Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Side 15
7. desember 2023 | | 15 ÍBÚÐ Í SÓLHLÍÐ FYRIR ELDRI BORGARA Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknar íbúð eldri borgara við Sólhlíð 19. Íbúðin er 52,6 fm. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Umsóknarfrestur er til 17. desember nk. Sótt er um rafrænt inn á Mínar síður á vestmannaeyjar.is en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað í þjónustuveri Fjölskyldu -og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23. Umsóknum og fylgigögnum skal einnig skilað þangað. Eldri umsóknir óskast staðfestar. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488- 2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is. Það var slegið upp veislu í Laxey í síðustu viku þegar því var fagnað að fyrstu hrognin eru komin í hús og skrifstofur að verða klárar. Þangað mættu eigendur, starfsfólk og fulltrúar fyrirtækja sem komið hafa að verkinu, alls um 100 manns. „Í dag var stór dagur hjá okkur í Laxey. Við tókum á móti fyrstu hrognunum frá Benchmark. Þrír fulltrúar frá Benchmark komu til okkar og afhentu hrognin. Það var mikill spenningur og gleði hjá okkar fólki í allan dag enda stór- um áfanga náð,“ segir á heimasíðu Laxeyjar. Stórum áfanga fagnað Forseti bæjarstjórnar Páll Magnússon afhenti Sigurjóni Óskarssyni fulltrúa eigenda myndarlegan blómvönd frá bæjarstjórn af tilefni tímamótanna. Myndir Laxey. Sigurjón Óskarsson og fjölskylda. Um 100 manns mættu í hófið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.