Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Síða 8
8 | | 7. desember 2023 Í síðustu viku fékk Laxey búnað sem síar sjó og skilar hreinu vatni. Afköstin eru fimm sekúndulítrar sem gera um 430 tonn á sólar- hring. Tilviljun ræður því að sían kemur núna þegar vatnsmál Vestmannaeyja eru í sviðljósinu eftir að vatnsleiðslan frá landi skemmdist í innsiglingunni. Sjór- inn fæst úr borholum. Laxey, sem er að reisa seiðaeld- isstöð við Friðarhöfn og landeldi á laxi í Viðlagafjöru á mikið undir stöðugu rafmagni og fersku vatni. „Strax í upphafi var ákveðið að kaupa búnað til að sía sjó og varaaflstöð til að tryggja stöðugan aðgang að fersku vatni og raf- orku. Sjórinn er síaður í gegnum sand og vatninu safna í 800 m3 vatnstank sem við erum með fyrir utan seiðastöðina. Vatnið fer allt í gegnum vatnstankinn áður en það fer inn á kerfið í stöðinni. Er líka til taks ef eitthvað ber út af,“ sagði Kristín Hartmannsdóttir, verkefnastjóri hjá Laxey. „Það er okkar öryggi. Auk þess gjörnýtum við allt það vatn sem við tökum inn og fer hver dropi 500 sinnum í gegnum kerfið sem verður að teljast góð nýting. Aðeins sem seitlar út en það fer í seiruna sem síðar verður dreift sem áburði á tún. Þegar varaafl- stöðin kemur verðum við með bæði belti og axlabönd í vatni og rafmagni sem skiptir okkur öllu.“ Sjósía sem skilar 430 lítrum af fersku vatni „Fyrsta verkið er að koma í veg fyrir neyðarástand ef vatns- leiðslan fer alveg. Við erum að horfa á vatnsflutning með skipum sem er raunverulegur kostur en fullnægir aldrei vatns- þörf Vestmannaeyja að fullu. Til þess þurfum við leiðslu frá landi. Þar erum við að tala um allt atvinnulífið og þörf íbúanna fyrir vatn og hita. Staðan er sú að það er engin neyð eins og staðan er núna og við erum að leita leiða til að koma í veg fyrir að svo verði,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og aðgerðar- stjóri Almannavarna. „Það skiptir mestu að halda hitaveitu og heimilum gangandi. Þá getum við lifað bærilegu lífi en þyrftum að spara vatnið. Ekki yrði hægt að halda úti fullri vinnslu en ég er bjartsýnni í dag en í byrjun. Það er unnið á fullu við að verja leiðsluna sem skemmdist og leita annarra kosta. Koma margir að borðinu, m.a. var á annan tug kafara að festa leiðsl- una til að verja hana núningi. Möguleiki númer tvö er vatns- framleiðsla sem ekki hefur ver- ið skoðað áður að neinni alvöru í Vestmannaeyjum. Síun úr sjó, leið sem Laxey er að fara og eimingu úr sjó. Vinnslustöðin og fleiri fyrirtæki eru að reyna að ná í fleiri síur og eru með þrjár í sigtinu. Fjórar síur geta unnið um 1700 tonn af vatni á sólarhring. Náum við þeim erum við nálægt því að sinna grunnþörfum bæjarins.“ Enn einn möguleikinn er leiðslan frá 1968, fyrsta vatns- leiðslan til Eyja sem mögulega er hægt að koma í gagnið með litlum tilkostnaði. Einnig á sama tíma er verið að kanna hvort hægt sé að gera við þá nýju til bráðabirgða. Í upphafi sögðu framleiðendur að það væri ekki hægt en hljóðið í þeim er að breytast. Allt tekur þetta tíma en verður skoðað.“ Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Eyja- maður kom við sjötta mann til Eyja í síðustu viku. Voru hér í fjóra daga og fóru yfir málin með heimamönnum. Vatnsframleiðslu, vatnsflutning og viðgerð á leiðslum. „Þetta var góð heimsókn og ég er bjartsýnni á eftir. Það eru ýmsar leiðir í stöðunni en bráðast er að tryggja að hjól atvinnulífsins haldist á fullum snúningi og við getum lifað okkar daglega lífi,“ sagði Karl Gauti. Bjartsýnni í dag en í upphafi Nú þegar 20 dagar eru frá því skemmdir urðu á vatnsleiðslunni er ljóst að ekki kemur til þess að rýma þurfi Vestmannaeyjar fari allt á versta veg. Margir hafa komið að borðinu og er verið að skoða ýmsa möguleika. Meðal annars vinnslu vatns úr sjó, flutning á vatni til Eyja, bráðabirgðaviðgerð á leiðslunni og hvort hægt er að koma lögninni frá 1968 í gagnið. NEÐANSJÁVARVATNSLEIÐSLA III Leiðslan er framleidd af danska fyr- irtækinu NKT Flexibles). Leiðslan er 12,566 km löng. Leiðslan er 8 tomm- ur í þvermál (203mm). Leiðslan er gerð til að þola 70 bar þrýsting. Þyngd leiðslunnar 1.218.485,40 kg. Þann 7. júlí 2008 var neðansjávar- vatnsleiðslan lögð milli lands og Eyja með kapalskipinu Henry P. Lading. NEÐANSJÁVARVATNSLEIÐSLA I Leiðslan er framleidd af danska fyrir- tækinu Nordisk Kabel & Traadfabrik (NKT). Leiðslan er 12,9 km löng. Leiðslan er 4 tommur í þvermál (102mm). Leiðslan er gerð til að þola 70 bar þrýsting. Þann 17. júlí 1968 var neðansjávar- vatnsleiðslan lögð milli lands og Eyja með kapalskipinu Henry P. Lading. Vatnsleiðslan Ýmsir kostir í stöðunni Karl Gauti Hjaltason, lögreglu- stjóri í Vestmannaeyjum og aðgerðarstjóri Almannavarna. Samantekt: Ómar og Sindri

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.