Stuðlaberg - 01.06.2014, Blaðsíða 5

Stuðlaberg - 01.06.2014, Blaðsíða 5
STUÐLABERG 1/2014 5 Laugardaginn 12. apríl efndu skáld til upplestrarhátíðar í Háskólabíói undir heitinu Hin svokölluðu skáld. Uppákoman á rætur sínar nokkra áratugi aftur í tímann, í janúar 1976, þegar Listaskáldin vondu lásu upp á þessum sama stað við mikinn fögnuð, aðsókn og eftirtekt. Ætlunin var að endurtaka leikinn, en nú með öfugum formerkjum, ef svo má að orði komast. Að þessu sinni voru á ferðinni skáld sem yrkja hefðbundið og gjörningurinn snerist um að endurvekja hið hefðbundna ljóð sem höfundarnir telja að hafi verið sett til hliðar og ekki notið sannmælis. Bjarki Karlsson, ljóðskáld, er öðrum frem- ur í forsvari fyrir hópinn. Hann lýsir tildrög- unum svo: Hin svokölluðu skáld Upplestur í Háskólabíói í apríl „Mér hefur stundum fundist fjallað um mig og bók mína, Árleysi alda, á þann veg að þarna væri loksins kominn fram einhver sem kynni að yrkja undir bragarháttum og það hefði ekki gerst áratugum saman. Ég vilda sýna fram á hve rangt það er. Nú er hægur vandi að tína til hóp landsþekktra skálda sem þannig yrkir og hefur vakið athygli fyrir það. Í stað þess að hóa því góða fólki saman fannst mér forvitnilegra að kynna til sögunnar fólk sem fæst við hátt- bundnar yrkingar en er ýmist ekki þekkt eða betur þekkt fyrir annað. Það var markmiðið með uppákomunni og þetta sjónarmið skýrir að einhverju leyti valið á þeim sem lásu,“ segir Bjarki og getur þess að undirbúningurinn hafi verið tímafrekur og erfiður. Á myndinni eru talið frá vinstri: Örlygur Ben., Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Sigurður Karls- son (kynnir), Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, Snæbjörn Ragnarsson, Sigrún Haraldsdótt- ir, Þórunn Erlu Valdimarsdóttir, Eva Hauksdóttir, Davíð Þór Jónsson, Valdimar Tómasson, Bjarki Karlsson. Ra gn hi ld ur A ða ls te in sd ótt ir

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.