Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Page 10
10 | | 19. janúar 2023
Rótarý-stúdent
Veturinn 1971-72 var ég við nám
í Háskóla Íslands en kom heim til
Eyja í jólafrí. Þriðja í jólum álp-
aðist ég á fund Rótarý-klúbbsins
sem gestur Haralds Guðnasonar
bókavarðar. Fundurinn var haldinn
á Hótel Hamri sem svo hét þá, í
Tungu (áður Magnúsarbakarí) við
Heimagötu 4. Veitingasalurinn
var áður rúmgóð íbúð Sigmundar
Andréssonar bakara og fjölskyldu
hans en ég var þar tíður gestur á
æskuárum.
Eyjólfur Pálsson skólastjóri var
forseti klúbbsins og á dagskrá
var m.a. að tilnefna stúdent úr
Eyjum sem umsækjanda um árs
námsdvöl í Georgíuríki í Banda-
ríkjunum næsta vetur á vegum
„umdæmis 692“ þar vestra. Af
einhverri rælni, og af því að ég
var á staðnum, kallaði einhver
nafn mitt. Já, því ekki það? Úr
varð og gengið var frá umsókn
minni í skrifstofu Eyjólfs í Gagn-
fræðaskólanum á gamlársdag
og nauðsynleg önnur gögn og
skírteini send með.
Leið svo og beið, ekkert fréttist
frekar fyrr en komið var fram yfir
páska 1972 að mér var tilkynnt
með símtali að umsóknin hefði
verið samþykkt og ég skyldi koma
mér vestur upp úr miðjum ágúst.
Ég hlýddi því og flaug vestur
meðan þeir sátu að tafli, Fischer
og Spassky, í Laugardalshöllinni í
Reykjavík.
Allt gekk vel og ég var skráð-
ur í lítinn einkarekinn háskóla,
LaGrange College, í litlum bæ
suðvestur af höfuðborginni
Atlanta. Þar tóku Rótarý-menn
vel á móti mér og allt gekk eins
og í sögu um haustið og fram yfir
áramót, mikið ævintýri og holl
reynsla.
Georgíuríki
Georgía var eitt þeirra 13 ríkja
sem stofnuðu Bandaríki Norð-
ur-Ameríku 1789. Það er stórt
land, hálfu stærra en Ísland,
og frjósamt, íbúar voru 1973
um 5 milljónir, en eru nú nærri
11 milljónir. Georgía telst til
Suðurríkjanna og stóð með þeim í
borgarastríðinu upp úr 1860. Það
er í „biblíubeltinu“ sem kallað er
og þar þykja menn íhaldssamir og
strangtrúaðir; kynþáttafordómar
gagnvart blökkumönnum voru enn
áberandi 1973.
Georgía er í tímabelti með öðr-
um ríkjum á Austurströndinni, þar
er „eastern standard time“ (EST
eða ET), klukkan er 5 stundum á
eftir okkar á Íslandi en 4 á sumrin.
Lexíur og kjúklingalæri
Mánudaginn 22. jan. 1973 gekk
allt eins og venjulega hjá mér
þar vestra. Helgin hafði verið
róleg. Ég fylgdist í sjónvarpi með
innsetningarathöfn endurkjörins
forseta í Washington á laugardeg-
inum 20. jan. Þá var mikið um
dýrðir í höfuðborginni Was-
hington en hvorugur þeirra sem þá
unnu embættiseiða, Nixon forseti
eða Agnew varaforseti, lyga-
laupurinn eða mútuþeginn, entust
lengi í embætti þótt kosningasigur
þeirra þá um haustið væri einn
sá glæsilegasti í sögunni. Ég
notaði sunnudaginn þessa helgi
til gönguferðar um nágrennið en
sat annars yfir lexíum mínum fyrir
vikuna.
Þennan mánudag sótti ég tíma
í þeim greinum og námskeið-
um sem ég var skráður í og sat
síðdegis við lestur og verkefni í
herbergi mínu á stúdentagarðin-
um, Broadway House, eins og
venjulega og skrafaði þess á milli
við félaga mína. Kvöldmatur var
reiddur fram fyrr en ég átti að
venjast heima, þ.e. kl. 5. Maður
var orðinn svangur aftur fyrir
svefninn. En fljótt komst á sú
venja að ég skytist með einum
vina minna, Henry Wynn, út
í sjoppu er leið á kvöld. Við
keyptum eitt kjúklingalæri hvor
og hrísgrjón á 25 cent, „quarter“
(fjórðung úr dollara). Krásina
hituðum við á prímusi sem Henry
hafði með sér að heiman frá Wa-
ycross, smábæ í Suður-Georgíu.
