Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Síða 19
19. janúar 2023 | | 19 svipurinn á þeim flestum benti helst til þess að þeir teldu mig vera gjörsamlega galinn! Til allrar hamingju var þarna einn stjórnarmaður sem ég þekkti og hafði átt mikil og góð samskipti við, Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf. Hann taldi rétt að gefa okkur „séns“ og lagði til að við fengjum heimild til að gangsetja bræðsluna. Aðrir stjórn- armenn féllust á það. Þá var eftir að fá vinnsluleyfi frá stjórnvöldum fyrir sunnan og það gat orðið öllu þyngri þraut en að sannfæra stjórn Viðlagasjóðs. Þá datt mér í hug að hringja í vin minn, Þórð Þorbjarnarson, þáver- andi forstjóra Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins. Viti menn: Þórður sá til þess að við fengjum vinnsluleyfi í hvelli og hefur líklega ekki farið alveg eftir ströngustu fyrirmælum í bókinni við þá stjórnsýslu. Þar með var fyrstu hindrunum rutt úr vegi og við gangsettum vélar í Fiskimjöls- verksmiðjunni. Eitt lánið í óláninu var reyndar það að við höfðum áður byggt yfir 5.000 tonna þróarrými og gátum þannig geymt hráefnið án þess að yfir það rigndi ösku og vikri. Skemmst er svo frá að segja að við fórum að vinna úr loðnufarm- inum og tókum síðan á móti loðnu úr mörgum fleiri bátum næstu daga og vikur. Við bræddum alls 22.000 tonn og héldum uppi samfelldri vinnslu í um einn mánuð að undanskildu einu stoppi sem stafaði af því að rafveita bæjarins eyðilagðist og dísilvél Vinnslustöðvarinnar var þá notuð til að framleiða tímabundið raforku fyrir bæjar- kerfið. Menn úr okkar hópi mættu einfaldlega til vinnu í Fiski- mjölsverksmiðjunni þegar á þurfti að halda og voru að eins lengi og nauðsyn krafði. Engin stimpilklukka, bara settur kross á nafnalista við þá sem mættu og allir voru á sama kaupi. Það var með öðrum orðum rekin mjög meðvituð jafnlaunastefna hjá okkur í gosinu!“ Skeggsöfnun og velkomin gúanóbræla Það skal fylgja með að sjálf ásjóna skrifstofustjóra Fiski- mjölsverksmiðjunnar varð til vitnis um sviptingar í starfsemi fyrirtækisins á gostímanum – bókstaflega talað. Þegar byrjað var að bræða loðnuna úr Þórkötlu GK í febrúarmánuði ákvað Halli Gísla að hætta að raka sig og leyfa skegginu að vaxa villt þar til afurðunum yrði skipað út. Það gerðist fjórum mánuðum síðar eða í júní 1973. Þá fór síðasti mjölfarmurinn frá Eyjum og skrif- stofustjórinn brá rakhníf á býsna myndarlegt alskegg. Og í lokin fáein orð um óvel- komna en síðar afar velkomna „peningalykt“. Svo vildi til að sumarið fyrir gos söfnuðu konur í Vestmannaeyjum undirskriftum gegn gúanóbræl- unni sem lagði frá Fiskimjölsverk- smiðjunni yfir bæinn tímunum saman. Haraldur Gíslason tók við erindi kvennanna, sýndi því út af fyrir sig skilning en áfram var samt brætt. Fáeinum mánuðum síðar fór að gjósa og gúanóbrælan varð þá tákn um líf eftir gos. „Þegar við byrjuðum var bullandi gos í gangi en við hugsuðum ekkert um það heldur að halda vinnslunni gangandi með öllum ráðum. Við urðum nefnilega varir við það strax að gúanóreykurinn hafði gríðarlega mikil andleg áhrif á þá sem unnu að björgun í bænum og á Eyjamenn yfirleitt hvar sem þeir voru niðurkomnir á landinu. Fréttirnar um að byrjað væri að bræða í Eyjum virkuðu hreinlega eins og vítamínssprauta á mannskapinn. Vandalaust var að fá báta til að koma með hráefni til okkar og ég settist við síma á skrifstofunni í Hvíta húsinu og hringdi í föstu viðskiptavinina okkar, kaupendur mjöls og lýsis í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Hollandi. Þeim þóttu það mikil tíðindi að byrjað væri að fram- leiða hér fiskimjöl í nábýli við gjósandi eldfjall og tóku orðalaust upp viðskiptaþráðinn að nýju. Engin vandræði voru að fá báta til að landa en hins vegar var erfitt að fá fraktskip til að koma og taka mjöl og lýsi til útflutnings. Mörg- um skipstjórnarmönnum leist ekk- ert á blikuna en það hafðist samt að lokum að koma framleiðslunni úr landi. Vinnslan sjálf gekk líka áfallalaust en eina nóttina munaði minnstu að að þakið yfir vélasaln- um gæfi sig undan gosefnum. Menn tóku eftir því og settu stoðir þar snarlega undir.“ Heimildir: Vinnslustöðin 60 ára, afmælisblað 2006. // Sjötug og síung – saga Vinnslustöðvarinnar, útgefin 2016. Er eldgosið hófst í janúar 1973 lagðist öll starfsemi Vinnslu- stöðvarinnar niður um tíma og ekki þótti annað ráðlegt en að flytja fiskvinnsluvélar og tæki fyrirtækisins brott úr Eyjum. Ekki verður látið hjá líða að minnast á þátt framkvæmdastjór- ans, Sighvats Bjarnasonar, og konu hans, frú Guðmundu Torfa- dóttur, en þau fluttust búferlum af heimili sínu Ási í verbúðir Vinnslustöðvarinnar, og bjuggu þar nær óslitið allt gostímabilið ásamt starfsmönnum fyrirtæk- isins sem sáu um öskuhreinsun af þökum fyrirtækisins svo og brottflutning véla og áhalda úr fyrirtækinu. Ekki kom til þess að allar vélar fyrirtækisins væru fluttar burtu, því að framkvæmdastjórinn af sinni meðfæddu eðlisávísun og dugnaði stöðvaði brottflutninginn í andstöðu við stjórn Viðlaga- sjóðs og byrjaði að undirbúa heimflutning á þeim vélum og áhöldum, sem höfðu verið flutt í burtu. Það er síðan í framhaldi að formaður náði saman fundi í stjórn félagsins 28. maí 1973 í íbúð sinni í Reykjavík þar sem rætt var um að hefja fiskmóttöku að nýju. Í fyrstu var aðeins tekið á móti fiski til söltunar, en 23. október hófst almenn fiskvinnsla í Vinnslustöðinni að nýju. í apríl 1974 skýrði Sighvatur stjórninni frá því að hann hefði í hyggju að segja upp starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri. Sighvatur fór aldrei upp á land í gosinu. Af Heimaslóð. Tekin 23. júní 1973 í Vinnslustöð Vestmannaeyja. Sigurður Þorberg Auðunsson, vélstjóri hjá VSV, Sighvatur Bjarnason, forstjóri og Páll Zóphóníasson, bæjartæknifræðingur. Mynd Svavar Steingrímsson. Sighvatur og Guðmunda fluttu á verbúðirnar 19. mars 1973. Brætt af krafti í Fiskimjölsverksmiðjunni en gosið í rénun.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.