Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 25

Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 25
STUÐLABERG 1/2014 25 Áhugi á háttbundnum kveðskap Rætt við Hauk Þorgeirsson, nýbakaðan doktor í bragfræði Haukur Þorgeirsson varði doktorsritgerð sína í Hátíðasal Háskóla Íslands 26. nóvember 2013. Ritgerðin nefnist: Hljóðkerfi og bragkerfi: Stoðhljóð, tónkvæði og önnur úrlausnarefni í ís- lenskri bragsögu ásamt útgáfu á Rímum af Orm- ari Fraðmarssyni. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út. Hér er fjallað um bragfræði og titillinn er langur og afar forvitnilegur. Þess vegna þótti við hæfi að hitta doktorinn að máli og leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Í stuttu máli, um hvað fjallar doktorsritgerðin? Hún er um það hvað gefi hljóðum máls- ins þá virkni sem þau hafa í skáldskap. Hvers vegna stuðla saman hljóð sem eru ekki alveg eins – til dæmis k-in í koma og kemur? Hvers vegna getur það gengið í dægurlagi að ríma saman miða og lifa en varla t.d. risa og blika? Um atriði af þessu tagi hafa verið settar fram kenningar af hljóðkerfislegum toga og er þar lögð áhersla á eins konar tengsl hljóðanna eins og þau eru notuð í tilteknu tungumáli. En ég gríp heldur til skýringa af hljóðfræði- legum toga – okkur þykja hljóðin lík ef þau eru hljóðeðlisfræðilega lík. Svo koma einnig hefðarreglur til skjalanna og þær valda því að skáldskapurinn dregur dám af eldri stigum málsins. Hvað kom til að þú ákvaðst að læra bragfræði? Ég hef haft þrotlausan áhuga á háttbundn- um kveðskap frá því að ég var barn. Hvað kom þér mest á óvart þegar þú vannst að rannsókninni? Ég komst að því að í fornum rímum vildu skáldin ekki ríma saman orðmyndir eins og góður og bróður, sem ríma fullkomlega í seinni alda íslensku. Líklega skýringu tel ég að íslenska fyrir siðaskipti hafi haft einhvers konar aðgreinandi tónkvæði, líkt og heyra má í norsku. Rannsóknir mínar á þessu undu upp á sig og að lokum varð þetta fyrirferðarmesta efnið í ritgerðinni. Hvað tók rannsóknin langan tíma? Ég hóf doktorsnám 2009 og lauk því 2013. Ég var svo lánsamur að njóta námsstyrkja all- an tímann og gat því einbeitt mér að verkinu. Hver var Ormar Fraðmarsson og hvað vann hann sér helst til frægðar? Ormar er hetjan í Ormars rímum sem ég gaf út í doktorsritgerðinni. Sagan um Ormar er nokkuð dæmigerð fornaldarsaga eða róm- ansa. Hetjan berst við þursa, hefnir föður síns, bjargar konungsríki og kvænist konungsdótt- urinni. Mér þykja margar vísur í rímunum fallegar og höfundi tekst vel upp í lýsingum á hreystiverkum og siglingum. RIA. Haukur Þorgeirsson tekur við doktorsskír- teininu úr hendi Guðna Elíssonar deildar- forseta.

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.