Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 28

Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 28
28 STUÐLABERG 1/2014 Nýlega kom út ljóðasafn eftir Gerði Kristn- ýju. Í bókinni má finna fimm ljóðabækur sem hún hefur sent frá sér á átján ára tímabili. Þar á meðal er verðlaunabókin Blóðhófnir frá 2010 þar sem stuðlasetningu er beitt af mikilli list. Gerður Kristný varð vel við beiðni um að svara nokkrum spurningum. Hve gömul varstu þegar þú byrjaðir að yrkja? Ég var bara barn að aldri þegar ég fór að setja saman vísur. Mér fannst gaman að læra ljóð í skólanum og teikna myndir við þau í stílabók. Íslandssaga var líka eitt af uppáhaldsfögunum mínum. Þar lærðum við um helstu persónur og atburði Íslendinga- sagnanna og norræna goðafræði. Ég var gjör- samlega heilluð af þessum sögum og fyrsta vísan mín sækir einmitt efni sitt til goðafræð- innar: Óðinn hét karl einn, Guð hann var. Í Ásgarði bjó hann. Hann réði þar. Heima hjá foreldrum mínum var til fjöldi ljóðabóka og ég man eftir því að hafa lesið snemma ljóð eftir Vilborgu Dagbjarts- dóttur og Þorgeir Sveinbjarnarson. Sem ung- lingur fletti ég upp á ljóðunum í Lesbókinni og Þjóðviljanum. Þá uppgötvaði ég Ísak Harðarson og seinna Braga Ólafsson. Þegar ég var 16 ára gömul fékk ég birt eftir mig ljóð í Lesbókinni og las litlu síðar upp með Besta vini ljóðsins á Hótel Borg. Ég hafði fundið fjöl- ina mína. Hvenær vaknaði fyrst áhugi þinn á hefð- bundnum ljóðum? Áhuginn á þeim vaknaði strax í barna- Gaman að læra þau utan að Gerður Kristný í viðtali við Stuðlaberg skóla. Ljóðin í Skólaljóðunum eru jú velflest hefðbundin og mér fannst gaman að læra þau utan að, standa fyrir aftan stólinn minn og flytja þau. Mér fannst ljóð eiga að ríma og stuðla og var tiltölulega lengi að taka óhefð- bundinn kveðskap í sátt. Ætli það hafi verið nokkuð fyrr en ég fór að rekast á ljóð Ísaks í Þjóðviljanum? Ég orti því lengi vel rímað og stuðlað en færði mig síðan yfir í fornyrðislag og ljóðahátt. Ég fékk íslenskukennarana mína í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Baldur Ragnarsson og Gunnlaug Ástgeirsson, til að lesa yfir hjá mér til að fá úr því skorið hvort rétt væri ort. Kanntu enn eitthvað af fyrstu ljóðunum sem þú ortir? Vísan mín um Óðin er eflaust sú alfyrsta en þegar ég var í MH fékk ég stundum ljóð birt eftir mig í Þjóðviljanum. Eitt þeirra endaði á þessum erindum: Ég mun aldrei gömlu skáldin skilja sem skrifuðu um ástir, blóm og vor. Þau tróðu sínum þönkum milli þilja, þess á milli deyjandi úr hor. Þau lifðu sum á þjóðarrembingsraupi rímuðu um betra líf, ég sver það. En fleiri hafa logið líkt á kaupi og lofað upp í ermi þar til gerða. Oft hefur verið talað um að hefðbundna formið hefti tjáninguna. Hvað finnst þér um þá skoðun? Ekki sýnist mér það nú þegar ég les ljóð snjallra skálda. Þegar ég var 16 ára sendi ég Silju Aðalsteinsdóttur, sem þá ritstýrði Tímariti Máls og Menningar, vísur sem ég hafði samið í von um að fá þær birtar. Henni

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.