Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 17
7. desember 2023 | | 17 “Það er alltaf gaman að koma til Eyja og hitta áhugasama viðskiptavini hvort sem þeir eru núverandi viðskiptavinir eða nýir kaupendur” segja þeir Toyota- menn. Það er alltaf að bætast í vöru- línuna og nýjustu viðbæturnar sem eru rafmagnaðir sendibílar og jepplingar eru farnir að sjást á götum Vestmannaeyjabæjar. Þess- ir nýju bílar eru bZ4X, Proace City EV og Proace EV, skemmti- legir 100% rafdrifnir bílar sem eru í boði í fjölda útfærsla sem henta vel einstaklingum sem og fyrirtækjaeigendum. “Við erum með áætlun um að heimsækja Vestmannaeyjar á komandi ári og halda áfram að kynna vörulínuna okkar sem tekur sífelldum og áhugaverðum breytingum” Þjónustudeildin hjá Toyota Kauptúni er búin að mæta í tvígang með sérsniðnar þjónustu- herferðir fyrir Eyjamenn og kon- ur. Þessar herferðir hafa gengið ljómandi vel og móttökurnar hafa verið skínandi góðar. “Við höfum haft aðstöðu hjá Nethamri og tekið á móti við- skiptavinum þar. Við vorum eina viku á staðnum og tilkynntum herferðir með góð- um fyrirvara þannig að einfalt og þægilegt var að panta tíma.” Þrír til fjórir starfsmenn mættu til Eyja og tóku um 50 bíla í þjón- ustu í hvert skipti. Við leggjum áherslu á smurþjónustu, þjónustu- skoðanir og minni viðgerðir ásamt öðrum verkefnum. Toyota ætlar að halda þessu áfram og veita Vestmanneyingum þjónustu þar sem ekki er viður- kenndur þjónustuaðili á staðnum sem þessir viðskiptavinir geta leitað til. Stefnan er að mæta með reglulegu millibili og þjónusta viðskiptavini Toyota í Eyjum sem hafa tekið þessu verkefni mjög vel. Þjónusta Toyota Kauptúni við Eyjamenn: Þjónustuherferðir og nýjustu Toyotabílarnir Á myndinni eru frá vinstri: Bjarki Hrannar Bragason, Þorsteinn Jónsson og Svavar Magnússon. Á síðasta ári ferðuðust 412.857 farþegar með Herjólfi milli lands og Eyja sem var met ár í flutning- um hjá félaginu. Það er þó líklegt að það met verði slegið á þessu ári því á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 386.395 farþegar milli lands og Eyja. Fréttir af farþega- fjölda í Herjólfi eru fastur liður í fréttum tengdum Vestmannaeyj- um. Sjaldnar berast fréttir af því hversu margir bílar eða flutninga- vagnar eru fluttir með Herjólfi. Þar sem bílar eru meginþema þessa blaðs ákváðum við að kafa nánar í þessi mál. Metár í bílaflutningum Hörður Orri Grettisson fram- kvæmdastjóri Herjólfs deildi með okkur upplýsingum um bílafjölda í Herjólfi frá árinu 2020 auk þess að svara nokkrum spurningum. Fljótt á litið fylgir þróun bíla- fjölda í Herjólfi nokkurn veginn fjölda farþega í skipinu. Árið 2022 var það stærsta í bílaflutningum þar sem 112.863 bílar voru fluttir með Herjólfi til að setja þetta í eitthvað samhengi þá eru sam- kvæmt samgöngustofu 249.658 fólksbifreiðar í umferð á Íslandi. Herjólfur flutti 107.904 bíla árið 2021 og 82.498 árið 2020. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs voru fluttir 99.182 bílar það er því ljóst að það stefnir í met ár í flutt- um bílum líka á þessu ári. Þess má geta að inni í þessari tölu eru ekki vagnar og flutningabílar, þeir hafa verið um hálft sjötta þúsund síðustu tvö árin. Fimmtíu þúsund á vegum heimamanna Hörður sagði aðspurður ekki hafa nákvæma tölu um það hversu stór hluti þessara bíla væru heima- menn það er að segja pantaðir með afslætti. „Þetta er mjög svipuð tala síðustu ár um 50.000 bílar á hverju ári sem eru á vegum heimamanna.“ Það gerir tæplega helming þeirra bíla sem eru fluttir með skipinu. Þær upplýsingar fengust hjá Samgöngustofu að í Vestmannaeyjum eru skráðar 2.264 fólksbifreiðar. Samkvæmt þessum upplýsingum fer hver fólksbíll í Vestmannaeyjum að meðaltali um 22 ferðir á ári með Herjólfi eða 11 túra fram og til baka með skipinu. Á meðan þú lesandi góður ferð yfir það í hug- anum hvað þú ert búinn að fara margar ferðir á þessu ári skaltu hafa það í huga að þó nokkuð af fólksbílum yfirgefa malbikið í Vestmannaeyjum aldrei. Bíladekkið er flöskuháls Það er nokkuð ljóst að rétt eins og í farþegaflutningum er mikill munur milli mánaða hvað varðar flutninga á bílum. Stærsti mánuðurinn í bílaflutningum hjá Herjólfi síðustu ár var júlí á þessu ári þegar 19.497 bílar voru fluttir með Herjólfi. Í gögnunum má enn fremur sjá að umsvifam- innsti mánuðurinn á bíladekkinu var í apríl 2020 þegar fluttir voru 2.435 bílar með skipinu. Hörð- ur segir nýtingu á bíladekkinu eðlilega vera mjög misjafna milli mánaða. „Staðan er samt þannig yfir sumartímann að bíladekkið er flöskuháls, bíladekkið er mjög oft uppselt með tilheyrandi biðlist- um á meðan það er laust pláss fyrir farþega. Við finnum það á ferðamönnum að það truflar þá marga hverja að þurfa að skilja bílinn eftir þó að við reynum að leiðbeina þeim með það að hér þurfi ekki að hafa bíl til að komast á milli staða í Vestmannaeyjum.“ Tækifæri í almenningssam- göngum yfir sumarið Það er áhugavert ef kafað er nánar í gögnin að árið 2020 voru tæplega þrír farþegar á hvern bíl að meðaltali yfir árið. Sú tala hefur hækkað stöðugt og er svo komið að á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 voru um 3,9 farþegar á hvern bíl eða næstum því 30% betri nýting á hverjum fluttum bíl. Hörður segir þó að enn þurfi að gera betur. „Ég held að við sem samfélag þurfum yfir sumartí- mann að markaðssetja og koma því vel til skila að auðvelt sé að skilja bílinn eftir í Landeyjum og um leið að auka þjónustu í Eyjum fyrir þá sem eru ekki á bíl. Í því samhengi held ég að það sé tækifæri í einhverskonar almenn- ingssamgöngum hér í Eyjum yfir sumarið.“ Meðal Eyjabíll fer 22 ferðir á ári

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.