Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 10
10 | | 9. nóvember 2023 Það var vel mætt í Sögu og súpu í Sagnheimum á sunnudaginn þar sem Guðrún Erlingsdóttir fékk til sín gesti til að rifja upp upphafs gossins þann 23. janúar1973. Tilefnið er að í ár eru 50 ára frá goslokum. Með henni voru Marinó Sigursteins- son, Hallgrímur Tryggvason og hjónin Sólveig Adolfsdóttir og Þór Vilhjálmsson. Áður en að spjallinu kom sungu Stuðlar nokkur lög við undirleik Kittyar Kovács sem var vel við hæfi. Sjálf byrjaði Guðrún með því að lesa upp úr gosminningum Sigríðar Högna- dóttur, sem var 16 ára í gosinu. Áhugaverð frásögn ungrar stúlku sem var í Eyjum mest allt gosið við hin ýmsu störf. Val Guðrúnar á viðmælendum var ekki af handahófi því Mara og Hallgrími var ætlað að lýsa viðhorfi ungra manna í gosinu en þá voru Þór og Dollý komin með tvö börn, eins árs og sex ára. Mari fór aldrei frá Eyjum í gosinu nema skreppitúra til Reykjavíkur. Hann hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja. Meðal annars þegar hann var beðinn um að fara heim á Faxa- stíginn og ná í föt fyrir fólkið uppi á landi. Skaust heim, setti föt í tösku sem voru smóking af pabba sínum og rauður sparikjóll af mömmu. Alveg bráðnauðsynlegt við þessar aðstæður. Hallgrímur fór upp á land en svaraði kallinu þegar auglýst var eftir járniðnaðarmönnum úti í Eyjum. Hann hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja en líka því erfiða, þegar fólk horfði á húsin sín verða hrauninu að bráð. Fjölskylda Hallgríms átti hús í Grænuhlíðinni sem pabbi hans hafði byggt. Það fór undir hraun og sagði Hallgrímur að pabbi hans hefði aldrei sætt sig við það. Dollý fór að heiman með börnin tvö, tvær bleyjur og pela og um borð í Ásver VE þar sem Þór var stýrimaður. Um borð voru 180 manns og mikil sjóveiki. Versta sjóferð sem hún hefur nokkru sinni farið en aldrei hefur henni liðið verr en þegar hún stóð ein á bryggjunni í Þorlákshöfn. Ásver á leið til baka. Ekkert bakland og óvissan algjör. Flóttafólk í orðsins fyllstu merkingu. Þór sagði trúnað við útgerðina hafa verið mikla og ótrúlega en í hönd fóru tíu dagar á flutn- ingi á búslóðum frá Eyjum til lands. Á meðan urðu konurnar að bjarga sér sjálfar. Vertíðin var ágæt en samskiptin við fjölskylduna ekki mikil. Stefnan var alltaf að flytja aftur heim til Eyja og þau sjá ekki eftir því þó allt hafi verið svart þegar heim var komið og þjónusta lítil. Gott framtak hjá Guðrúnu og þakkarvert. Eitt púslið í þann mikla sagnabálk sem til varð þegar eldur kom upp á Heima- ey 1973. Sögur 5000 Eyjafólks sem í einni hendingu urðu flóttafólk í eigin landi. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi TRYGGVI Á. SIGURÐSSON Vélstjóri Vestmannaeyjum Lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum Vestmannaeyjum 31.október. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 10.nóvember kl 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða. Ólafur K. Tryggvason Björg Pétursdóttir Hallgrímur Tryggvason Ásdís Sævaldsdóttir Klara Tryggvadóttir Kristný S. Tryggvadóttir Gretar Þór Sævaldsson barnabörn og barnabarnabörn Safnahelgin sannkölluð menningarveisla Á föstudaginn í Sagnheimum kynntu Benedikt Þór Eyþórs- son, Bjarni Rúnar Kristjánsson og Breki Georg Freysson verkefnið, Húsin undir hrauni. Það hafa þeir unnið með aðstoð Frosta Gíslasonar í Fab Lab. „Þeir félagar, sem eru tíu og tólf ára gamlir eru miklir áhugamenn um húsin sem eru horfin. Þeir hanna og prenta húsin út í þrívíddarprentara af mikilli nákvæmni. Einnig upplýstu þeir gesti um íbúa, eigendur og hvað starfsemi hefði verið í húsunum,“ sagði Íris Róbertsdóttir bæjastjóri um framtak þeirra félaga. Í framhaldinu opnaði Íris sýninguna, Til hafnar sem er ljósmyndasýning af bátunum sem sigldu frá Vestmanna- eyjum aðfararnótt 23. janúar 1973. Sýningastjórar eru Joe Keys og Vala Pálsdóttir. Sýningin var hluti af framlagi Vestmannaeyjabæjar sem var heiðursgestur á menningarnótt í ágúst síðastliðnum. Húsin undir hrauni fram í dagsljósið Þessir frábæru drengir hafa fengið að njóta sín í FabLab hjá Frosta Gísla. Þeir eru Bjarni Rún- ar Kristjánsson fæddur 2013., Benedikt Þór Eyþórsson f. 2011, og Breki Georg Freysson f. 2011. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar, Til hafnar, sem Íris opnaði. Myndir Íris Róbertsdóttir. Sögur og upplifun Eyjafólks í gosinu Það var athyglisvert, stundum fyndið en líka harmþrungið að hlýða á frá- sagnir þeirra sem sátu á palli. Hallgrímur, Marinó, Guðrún, Þór og Sólveig. Stuðlar áttu sinn þátt í að gera stundina eftirminnilega. Í hópi gesta voru margir sem upplifðu gosið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.