnig á
þessum fundi að bjóða bæjar-
stjórn Vestmannaeyja aðstöðu
í Hafnarbúðum fyrir bækistöð
og skrifstofu, endurgjaldslaust.
Hafnarbúðir urðu aðal samkomu-
staður og upplýsingamiðstöð Vest-
mannaeyinga í gosinu en Rauði
krossinn flutti einnig starfsemi
sína þangað.
Gott samstarf
Gott samstarf var á milli bæj-
arstjórnar og borgaryfirvalda á
gostímanum. Krefjandi áskoranir
voru víða, sérstaklega þegar kom
að húsnæðismálum. Oftar en ekki
opnuðu borgarbúar heimili sín og
tóku á móti einstaklingum eða
fjölskyldum. Bæði þeir sem voru
með tengsl við Eyjar og aðrir, þar
til varanlegri lausnir komu til. Alls
tók Reykjavíkurborg á móti hátt
í fimm hundruð skólabörnum á
einu bretti inn í skólakerfi borgar-
innar. Borgarráð og bæjarráð Vest-
mannaeyja funduðu saman 13.
febrúar 1973 og fyrir fundinn var
lagt fram minnisblað þar sem var
að finna yfirlit yfir fyrirgreiðslu
Reykjavíkurborgar og stofnana
hennar við Vestmannaeyinga en
hún var af ýmsum toga.
Skipulag almannavarna tók
miklum breytingum í kjöl-
far eldsumbrotanna, ekki síst
samstarf þeirra við vísindamenn.
Eldgosið á Heimaey leiddi til þess
að til varð hópur vísindamanna frá
hinum ýmsum vísindastofunum
sem fékk vinnuheitið Vísindaráð
almannavarna. Hefur þessi hópur í
gegnum tíðina verið almannavörn-
um tiltækur til ráðgjafar um hina
ýmsu þætti náttúruvísinda og nátt-
úruvá sem hefur reynst ómetanleg
í öllu almannavarnastarfi.
Skírskotanir til samtímans eru
miklar. Vegna innrásar Rússa í
Úkraínu hafa ekki jafnmargir
flóttamenn hrakist frá heimilum
sínum í Evrópu frá seinni heim-
styrjöld. Þótt þessum atburðum
verði sannarlega ekki líkt saman
þá endurómar samþykkt borgar-
stjórnar um móttöku flóttafólks
vegna hinnar hörmulegu innrásar í
Úkraínu andann í bókun borg-
arráðs vegna Vestmannaeyja-
gossins. Ísland hefur aldrei tekið
á móti jafnmörgu flóttafólki og
síðasta ár erlendis frá. Líkt og
áður er Reykjavík í forystu en
mikilvægt er að öll sveitarfélög
leggist sameiginlega á árar. Allir
Eyjamenn sem upplifðu þessa
örlagaríku nótt fyrir hálfri öld
hafa einstæða sögu að segja.
Gosminjasafnið Eldheimar í
Vestmannaeyjum er afar áhrifaríkt
og geymir mikla sögu. Heimildir
um eldgosið eru í útvarps- og
sjónvarpsviðtölum víða um heim,
prentmiðlum, vísindagreinum
o.fl. En vonandi kemur að því
að heildstæð útgáfa verði tekin
saman um sögu Vestmannaeyja-
gossins.
Reykjavíkurborg býður Vest-
mannaeyinga nær og fjær hjartan-
lega velkomna á Menningarnótt
Reykjavíkurborgar 2023.
Ágætu Eyjamenn,
landsmenn allir.
Við minnumst þess nú saman
að hálf öld er liðin frá hamför-
um sem dundu yfir byggðina á
Heimaey. Eldgos hófst öllum að
óvörum. Á einni nóttu og fram
eftir degi tókst að forða íbúum frá
þeirri ógn sem vofði yfir. Mildi
var að vel viðraði þar og þá, flot-
inn í höfn og flóttinn gekk vel.
Frá upphafi gætti þess eindregna
vilja að þau sem það vildu myndu
snúa aftur, að líf myndi aftur
ganga sinn vanagang í mikilvægri
verstöð, mikilvægum bæ. Allan
þann tíma sem gosið geisaði var
barist við ógnvaldinn. Vissulega
var tjónið gríðarlegt en dugn-
aðarforkar björguðu þó því sem
bjargað varð.
Hinn mikla örlagadag fyrir
fimmtíu árum mælti forseti Ís-
lands til Eyjamanna og þjóðarinn-
ar allrar. Kristján Eldjárn lét í ljós
þá skýru von að mannlíf myndi
aftur blómgast í Vestmannaeyjum.
Hann minnti líka á þann einhug
sem við Íslendingar búum yfir
þegar að okkur er sótt, þegar
nauðsyn krefur að fólkið í landinu
standi saman. „Það þarf minna en
þessi ósköp,“ sagði forseti, „til að
Íslendingar finni að þessi fámenna
þjóð er líkust stórri fjölskyldu sem
veit að það sem á einn er lagt, það
er lagt á alla.“
Þessi orð eru enn í góðu gildi.
Gosinu lauk og því munum við
fagna með virktum í sumar. Fólk
sneri margt til baka og í Eyjum er
sem fyrr öflugt samfélag. Nábýlið
við náttúruöflin er óbreytt en nú
ættum við að vera betur búin und-
ir hvers kyns vá. Því ráða vísindi
og aukin þekking en sem fyrr
skipta eining og djörfung sköpum
þegar vandi steðjar að.
Íbúar þessa lands munu aldrei
gleyma þeim hremmingum sem
dundu yfir á Heimaey fyrir hálfri
öld. Gleymum ekki heldur þeirri
samstöðu sem þjóðin sýndi þá
og gleymum ekki atbeina allra
þeirra sem lögðu svo mikið á sig
við björgunarstörf og endurreisn
byggðar á eyjunni fögru.
Ávarp forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson
Stöndum saman þegar nauðsyn krefur
Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson
Reykjavík og Vestmannaeyjar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.