Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Page 14
14 | | 19. janúar 2023
Guðlaugur Gíslason, bæjarfull-
trúi, bæjarstjóri og þingmaður
var í framlínunni þegar gos
hófst á Heimaey 23. janúar
1973. Guðlaugur sat ekki
auðum höndum eftir starfslok
og tók sig meðal annars til og
vélritaði upp allar fréttir á Rík-
isútvarpinu fyrsta sólarhring
gossins. Fékk allar upptökur
frá fréttastofunni og sló inn á
ritvélina sína. Afrakstur upp
á 130 síður sem Jón Haukur,
sonur Guðlaugs færði Sagn-
heimum í haust.
Eyjafréttir fengu leyfi Jóns
Hauks til að birta sýnishorn
úr samantekt Guðlaugs en í
heild eru fréttir Ríkisútvarpsins
þessar fyrstu klukkustundir
gossins mikilvæg heimild um
þann ógnaratburð sem Heima-
eyjargosið var.
Gos hafið í
Vestmannaeyjum
Þulur í morgunútvarpi: Útvarp
Reykjavík. Um klukkan tvö í nótt
hófst eldgos í Heimaey. Mikið
hraungos er úr sprungu, sem er í
brekkunni ofan við Helgafell, að-
eins ofan við byggðina. Sprungan
liggur frá Kirkjubæ og allt suður
að Skarfatanga, sem er rétt austan
við flugbrautarendann.
Og áfram er haldið: Að sögn
Sigurðar Þórarinssonar jarð-
fræðings rennur hraunið einkum
til austurs í sjó fram, rétt norðan
Flagnatanga. Sprungan er 1500
til 1800 metra löng og er samfellt
gos úr sprungunni.
Um kl. 22 í gærkvöldi urðu
menn varir við jarðskjálfta í
Vestmannaeyjum, en fæstir munu
hafa búist við því, að eldgos væri
á næsta leyti. En samkvæmt upp-
lýsingum Sigurðar Þórarinssonar
telur hann að ekki hafi gosið á
Heimaey síðustu 4000 til 5000
árin.
Fólk yfirgaf hús sín fljótlega.
Konur, börn og gamalmenni fóru
um borð í bátana í Vestmanna-
eyjahöfn, sem nú eru á leið til
lands og þyrla frá varnarliðinu
flutti sjúklinga úr sjúkrahúsinu.
Enginn er talinn í lífshættu í Eyj-
um, talið er að milli 3000 til 4000
manns hafi nú yfirgefið Heimaey
en íbúar þar munu vera milli 5000
til 6000.
Flugvélar frá Flugfélagi Íslands
fóru í nótt til Eyja og eru fyrstu
vélarnar komnar með Vestmanna-
eyinga til Reykjavíkur. Hálftómar
flugvélar eru enn á flugvellinum í
Vestmannaeyjum og eru Vest-
mannaeyingar beðnir að hraða sér
út á flugvöllinn þar sem völlurinn
verður brátt ófær. Þetta er í nýrri
orðsendingu frá Almannavörnum.
Þá hafa bátar frá Þorlákshöfn og
Grindavík farið til Vestmannaeyja
og þrjú af skipum Eimskipafélags
Íslands héldu í nótt til Eyja og
verða þar laust eftir hádegið í dag.
Almannavarnir ríkisins höfðu
samband við sjúkrahúsin í
Reykjavík, svo og öll hótelin, og
hafa beðið starfsmenn að vera við
öllu búna.
Allmargir strætisvagnar munu
flytja fólk frá Þorlákshöfn til
Reykjavíkur og er Þrengslavegur-
inn lokaður allri annarri umferð.
Vandamenn brottfluttra Vest-
mannaeyinga í Reykjavík eru
beðnir að athuga það, að ættingjar
þeirra frá Eyjum verða fluttir í Ár-
bæjarskóla og Melaskóla fyrst um
sinn. Eru vandamennirnir beðnir
að vitja ættingja sinna þar.
Allir mannflutningar til Vest-
mannaeyja eru stranglega
bannaðir og er skorað á eigendur
einkaflugvéla að fara ekki austur í
vélum sínum.
Og svo er hér orðsending frá
Landspítalanum: Von er á 30 til
40 sjúklingum til Landspítalans
frá Vestmannaeyjum. Eru allar
hjúkrunarkonur, sjúkraliðar og
annað starfsfólk, sem aðstoð getur
veitt, beðið að hafa samband við
forstöðukonu spítalans.
Almannavarnir beina þeim
tilmælum til fólks að vera ekki
að leita vandamanna sinna frá
Vestmannaeyjum. Það er búið að
flytja á milli 3000 til 4000 manns
frá Vestmannaeyjum til lands og
það er verið að flytja þetta fólk til
Reykjavíkur.
Milli 30 til 40 áætlunarbílar á
vegum sérleyfishafa eru farnir til
Þorlákshafnar til þess að flytja
þaðan Vestmannaeyinga. Það get-
ur leitt til þess, að sérleyfisferðir
í nágrenni Reykjavíkur raskist í
dag.
Þulur: - Útvarp Reykjavík.
Klukkuna vantar fjórar mínútur
í átta og Vestmannaeyingar, sem
koma til Þorkákshafnar eru beðnir
að athuga það, að þeir geta fengið
hressingu í Barnaskólanum og
matstofum Meitilsins og Glettings
áður en þeir halda til Reykjavíkur.
Öll hús í Þorlákshöfn standa þeim
raunar opin, samkvæmt upplýs-
ingum sem fréttastofan fékk núna
fyrir skömmu.
Vilhelm G. Kristinsson, frétta-
maður segir frá fundi Almanna-
varnarráðs ríkisins og skýrði frá
aðstæðum vegna eldgossins í
Vestmannaeyjum. Það var kona
í Eyjum, sem fyrst tilkynnti um
gosið og hringdi í slökkviliðið
þar sem hún hélt að eldur væri í
húsi. Þegar svo fregnir bárust um
gosið var Almannavarnarráð kvatt
saman laust fyrir kl. þrjú í nótt.
Fyrsti báturinn frá Eyjum lagði
að bryggju í Þorlákshöfn um kl.
7.20 en þá voru 37 áætlunarbílar
komnir þangað til þess að flytja
fólkið til Reykjavíkur. Um kl. sjö
var talið, að um 4000 manns hafi
verið fluttir frá Vestmannaeyjum
áleiðis til lands með skipum og
flugvélum.
Sigurður Þórarinsson
// Jarðfræðingur:
Gæti ekki haft
heppilegri stefnu
eða legu
Næst var rætt við Sigurð Þórarins-
son, jarðfræðing sem var nýkom-
inn frá Eyjum með Birni Pálssyni
flugmanni. „Þetta er heilmikið
sprungugos og sennilega mjög
svipað og gosin, sem við þekkjum
frá 1963 til 1967 (Surtseyjargos-
in). Má heita allt á þurru landi og
er þess vegna hreint flæðigos. En
Skráði allar fréttir Ríkisútvarpsins fyrsta sólarhringinn:
Góð innsýn í það sem
virkilega gerðist
Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri og Martin Tómasson í Höfn á nýja hrauninu 1973. Mynd Svavar Steingrímsson.