Stuðlaberg - 01.06.2014, Blaðsíða 17

Stuðlaberg - 01.06.2014, Blaðsíða 17
STUÐLABERG 1/2014 17 Hagyrðingamót var haldið á staðnum. Þar voru mættir á pallinn þeir Ómar Ragnarsson, séra Hjálmar Jónsson, Bjarki Karlsson og Helgi Zimsen. Auðvitað var spurt um elliglöpin. Séra Hjálmar orti: Þó að mæði minnistöp mild þér birtan skín. Flokkast nú undir elliglöp asnastrikin þín. Og Helgi Zimsen, sem er reyndar korn- ungur maður, sá þetta þannig fyrir sér: Elliglöpin eru mér einhver svona gletta: Horfa í spegil, heilsa sér og hugsa: Kvur er þetta? Hagyrðingar voru spurðir hvernig þeir hygðust eyða ellinni þegar þar að kæmi. Bjarki svaraði þannig: Fornari en frumlífsöld, fúllyndari en heimsstyrjöld og héraðsplága hundraðföld hyggst ég verða um ævikvöld ... ‒ og mér til gamans grænu að snýta í gluggatjöld. Og Ómar Ragnarsson orti meðal annars um starfslokin: Það er öruggt að starfslok albest nást ef að menn vinna sjálfstætt, því starfslokin eru yfirleitt skást ef það er hvort eð er sjálfhætt. Hagorðir Iðunnarfélagar ortu um ritstjór- ann og kváðu undir rímnalögum. Þórarinn Már Baldursson gaf tóninn: Rómi þýðum Ragnari rekkar fríðir kveða: Hann er lýðum lagnari við ljóðasmíð að streða. Og áfram héldu hringhendurnar. Næstur var Helgi Zimsen: Óðinn snjalla yrkir hann ekki‘ á palli þagnar. Ljóðs við brallið leika kann léttur kallinn Ragnar. Næst er svo hringhenda oddhend, líka eftir Helga: Vísur klingja í kvæðabing karls ei þvingast rökin.. Ragnar Ingi ríms við þing rétt kann slyngu tökin. Höskuldur Búi Jónsson kom inn á fæð- inguna sjötíu árum fyrr: Fjöllum undir fæddist barn fegið stundi bjargið. Klettar drundu, hreyfðist hjarn hátt- var -bundið argið. Og Höskuldur hélt áfram vangaveltum um afmælisbarnið: Róm að brýna‘ í ræðu kann röðull skín á svörðinn. Sigurlínu sinni ann svo að hlýnar jörðin. JR. Hagyrðingar voru mættir á staðinn. Frá vinstri Ómar Þ. Ragnarsson, Helgi Zimsen, sr. Hjálmar Jónsson og Bjarki Karlsson. G un na r K r. Si gu rjó ns so n

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.