Stuðlaberg - 01.06.2014, Page 10
10 STUÐLABERG 1/2014
Árið hét 1989 þegar Jói í Stapa og Ingi Heið-
mar, hagyrðingurinn snjalli, og vinur hans,
skrásetjarinn, fóru norður í land að finna forna
vini og vísnasmiði og boðuðu þá símleiðis til
að snæða saman kvöldverð á Skagaströnd. Þar
létu gestir fjúka í kviðlingum og ákváðu að
hittast að ári liðnu á Hveravöllum. Fundarboð-
endur, sem bjuggu í Hreppunum, og nýir fé-
lagar úr Árnesþingi komu þangað til móts við
Norðlendinga, Varmalækjarfeðga úr Borgar-
firði og fleiri. Þeir Jói og Ingi Heiðmar fengu
áfram hvatningu um að halda uppi merkinu
Braga og tóku fyrir lítt kunnar slóðir vestur í
Sælingsdal og sömdu við vertinn á Laugum að
taka að sér veislu og móttöku. Dreifibréf sendi
Ingi Heiðmar, Jói hringdi í gamla skólabræð-
ur frá Hvanneyri og einn þeirra, Haukur á
Snorrastöðum, var settur til veislustjóra. Annar
kom norðan af Húsavík og bauðst til að taka
við boltanum. Árið eftir stóðu Þingeyingar
fyrir glæsilegu móti í Skúlagarði þar sem ekki
var aðeins úrvalsveislustjóri heldur kom Starri
í Garði ofan úr Mývatnssveit til að setjast í sæti
heiðursgests. Þegar kom að mótinu á Flúðum
1994 voru samþykktar reglur fyrir Bragaþing-
in sem hafa verið látnar duga og landsnefnd
verið síðan við stjórnvölinn. Til Laugamótsins
1991 komu Iðunnarmenn úr Reykjavík undir
forystu Sigurðar Sigurðarsonar sem tók síðan
stóran þátt í framgangi mótanna. Sigurður
var vinsæll og virtur fararstjóri í hópferðum
á Bragaþingin og stóð fyrir tveimur fjölmenn-
ustu mótunum í Reykjavík árin 1995 og 2000.
Bragaþing fara hringferð um frónið á fimm
árum, leiðtogi landsnefndar verður sá sem býr
í fjórðungnum og undirbýr mótið það árið,
hagyrðingar koma á pall, bæði til að sýna snilli
sína og tjá sig, heiðursgestur flytur ávarp sitt og
Stuðla og rím í brjósti ber ég
Bragaþing í aldarfjórðung
Ingi Heiðmar stjórnar söng milli atriða. Oft er
kveðið. Af heiðursgestum má fyrsta telja: Þórð
í Skógum, Helga Hálfdanarson þýðanda, Guð-
mund Inga á Kirkjubóli, Vilhjálm á Brekku,
Þorfinn á Ingveldarstöðum og Starra sem áður
var nefndur. Ötulan stuðningsmann fengu
Bragaþingin í Guðmundi Inga Jónatanssyni
kennara og prentara á Dalvík sem prentaði
vísnakver í mörg ár en þeir Jói bjuggu honum í
hendur. Á síðari árum tók Ragnar Böðvarsson
við því hlutverki.
Ingi Heiðmar Jónsson tók saman.
Fjölmargar vísur hafa orðið til í tengslum
við bragarþingin:
Allir fagni í einum kór
undir í fjöllum tekur
er hagyrðinga hópur stór
heim að Laugum ekur.
Ormur Ólafsson
Frumkvöðlarnir Jói í Stapa og Ingi Heiðmar.