Roe vs. Wade
Eftir hinn snemmframreidda
kvöldmat í mötuneytinu fór
ég oftast niður í lítinn sal á 1.
hæð garðsins þar sem stúdentar
söfnuðust saman, tóku skák eða
spiluðu billjard og horfðu á kvöld-
fréttir í sjónvarpi. Þrjár stöðvar
náðu þá til alls hins víðáttumikla
lands þar vestra, NBC, ABC og
CBS. Skemmtilegast var að horfa
á CBS kl. 6.30 með hinn fræga
fréttalesara Walter Cronkite.
Þegar útsending hófst var hann
alltaf að koma sér í jakkann og
laga sig til, eflaust til þess að sýna
okkur áhorfendum hvað hann væri
óstressaður. Og ekki brást hvernig
Cronkite lauk fréttatímunum,
þennan dag eins og aðra: „And,
that‘s the way it is, Monday, Janu-
ary 22, 1973. Good night.“
Síðdegis mánudaginn 22.
jan. 1973 barst sú stórfrétt að
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði
kveðið upp einn frægasta dóm
í sögu sinni, Roe vs. Wade, um
að það væri andstætt stjórnar-
skrá að sambandsríkin bönnuðu
fóstureyðingar með lagasetningu
á ríkisþingunum. Sjónvarpsstöðv-
arnar unnu fyrir aðalfréttatíma
sína ítarlega umfjöllun um þennan
afdrifaríka dóm sem margir höfðu
beðið eftir, jafnt baráttumenn fyrir
rétti kvenna til þungunarrofs sem
andstæðingar hans; málið klauf
þjóðina þá eins og nú. Mikið
fréttaefni á ferð.
Johnson forseti deyr
Nokkru fyrir kl. 6 um kvöldið
var dagskrá sjónvarpsins rofin.
Cronkite á CBS var kominn á
skjáinn í beinni útsendingu og
enn með símtól við eyrað. „Bíddu
augnablik á línunni“ sagði hann
og lagði tólið frá sér, horfði
framan í sjónvarpsvélarnar og
sagði alvörugefinn: „Okkur bárust
rétt í þessu þær fréttir að Lyndon
Johnson, fyrrv. Bandaríkjaforseti,
hefði dáið úr hjartaslagi á búgarði
sínum í Texas síðdegis í dag.“
Johnson var þá útslitinn
maður eftir stjórnmálaþref frá
tvítugsaldri og ærulaus eftir
Víetnam-stríðið. Hann var aðeins
62 ára gamall.
Þarna var komin önnur frétta-
bomba þessa dags sem varð
okkur því minnisstæður. Andlát
forsetans fyrrverandi skyggði á
allt annað og setti dagskrána úr
skorðum. Allar þrjár stöðvarnar
voru fullar af fréttum um málið,
hver rak aðra, og allar með frétta-
auka þar sem ævi forsetans var
lýst og spekingar spjölluðu um
hverju hann hefði komið í kring
og hver eftirmælin yrðu.
Höfuðið dofnar
Ég hlustaði af lifandi áhuga á
hvert orð sem sagt var í sjón-
varpinu. Fréttaútsendingum þetta
kvöld, 22. jan. 1973, lauk ekki
fyrr en liðið var fram á 9. tímann,
en þá var klukkan að ganga tvö
að nóttu á Fróni. Hellist þá allt
í einu yfir mig slíkur doði að ég
nærri leið út af þar sem ég sat.
Máttlítill og sljór brölti ég þó upp
á herbergi eins og þungölvaður
maður og hlunkaðist ofan í rúm
og steinsofnaði, lá eins og rotaður
selur. Einmitt á sömu mínútum,
Setið yfir lexíum á stúdentagarðin-
um. Pípur voru ekki algengar í
Bandaríkjunum og þá sjaldan þær
sáust voru þær notaðar til að reykja
ýmislegt annað en tóbak.
Patsy Cannon, stærðfræði-stúdent
frá LaGrange í Georgíu. Hún sagði
greinarhöfundi óvæntar fréttir af
eldgosi á Íslandi að morgni
23. jan. 1973.
Fyrsta fréttin um eldgosið í Vestmannaeyjum birtist þegar 24. jan. 1973 í
stærsta dagblaði Georgíu, Atlanta Constitution. Þar var ýmislegt ónákvæmt
og m.a. sagt að vísindamenn óttuðust að eyja spryngi og sykki í Atlantshafið.
Henry Wynn frá Waycross í Georgíu,
samstúdent og hjálplegur félagi. Í
Georgíu féll léttur snjór einn dag í
febr. 1973 og var þá uppi fótur og fit
meðal stúdenta.