Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Page 16
16 | | 7. desember 2023 Óskar Elías Óskarsson er fædd- ur árið 1955 í Vestmannaeyj- um. Eiginkona hans er Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir og saman eiga þau Hreiðar Örn Zoega Óskarsson og Óskar Elías Zoega Óskarsson. Óskar Elías tók við rekstri Áhaldaleigunnar 1984 en fyrir- tækið var upphaflega stofnað árið 1971. Óskar Elías hefur rekið Áhaldaleiguna ehf. frá árinu 1984, þegar hann tók við af bróður sín- um Ármanni Halldóri Óskarssyni heitnum. Áhaldaleigan hefur þó tekið hinum ýmsum breytingum síðan þá og verkefnin eftir því. Í fyrstu gekk reksturinn að mestu út á tækjaleigu, malarnám, kjarna- borun, sögun og ýmis stór og smá verkefni sem komu að breytingum og uppbyggingu á húsnæði. Á þeim tíma var Óskar með fleiri einstaklinga í vinnu hjá sér. „Ég ætlaði bara að prufa þetta í þrjú til fimm ár en ég er hér enn.“ Áhaldaleigan hefur verið í því formi eins og hún er í dag síðan 1998 þegar Óskar byrjaði með hjólbarðaþjónustu. „Tímarnir breytast og mig vantaði meira að gera, því ákvað ég að fara út í dekkin.“ Og að því sögðu fagnar Óskar því 25 ára hjólbarðaþjón- ustu í ár. Þróunin í takt við samfélagið Fyrirtækið hefur vaxið frá ári til árs. „Allt er orðið mikið þróaðara líkt og annað í samfélaginu. Tæk- in eru orðin fleiri og fullkomnari og dekkin miklu betri. Þegar ég byrjaði var algengast að dekkin væru 12-15 tommu en í dag er algengast að dekkin séu frá 17-24 tommu. Vinnan verður erfiðari fyrir vikið, þetta var miklu léttara þegar ég byrjaði.“ Áhugavert er að segja frá því að þegar Óskar tók bílprófið fyrir gos voru 500-600 ökutæki skráð í Vestmannaeyjum en í dag eru yfir 3.000 ökutæki skráð. „Það er bíll á næstum hverju einasta heimili og á mörg- um hverjum fleiri en einn.“´ Í slíkri álags vinnu segir Óskar sig heppinn að vera við góða heilsu og í frítíma er hann dugleg- ur að stunda reglulega hreyfingu, svo sem badminton, sund og karlaleikfimi. Dekkjavertíð hafin Dekkjavertíð er háannatími hjá Óskari og stendur hún yfir í um það bil tvo mánuði tvisvar á ári. „ Þá er ég mættur eldsnemma og vinn fram á kvöld, þetta er mikil törn.” Að öðru leyti er þetta heilsársvinna þar sem hann leigir út ýmis konar smátæki í iðnað, loftpressu og vinnupalla. Einnig er hann með hjólaviðgerðir og varahluti fyrir hjól, ásamt bíla hreinsivörum og fleira. Aðspurður hvenær hann ætli að hætta segir hann: „Ég ætla að reyna að halda upp á 30 ára starfs- afmæli hjólbarðaþjónustunnar, þetta er bara óskrifað blað.” Segist hann gera sitt besta til að bjóða upp á góða þjónustu og að lokum vill hann koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina fyrir þolinmæði og trygga þjónustu. Gólfið ný steypt. Nýlega var Áhaldaleigan máluð og nýtt járn sett á hluta af húsinu. Einnig hefur Óskar staðið í framkvæmdum inni, endurnýjun á tækjabúnaði og stærsti hluti gólfsins nýsteyptur. Glæsileg breyting á húsnæðinu. Óskar Elías ásamt barnabarninu sínu Bríeti Ósk. Fagnar 25 ára hjólbarðaþjónustu ” Ég ætlaði bara að prufa þetta í þrjú til fimm ár en ég er hér enn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.