Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Qupperneq 9
19. janúar 2023 | | 9
Eyjamenn, sem komnir eru
nokkuð yfir 50 ár í aldri, muna
nær allir hvar þeir voru gosnóttina
ægilegu 23. jan. 1973, hvernig
hún leið og hvað þeir tóku sér
fyrir hendur næstu daga. Þetta á
við bæði um þá sem staddir voru
í Vestmannaeyjum nóttina örlaga-
ríku og líka hina sem voru annars
staðar, við vinnu eða í skóla í
Reykjavík eða erlendis. Margar
slíkar frásagnir eru til, munnlegar
og skriflegar.
Óvæntur atburður og óvissa
Stilling og æðruleysi Eyjamanna
þessa nótt var einstætt, um það
eru allir sammála sem í Eyjum
voru. Enginn tapaði sér en margir
voru dofnir, sumir hræddir. Fáir
hugsuðu skýrt hvað skynsam-
legast væri að gera, svo sem
hvað skyldi hafa með sér er þeir
yfirgæfu hús sín. Ekki nema von,
svo óvænt var eldgosið austan í
Helgafelli, örskammt frá byggð,
og enginn vissi þá hvað biði Vest-
manneyinga, hvort þeir kæmust
heim næsta dag, eða kannski
aldrei, hvort eigum þeirra mætti
bjarga eða ekki. Og alger óvissa
var þá um hvort gosið yrði langt
eða stutt, háskalegt eða hættu-
laust.
Gosið breytti öllu í Eyjum
Gosið raskaði byggðinni og lífi
allra Eyjamanna. Meirihlutinn
sneri aftur heim, nokkrir fljót-
lega, aðrir seinna en sumir aldrei
þótt gosinu lyki og búið væri að
hreinsa bæinn að mestu leyti.
Röskur þriðjungur af um 5200
íbúum settist að annars staðar,
ekki síst Austurbæingar. Margir
sem sneru aftur gátu gengið að
eignum sínum, í misjöfnu ástandi
þó, en aðrir, sem misstu hús sín,
fluttu sig til innan bæjar eða
byggðu sér ný hús vestur á eyju.
Nýtt fólk flutti líka í bæinn eftir
gosið.
Sögur af gosnóttinni
Frásagnir af gosnóttinni eru
allar áhugaverðar. Atburðurinn
var svo átakanlegur að þannig
hlýtur það að vera. Sumar sögur
eru mergjaðar og hrífa hlustand-
ann eða lesandann. Margar eru
áþekkar því að leið flestra var hin
sama: niður á bryggju og með
bátunum í Þorlákshöfn og þaðan í
rútu til Reykjavíkur. En hver saga
hefur sinn blæ og segir jafnframt
eitthvað um sögumanninn og
mennskt eðli við svo ógnvekjandi
aðstæður.
Einn flokkur gossagna er af þeim
Vestmanneyingum sem dvöld-
ust erlendis þessa nótt og fengu
fregnir af gosinu og ástvinum
sínum eftir ýmsum leiðum, seint
eða snemma, oft meira og minna
brenglaðar, og urðu sumir hverjir
fyrir verulegu áfalli. Fjarskipti
voru þá fábrotin á nútímavísu,
hvorki farsímar né snjalltæki.
Hefði sú tækni verið komin
1973 hefðu allir fengið fregnir
af gosinu um leið, með hljóði og
mynd, hvar sem þeir voru staddir
á jarðarkringlunni, áreiðanlegar
fréttir um að allir hefðu bjargast.
Í þennan flokk gossagna mætti
safna meira efni, sem er með
vissu óskráð enn, því að þær sýna
flestar hve sterk tengsl margt
Eyjafólk hafði, og hefur enn, við
heimabyggð sína.
Úti á miðju Kyrrahafi
Ein áhrifamesta frásögnin af
þessu tagi er af skipshöfninni á
Vestmannaey VE 54. Gosnóttina
var hún á heimleið frá Japan með
nýjan togara Bergs-Hugins, stödd
á Kyrrahafi, miðja vegu milli
Hawaii og Panama, á 50 daga
siglingu sem þá var tæplega hálfn-
uð. Allir átta skipverjarnir voru
Vestmanneyingar nema einn.
Af tilviljun heyrðu þeir fyrstu
fréttir af atburðunum heima í
útvarpsstöð að kvöldi 22. jan.,
þ.e. kl. 5 eða 6 að morgni hins
23. jan. heima í Eyjum. Fréttirnar
voru óljósar í fyrstu en skýrðust
og reyndust allar úr lagi færðar,
Heimaey hefði sprungið („ex-
ploded“) og sokkið, höfnin lokast,
nokkrir menn farist o.s.frv. Má
nærri geta hvernig mönnum um
borð í Vestmannaey varð við og
leið þar til þeim bárust hálfum
sólarhring síðar sannar fregnir af
gosinu og afdrifum Eyjamanna
með viðtölum á útvarpsstöðinni
við íslenska heimildamenn. Nóg
var samt. Allir skipverjar héldu ró
sinni og sumir áttu bágt með að
trúa í fyrstu. Frásagnir skipverja
hafa birst í ýmsum blöðum en hér
er byggt á því sem Sverrir Gunn-
laugsson segir mér.
Gísli Pálsson frá Bólstað var við
háskólanám í Manchester 1973
og segir frá því í bókinni Fjallið
sem yppti öxlum (102.-105. bls.)
hvernig hann fékk fyrstu fregnir
af gosinu, og þá að eyjan væri
að klofna og sökkva í sæ, og
svo hvernig hin sanna mynd af
atburðunum skýrðist smám saman
fyrir honum næsta dag. Fleiri
frásagnir af þessu tagi eru til á
prenti.
Helgi Bernódusson:
Gosnótt í Georgíu
Eldgosið í Eyjum um miðjan dag 23. jan. 1973 eins og það blasti við Torfa Haraldssyni úr Friðarhöfn. Um sama leyti
voru greinarhöfundi í annarri heimsálfu sögð tíðindi frá Íslandi.
Það væsti ekki um Rótarý-stúdentinn í Georgíu. Greinarhöfundur við hús Matt-
ox-hjónanna sem sáu á vegum Rótarý-klúbbsins um Íslendinginn 1972-1973.
Helgi Bernódusson
AÐSEND GREIN: