Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 14
14 STUÐLABERG 1/2014
Tungan sveiflast til og frá,
tönnunum hún skellur á.
Þannig heyrist þetta hljóð
– það er regla, talsvert góð.
T - ið gefur táp og fjör,
takt og söng með bros á vör.
T - ið býr í tönnunum
og tungunni í mönnunum.
Stuðlasetning, áherslur og hrynjandi
hjálpa hugarstarfseminni að festa orð og
Gunnar J. Straumland sendi blaðinu eftir-
farandi texta:
Vísur þær, sem hér fara á eftir, skrifaði ég
upp eftir Eysteini heitnum, frænda mínum,
Gíslasyni Jóhannessonar, í Skáleyjum. Þeir
sátu saman fjórir bræðurnir í Skáleyjum um
sólstöður, undir húsvegg, á blíðviðrisdegi
og ákváðu að yrkja um sólina. Þetta voru
þeir Guðmundur Jóhannesson, Andrés
Jóhannesson Straumland, Gísli Jóhannesson
og Jón Kristinn Jóhannesson.
Guðmundur, sem var elstur þeirra
bræðra, byrjaði háleitur:
Ég syng á meðan sólin skín
Hagorðir bræður í Skáleyjum
Ég syng á meðan sólin skín
og signir fjallatind.
Þá bærast ljóðabrotin mín
í blárri himinlind.
Andrés tók við en hann var, eins og
kunnugt er, býsna róttækur:
Þótt fjendur vinni á frelsi bug
og fenni um snauðra hag.
Við syngjum um menn með sigurhug
vorn söng um fólksins dag.
Þá Gísli, en bóndinn í honum kom skýrt
fram:
Ég tigna vorsins mikla mátt
sem mýkir kalinn svörð.
Og sendir geisla úr suðurátt
að signa vora jörð.
Og að lokum Jón Kristinn, sem var ær-
ingi hinn mesti:
Í sólskinsþey hvern sumardag
er söngvaharpan þreytt.
Við syngjum hvert eitt sólarlag
vorn söng um ekki neitt.
merkingu í minni (Goswami, 2008) og rifja
aftur upp. Það er von okkar, sem að þessu
framtaki stöndum að hægt verði að gefa vís-
urnar út með þeim hætti, að þær verði sem
eftirminnilegastar og aðgengilegastar fyrir
ung börn. Steinunn Torfadóttir/RIA.
Heimildir
Dehaene, S. (2009). Reading in the brain. New York,
NY: Penguin Viking.
Goswami, U. (2008). Analogy and the brain. A new
perspective on relational primacy. Behavioral and
Brain Sciences, 31(4), 387-388.
Frá Skáleyjum.
M
at
s
W
ib
e
Lu
nd