Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Side 18
18 | | 19. janúar 2023
23. janúar 1973
Öll starfsemi Vinnslustöðvar-
innar lagðist af og byrjað var að
flytja vélar, tæki og tól í land.
Verkið var stöðvað að undirlagi
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
Sighvats Bjarnasonar, gegn vilja
stjórnar Viðlagasjóðs.
28. maí 1973
Stjórn Vinnslustöðvarinnar kom
saman í Reykjavík og ræddi
möguleika á að hefja á ný fisk-
vinnslu á vegum fyrirtækisins í
Eyjum. Í framhaldinu var farið að
taka á móti fiski til söltunar.
23. október 1973
Fiskvinnsla til frystingar hófst á
nýjan leik í Vinnslustöðinni.
Fá orð og einföld framsetning á
miklum tíðindum og dramatískum
sviptingum á örlagatímum fyrir-
tækis og byggðarlags.
Öll helstu tæki og og vélar
Vinnslustöðvarinnar voru með
öðrum orðin fjarlægðar úr húsum
fyrirtækisins og flutt til Reykja-
víkur eftir að gosið hófst. Sighvati
framkvæmdastjóra Bjarnasyni
mislíkaði mjög ráðslagið og
framkvæmdin. Í apríl 1973 fékk
fékk hann stjórn fyrirtækisins til
að samþykkja að stöðva niðurrif
og brottflutning tækja, í and-
stöðu við stjórn hins máttuga
Viðlagasjóðs. Sighvatur taldi að
náttúruhamförum myndi linna
innan tíðar og mun fyrr yrði
unnt að koma rekstri Vinnslu-
stöðvarinnar í gang ef tæki og tól
væru þar á sínum stað frekar en í
geymslum fyrir sunnan. Bjartsýni
framkvæmdastjórans smitaði
stjórnarmenn fyrirtækisins. Strax í
maímánuði 1973 var farið að huga
að því að flytja tól og tæki aftur
heim til Eyja og taka á ný við fiski
og vinna hann þar.
Sighvatur sjálfur og Guðmunda
Torfadóttir, eiginkona hans, fluttu
búferlum frá heimili sínu í Ási í
verbúðir Vinnslustöðvarinnar og
héldu þar til nær allan gostímann.
Undir sama þaki bjuggu líka þeir
sem unnu við að bjarga verð-
mætum og ryðja vikri af þökum
Vinnslustöðvarinnar.
Fyrst um sinn var einungis
tekið á móti fiski til söltunar en
mánudagurinn 22. október 1973
markaði tímamót sem skráð eru
á spjöld Vinnslustöðvarinnar. Þá
var landað alls liðlega 10 tonnum
úr Eyjabátunum Danska Pétri,
Skuld og Hrauney til vinnslu
daginn eftir. Einhverjir hnökrar
voru í vinnsluferlinu til að byrja
með en það voru verkefni til að
leysa en ekki vesen til að pirrast
yfir. Byrjað var að flaka í vélum
fyrir hádegi og í vinnslusalnum
voru 15 stúlkur við snyrtingu og
tilheyrandi. Fiskinum var pakkað
og honum komið í frost.
Þarna fóru hjól atvinnulífsins að
snúast hægt en örugglega eins og
það myndi kallast á yfirlætislegu
viðhafnarmáli. Hér hefur orða-
lagið hins vegar raunverulega og
innihaldsríka merkingu.
Brotsjór á Þórkötlu GK varð
örlagavaldur
Víkur þá sögu til Fiskimjölsverk-
smiðjunnar sem Vinnslustöðin og
Fiskiðjan áttu í sameiningu. Har-
aldur Gíslason var skrifstofustjóri
fyrirtækisins og vel að merkja, í
framhjáhlaupi: Halli Gísla er enn
að, hálfri öld síðar, liðlega áttræð-
ur. Hann mætir á kontórinn sinn í
Vinnslustöðinni, ræðir við erlenda
kaupendur í síma og selur mjöl
og lýsi út og suður. Hann er elsti
og langreyndasti maður í sínum
bransa í allri veröldinni.
Þegar Vinnslustöðin fagnaði
sextugsafmæli árið 2006 leit
Halli Gísla um öxl og rifjaði upp
gostímann. Á vettvangi hans var
líkt farið og í Vinnslustöðinni,
stjórnendur lentu upp á kant við
Viðlagasjóð um hvað gera skyldi.
„Ég man vel eftir því að Þorsteinn
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Fiskimjölsverksmiðjunnar, var
harðákveðinn í að koma starf-
seminni aftur í gang eins fljótt
og auðið væri. Fyrirmæli voru
gefin um að flytja tæki og tól
úr fiskvinnslufyrirtækjum til
Reykjavíkur, þar á meðal úr
Fiskimjölsverkmiðjunni, en því
neituðum við og komumst upp
með það! Við fengum svo leyfi til
að hafa 20-30 starfsmenn í eynni
til að sinna björgunarstörfum en
gæta í leiðinni eigna fyrirtækis-
ins. Þar með höfðum við tæki og
mannskap til að hefja mjöl- og
fiskvinnslu ef slíkt tækifæri gæfist
á annað borð.“
Tækifærið gafst og það mun fyrr
en ætla mátti en kom ekki til
af góðu. Loðnuskipið Þórkatla
frá Grindavík fékk á sig brotsjó
skammt frá Vestmannaeyjum og
kom þar til hafnar 16. febrúar
1973 með fullfermi. Halli Gísla
rifjar áfram upp:
„Það vildi svo til að þennan dag
var stjórn Viðlagasjóðs stödd í
Vestmannaeyjum. Ég snaraðist
á hennar fund og sagði að við
vildum taka á móti farminum úr
Þórkötlu og starta bræðslunni.
Fát kom á Viðlagasjóðsmenn og
Minningabrot tengd Vinnslustöðinni og Fiskimjölsverksmiðjunni
Vonir vakna í birtu af bálinu
1. mars 1973. Gos í fullum gangi en í forgrunni sést reykur stíga upp frá Fiskimjölsverksmiðjunni. Bræðsla hafin í Eyjum!
24. febrúar 1973. Loðnu landað til bræðslu.
Fyrsta loðnan eftir gos barst til Eyja 16.
febrúar 1973.
30. maí 1973. Halli Gísla leyfði
skegginu að vaxa villt þar til síðasta
mjölfarminum var skipað út.