Stuðlaberg - 01.06.2014, Side 22

Stuðlaberg - 01.06.2014, Side 22
22 STUÐLABERG 1/2014 Ljóðið sem hér fer á eftir er að ýmsu leyti gott dæmi um íslenska braghefð. Bragarhátturinn er búinn til á staðnum, ef svo má að orði komast. Að öllum líkindum er þessi bragarháttur ekki til annars staðar og ef til vill verður aldrei ort undir honum aftur. Bragformið bygg- ist í fyrsta lagi á hrynjandi þríliðanna, í annan stað á stuðlasetningarreglum, sem hér er farið með af mikilli kúnst og loks er rími beitt haganlega, það fer lítið fyrir því framan af en verður sterkara undir lokin og síðasta orðið í ljóðinu, sem er rímorð og á sína speglun þrem línum ofar, ber höfuðþunga merkingarinnar. Þetta er í samræmi við svokallaða hægri reglu sem gengur út á það að æ meiri kröfur eru gerðar til nákvæmra vinnubragða, bæði hvað varðar merkingu og form, eftir því sem nær dregur lokum, það er að segja til hægri miðað við lesáttina. Höfundur ljóðsins er Þingeyingur að uppruna. Hann kenndi lengi íslensku við Menntaskólann á Akureyri og var svo um langt skeið forstöðumaður Sigurhæða og Davíðshúss. Senn Sem glóandi fífill í grænu, ársprottnu túni getur þú daglengis laugað þig sólareldi; lífsþyrstum blómvörum birtunnar hlýgeisla teygað, blaðfaðm þinn opnað og betur – æ betur mót ljósinu breitt. En króna þín lokast að kveldi. Svo kemur að því sem þú veist: að í vetur verður þú ekki neitt. Erlingur Sigurðarson Gullmolinn Fullur máni gerir grín glottir yfir Bósa Guðjón Gauti er hneykslaður á Bósa: sem ætti sko að skammast sín; hann skilið á að frjósa. Hver nemandi átti að ljúka einni vísu en ein stúlkan, Jenný J., botnaði þær allar. Því miður var ekki rúm fyrir fleiri en þessar: Bíður þjónn við barinn einn blandar dýrar veigar. Kemur hann í baki beinn bjórinn gyllta teygar ........... Gerðist fær í flestan sjó firrtur öllum vanda. Færðist yfir innri ró, ekki gagnleg blanda. ........... Ekki vilja vífin þó við hann dansinn stíga. Hann hjá mömmu heima bjó hún var algjör kvíga. ........... Hissa allt í einu hann utan dyra stendur. Kominn er í algert bann, út af balli sendur. ........... Nú er Bósi aftur í afar vondum málum. Aldrei framar fyllerí,– fyrir því við skálum. RIA.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.