Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Page 9
7. desember 2023 | | 9 „Við horfum m.a. til þess að geta síað sjó og höfum góða von um að það geti gengið og leysi bráðasta vandann fari allt á versta veg,“ sagði Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélags um stöðuna í vatnsmálum Eyjanna. Athyglin hefur m.a. beinst að vatnsleiðslunni frá 1968 og hvort hún sé ennþá nothæf. „Maður veit ekki hvort hún myndi duga fyrir topploðnu- vertíð en stóra málið núna er að vatnslögnin er að skila sínu. Við höfum reyndar ekki feng- ið alvöru suðaustan veður sem gæti reynt verulega á leiðsluna. Ég er samt ágætlega bjartsýnn og vinnubrögð Almannavarna eru mjög fagleg. Fólk þar á bæ horfir ekki bara á eina lausn heldur skoðar á sama tíma allar aðrar mögulegar lausnir sem tryggir að við fáum niðurstöðu sem fyrst. Við erum með upp- sjávarskip sem geta borið 3000 rúmmetra af vatni. Ætli Elliði (bæjarstjóri í Þorlákshöfn) væri ekki til í að bjarga okkur með vatn ef til þess kæmi, vatns- kóngur Íslands. Ef það gengur verða ekki vandræði með að dæla vatninu í land því öll uppsjávarskipin eru með mjög öflugar dælur,“ sagði Stefán. Vatnsleiðslan er að skila sínu „Við erum að reyna að reyna að leita allra lausna sem við getum hugsað okkur til bregðast við vatnsskorti eða takmörkun á vatni,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Við erum að reyna að kaupa gámaeiningar sem geta sía salt úr sjó þannig að við fáum vatn. Það er besta lausnin sem við sjáum í augnablikinu. Vonandi tekst okkur að tryggja það. Þá erum við að skoða alla möguleika á að nota sjó í stað vatns. Það gengur í mörgum tilvikum en alls ekki öllum. Við getum t.d. ekki nýtt sjó í fiski- mjölsverksmiðjunni. Við erum að velta fyrir okkur öllum möguleik- um og allar hugmyndir eru vel þegnar.“ Allar hugmyndir vel þegnar „Enn er staðan sú að leiðslan get- ur farið í sundur hvenær sem er – en við eigum hugsanlega fleiri leiki í þeirri stöðu en á horfðiðst í byrjun. Að því leyti er útlitið bjartara nú en okkur sýndist það vera strax eftir óhappið. Við vonum auðvitað að leiðslan haldi þangað til ný verður lögð en búum okkur undir að hún geri það ekki. Um þetta gildir gamla heilræðið um að vona það besta en vera undirbúinn því versta!,“ sagði Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í samtali við Eyjafréttir. Ýmsir möguleikar Hann segir fyrstu viðbrögð til bráðabirgða sem verið er að undirbúa og kanna til hlítar eru einkum þessi: bráðabirgðavið- gerð á aðalleiðslunni sem fælist í að skeyta við hana nýrri plastlögn austan við Klettsvík og taka hana á land í Gjábakkafjöru; kanna stöðuna á gömlu leiðslunni frá 1968 ef hún kynni að vera nothæf til bráðabirgða með viðgerðum og viðbótum; taka í notkun skilj- ur/síur sem búa til vatn úr sjó. „Ein slík er komin til landsins á vegum Laxeyjar og Vinnslustöðin og Ísfélagið hafa ákveðið að festa kaup á 2-3 til viðbótar. Þessar skiljur hafa hver um sig afkasta- getu upp á 500-600 tonn af vatni á sólarhring. Loks er verið að undirbúa stórfelldan flutning á vatni til Eyja með tankskipum og gámum ef á þarf að halda.“ Hann segir allar þessar aðgerðir hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist þótt vatnsleiðslan gefi sig og forða því að það þurfi að rýma bæinn. Ein varanleg lausn „Varanleg lausn felst svo auðvit- að í nýrri vatnslögn og nú liggur fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um flýta fjárveitingu til hennar um eitt ár þannig að hún verði lögð næsta sumar en ekki 2025 eins og áætlað var. Nú er unnið hörðum höndum að því að svo megi verða.“ Páll sagði að endingu bæjaryfir- völd vinna náið og þétt með Al- mannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra og aðgerðastjórn í þessum málum og bæjarstjórn fól Írisi Róbertsdóttur, Páli og Eyþóri Harðarsyni að leiða þá vinnu. Allt gert til að koma í veg fyrir rýmingu Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélags. - hluti af samfélaginu síðan 1974 ERTU EKKI ÖRUGGLEGA Í ÁSKRIFT? Það er einfalt að gerast áskrifandi á eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.