Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Page 10
10 | | 7. desember 2023 Bílaáhugamenn í Vestmanna- eyjum eru fjölmargir, þegar talið berst að rafbílaáhuga- mönnum aftur á móti er eitt nafn sem kemur fyrst upp í hugann. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Davíð Guð- mundsson eða Davíð í Tölvun eins og hann er betur þekktur. Aldrei aftur bensínhák Hann segist alltaf hafa verið mikill bílaáhugamaður. „Ég, eins og flestir á mínum aldri beið eftir ökuskírteininu á miðnætti 17 ára afmælisdagsins. Minn fyrsti bíll var hinsvegar Vauxhall Viva, sem ég lærði mikið af við að brasa í. Ég hef átt bæði japanska sparneytna bíla og svo einnig ameríska eyðslumikla bíla. Átti t.d. mjög skemmtilegan Dodge Durango jeppa sem eyddi 44 lítrum á hundraði í innanbæj- arakstrinum hér heima. Það tók í budduna og þegar ég losaði mig við hann, þá hét ég því að fara aldrei aftur þá leið. Fékk fyrstu Tesluna í Eyjum Hvenær sástu fyrst fyrir þér að eignast rafbíl? „Ég er rafmagns- verkfræðingur að mennt, með M.Sc.E.E. gráðu á veikstraum- ssviði. Mitt fyrsta verkefni í háskólanum í Álaborg í Dan- mörku var t.d. að kanna fýsileika á ölduvirkjun á vesturströnd Jótlands. Ég hef fylgst með Tesla frá upphafi, þegar þeir komu fram með rándýra Tesla Roadster bílinn 2008 og svo 2012 með fjöldaframleidda Model S bílinn sem boðaði byltingu í rafbílagerð. Model S kostaði á bilinu 15-20 milljónir og því ekki á allra færi. Eftir það tók við biðin langa eftir Teslu á viðráðanlegu verði eins og Elon Musk, aðaleigandi TESLA hafði lofað. Árið 2017 var hægt að leggja inn pöntun og 3 árum síðar fékk ég draumabílinn Tesla Model 3.“ Um var að ræða fyrstu Tesluna í Vestmannaeyjum og er óhætt að segja að Davíð hafi verið ánægður með gripinn. „Í byrjun september 2021 skipti ég svo yfir í Tesla Model Y og seldi Hjalta Enok ökukennara Model 3 bílinn, þannig að ungmenni Eyjanna geta nú lært á nýjustu rafbílatæknina.“ Kína að taka yfir markaðinn Davíð segist fylgjast vel með því hvað er að gerast í þessum rafbílaheimi og þar sé ýmislegt spennandi að gerast. „Þessi geiri er afar spennandi og gríðarlega margt að gerast. Því miður virðast stóru framleiðendurnir vera að sitja eftir, svipað og gerðist þegar japönsku sparneytnu bílarnir yfirtóku markaðinn. Nú sitja þeir eftir ásamt risunum vestan hafs og í Evrópu, því nú eru það kín- verjarnir sem eru að taka völdin. Í Kína eru yfir 300 rafbílafram- leiðendur og er sá stærsti, BYD, farinn að narta í hæla TESLA, hvað fjöldann varðar.“ Bíllinn smíðaður utan um tölvuna Davíð segir þó að Tesla hafi yfir- burði í þessum geira. „Tesla er að sjálfsögðu í forystu og eru lengst komnir hvað varðar tækni og öryggi bílanna, en allar tegund- ir Tesla bíla hafa fengið hæstu öryggiseinkunn eftirlitsstofnana. Nálgun TESLA var að byggja bíl utan um tölvu og rafhlöðu, en ekki að skipta bílvél út fyrir raf- mótora. T.d. er tölvan í venjulegri Teslu það fyrsta sem fer í grind bílsins og svo fylgist tölvan með öllu framleiðsluferlinu og lætur vita ef eitthvað fer úrskeiðis. Tölvan í Teslubílum er það öflug að hún framkvæmir fleiri aðgerðir á sekúndu, eða 10 TeraFLOPS (10.000.000.000.000 Floating Point Operations per second) sem Með rafbíladellu „Drottningarnar“ segir Davíð og á að sjálfsögðu við Tesluna og Suðurey. ” Þessi geiri er afar spennandi og gríðarlega margt að gerast. Því miður virðast stóru framleiðendurnir vera að sitja eftir, svipað og gerðist þegar japönsku sparneytnu bílarnir yfirtóku markaðinn. Nú sitja þeir eftir ásamt risunum vestan hafs og í Evrópu, því nú eru það kínverjarnir sem eru að taka völdin. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.