Stuðlaberg - 01.06.2014, Side 18
18 STUÐLABERG 1/2014
Inga Rósa Þórðardóttir hefur kennt ís-
lensku við Foldaskóla í Grafarvogi um árabil.
Hún hefur lagt mikla áherslu á bragfræði-
kennslu og sem fagstjóri móðurmáls við
skólann haft umsjón með þeirri kennslu. Hún
tók vel í það að svara nokkrum spurningum
Stuðlabergs um framkvæmd kennslunnar,
áhuga nemenda og framgang hins hefð-
bundna ljóðs meðal grunnskólanemenda.
Hvað er það sem einkum veldur því að þú
leggur þessa áherslu á bragfræðikennslu?
Þegar ég kom hingað að Foldaskóla hafði
bragfræði verið gert hátt undir höfði og ég
reyndi að halda merkinu á lofti eftir fremsta
megni – en hefði þó viljað gera betur. Mér
finnst miklu skipta að nemendur kynnist
þessum forna menningararfi. Það verður víst
enginn annar til að halda honum við og ef
við týnum niður forminu og aðferðafræðinni
er það þar með horfið úr heiminum og hann
stendur fátækari eftir. Svo er þetta bara
skemmtilegt, hægt að leika sér á alla kanta og
setja saman alls kyns vísur, t.d. með nöfnum
nemenda, veðrinu, voninni og hverju sem er.
Þeir hafa alltaf gaman af því að leika sér.
Einu sinni var því haldið fram að hefðbundna
ljóðið væri dautt. Hvað heldur þú?
Nei, það held ég alls ekki, öðru nær. Ég
sé ekki betur en að það sé heldur að sækja í
sig veðrið ef eitthvað er. Um tíma þótti hið
hefðbundna ljóðform heldur óspennandi og
Steinn Steinarr sagði í viðtali 1950 að það væri
nú „loksins dautt“. Hann hafði ekki rétt fyrir
sér hvað þetta varðaði enda orti hann sjálfur
hefðbundin ljóð og gerði það listavel. En inn
var komið nýtt ljóðform, ekki í staðinn heldur
til viðbótar við hið hefðbundna. Og þannig
sýnist mér það vera enn, hið hefðbundna
form mátti sín minna um tíma en það hvarf
ekki og gerir vonandi aldrei. Ég held að þeir
sem á annað borð hafa áhuga á að yrkja vilji
hafa formið fjölbreytt, bæði hefðbundið og
óhefðbundið, fast og laust.
Hvaða kynni hafðir þú af vísnagerð og brag-
fræði þegar þú varst að alast upp?
Móðir mín og amma voru miklar ljóða-
konur, lásu mikið og höfðu áhuga á ljóðum.
Þau voru því höfð fyrir mér frá því að ég var
ómálga barn. Ég lærði talsvert af ljóðum, mest
í skólanum, og var látin æfa flutning þeirra í
eldhúsinu heima. Sennilega verður sú þjálfun
seint fullþökkuð eða ofmetin. Mér var kennt
að kveðast á eða skanderast og við undum
okkur við það, vinkonur, svona með öðrum
leikjum. Ég átti vísnabækur fyrir börn og
þulur og hafði sérstaklega gaman af þulunum
eins og mörg börn. Þannig reikna ég með að
bragfræðin hafi síast inn ómeðvitað.
Hvernig taka nemendur því þegar bragfræð-
inni er haldið að þeim?
Það er auðvitað misjafnt eins og með
annað nám, sumir hafa af þessu mikla
ánægju, aðrir minni. En almennt hrífast þeir
með og hafa gaman af því að spreyta sig á
bragfræðiverkefnum enda eru þau frekar
einföld og rökrétt og flestir ná á þeim ágæt-
um tökum. Æfingarnar eru svolítið eins og
púsluspil og bjóða upp á mikið samstarf og
samvinnu nemenda. Það er oft afar skemmti-
legt að hlusta á nemendur niðursokkna í að
raða saman vísum og nota bragfræðihugtök
af mikilli þekkingu, ræða saman um stuðla
og höfuðstafi, ljóðstafaorð, rímorð, kveður og
fleira.
Hvað er erfiðast við bragfræðikennsluna?
Ég get eiginlega ekki talað um erfiða
„Bragfræðin sjálf er sjaldnast flókin“
Rætt við Ingu Rósu Þórðardóttur um bragfræðikennslu