Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Qupperneq 11
19. janúar 2023 | | 11 klukkan að ganga tvö að nóttu í Vestmannaeyjum, rifnaði jörðin við Axlarstein í Helgafelli og upp úr sprungunni, sem opnaðist til norðurs og suðurs, vall glóandi hraun í báðar áttir, að sjó og að byggð. Um 10-leytið um kvöldið, þ.e. kl. 03 að íslenskum tíma, var bankað á herbergishurðina hjá mér eins og oft áður. Ég raknaði úr rotinu. Þar var kominn Henry vinur minn og spurði að venju hvort ég vildi ekki koma með sér og kærustunni, hinni víetnömsku Sam Mei teng, að kaupa kjúklingalæri. „Jú, jú, auðvitað“ sagði ég, reis upp, skvetti framan í mig og reyndi að hressa mig með teygjum og fettum. Allt fór að hætti eftir það um kvöldið. Að náttverði loknum kláraði ég lexíurnar, reiknaði og las en fór svo í háttinn. Á sama tíma, 30½° breiddargráðu norðar og 65° lengdargráðum austar, voru Vestmanneyingar að hópast niður á bryggjur og finna sér far til lands undan eldgosinu. „Heyrðir þú fréttir frá Íslandi í morgun?“ Ég var að venju á fótum nokkru fyrir kl. 7 þriðjudaginn 23. jan. 1973; lauk öllum skyldugum morgunverkum, baðferð, morgun- mat o.s.frv. Ég ákvað á miðmis- siri að taka kúrs hjá dr. Naglee í siðfræði, mér til skemmtunar og fróðleiks, en sá karl var annálaður fyrir gott viðmót sitt. Tíminn hófst kl. 8. Dr. Naglee sagðist ætla að víkja frá kennsluáætlun að þessu sinni og verja tímanum til að fjalla um Johnson forseta. Eftir tímann rölti ég svo að nýbyggingunni við Turner Hall, en þar í kennslustofu á jarðhæð átti að hefjast algebru-tími kl. 9. Nokkrir stúdentar voru þegar komnir í sæti. Ég sá mér leik á borði og tyllti mér hjá Patsy Cannon, stúlku frá LaGrange sem ég kannaðist við og við kölluðum „The Queen“. Ég sló hliðar- borðinu á stólnum upp kæru- leysislega og skellti ofan á það námsbókum og skrifblokkinni. Í því bili hallar Patsy sér að mér svo að langir ljósir lokkar hennar námu við eyra og ég fann sætan ilm. Hún hvíslaði: „Heyrðir þú fréttir frá Íslandi í morgun á NBC Today Show?“ „Ha?“ sagði ég, leit upp og framan í hana. „Nei, ég horfi aldrei á sjónvarp fyrr en á kvöldin.“ Hún leit á mig, setti aðeins í brýnnar og sagði eins og hissa: „Nei, það byrjaði þar eldgos í nótt.“ „Nú, já, er það?“ sagði ég eins og vitundin væri ekki enn vöknuð. „Hvar skyldi það hafa verið?“ „Á eyju, skammt undan meginlandinu“ sagði hún. Ég skáblíndi augum, klóraði mér í höfðinu og hugs- aði með mér: skyldi það vera í Papey? Í því bætir Patsy við: „Það var fólk þarna.“ Hvur skrattinn, hugsaði ég, Grímsey er ekki á eld- gosabelti. Og enn bætti Patsy við: „Það voru um 5 þús. manns flutt í burtu.“ Þá var eins og eldingu hefði lostið í höfuð mér og ég hrópaði: „Guð minn almáttugur! Þetta er heimabær minn! Mamma býr þar og systur mínar …“ Patsy dauðbrá. Svona hlaut gosið að vera Rétt í þessu kom Mike Searcy, prófessorinn okkar, inn í kennslu- stofuna, heyrði þá hrópin frá mér og spurði yfir hópinn: „Oh, Helgi, hvað er að?“ Ég kallaði: „Það er komið upp eldgos í heimabæ mínum á Íslandi!“ Mike brá og stúdentar litu á mig spurnaraug- um. „Hvað segir þú, Helgi? Þetta eru tíðindi. Komdu hingað upp að töflu og útskýrðu fyrir okkur hvað hefur gerst.“ Ég stóð upp, gekk að töflunni, tók upp krít og teiknaði mynd af Íslandi og talaði um eldgos og eldgosabelti. Síðan teiknaði ég aðra mynd af Helgafellskeilunni með gosi beint upp úr gígdældinni og hraunrennsli niður hlíðar fjalls- ins í átt að byggðinni. Okkur börnum og ungling- um í Eyjum var jafnan sagt að Helgafell væri eldfjall þótt það hefði haft hægt um sig í 5000 ár og væri sennilega „útdautt“. Við krakkarnir lékum okkur samt oft að þeim fjarlæga möguleika að Helgafell gysi á ný. Við bjugg- um til myndir í skólanum af Helgafelli með gosstrók upp úr gígnum. Þannig fannst mér núna að gosið hlyti að vera og brátt yrði því úti um efstu húsin og kannski alla byggðina. Stúdentunum fannst mikið um, spurðu mig nánar og sögðu svo nokkur huggunarorð eins og Bandaríkjamönnum er tamt. En svo byrjaði Mike á algebrunni. Hvað skal ég? Ég sat út tímann en hugsaði ekk- ert um algebru. Þegar honum lauk fór ég upp á herbergi mitt, lagðist niður til að jafna mig og hugsa mitt ráð. „Hvað skal til bragðs taka?“ klingdi sífellt í höfði mínu. Peningasími var á hæðinni hjá mér en vonlaust var fyrir mig að nota hann til langlínusamtala til Íslands. Eftir hádegismat ákvað ég að hafa samband við forseta Rótarý-klúbbsins og segja honum vandræði mín. Ég hringdi til hans en er ekki viss um að hann hafi skilið það sem ég sagði við hann. Eldgos? Hann kom því svo fyrir að einn klúbbfélaginn, sem litið hafði til með mér, kæmi upp í skóla til að tala við mig. Ég þekkti þann mann lítillega, hann var bankastjóri Citizen‘s & Southern Bank of West-Georgia. Þegar ég hafði gert honum grein fyrir málinu bauð hann mér að koma á skrifstofu sína í bankanum og hringja þaðan heim til Íslands. Það varð úr og ég hringdi til Laufeyjar, móðursystur minn- ar í Reykjavík, þóttist vita að einhverjir ættingjar hefðu leitað í annálað fjölskylduskjól hennar á Kleppsvegi 56. Guðjón, maður Sunnudaginn 28. jan. 1973 birti Atlanta Constitution frétt um þær fyrirætl- anir að varpa sprengjum í gíginn á Heimaey til að beina hraunrennslinu frá bænum. – Ekkert varð úr því. Gunnlaugur Ástgeirsson (í Bæ) heimsótti greinarhöfund í febrúar 1973 og sagði langþráðar fréttir af gosinu heima. Með okkur á myndinni er Debbie Eisenberg, vinkona úr hópi stúdenta. Æskuheimilið Borgarhóll skömmu áður en það brann og fór undir hraunjaðar- inn 28. mars 1973. Húsaröðin frá vinstri, Vélskólinn, Borgarhóll, Byggðarholt, Eiðar, Blátindur, hvarf undir hraunið sem stöðvaðist við Grafarholt, hægra megin á mynd. Snúrustaurinn stóð líka af sér eldgosið. Ljósm. Torfi Haraldsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.