Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 30
30 STUÐLABERG 1/2014
Hallgrímur var bragsnillingur
Ljóðaleikur í aldýrum, sniðhendum sléttuböndum
Hallgrímur Pétursson fæddist árið 1614
í Skagafirði, að talið er annað hvort í Gröf á
Höfðaströnd eða Hólum í Hjaltadal. Á árinu
sem nú er að líða eru liðin fjögurhundruð
ár frá fæðingu hans og skylt er öllum unn-
endum hefðbundins kveðskapar að minnast
meistarans í einhverju. Hér verður að þessi
sinni skoðuð ein vísa Hallgríms og tilbrigði
við hana en yfirgripsmikil grein verður birt
um verk hans í hausthefti Stuðlabergs.
Í bók séra Helga Sigurðssonar, Safni til
bragfræði íslenzkra rímna (1891:118), er eftir-
farandi vísa úr 17. rímu af Flóres og Leó eftir
Hallgrím Pétursson:
(A)
Máttur réttur snjalla snill
snara færa kynni;
háttur sléttur varla vill
vara tæra minni.
Síðar í þessum sama kafla tekur séra Helgi
þessa vísu sem dæmi um hvernig breyta megi
hinum fullkomnu sléttuböndum á marga
vegu. Ekki er hér rúm til að sýna allar breyt-
ingarnar heldur litið á nokkur dæmi, orðin
sem skipta um stöðu eru skáletruð:
(B)
Máttur réttur snara snill
snjalla færa kynni;
háttur réttur vara vill
varla tæra minni.
Í (B) er víxlað þriðju kveðu í frumlínunum
og fyrstu kveðu í síðlínunum.
(C)
Máttur réttur snjalla snill
snara kynni færa;
háttur sléttur varl vill
vara minni tæra.
Í (C) hefur Helgi víxlað tveimur seinni
kveðunum í síðlínunum.
(D)
Máttur réttur snara snill
snjalla kynni færa;
háttur sléttur vara vill
varla minni tæra.
Nú hafa þriðja kveða í frumlínum og tvær
fyrstu kveður í síðlínum skipt um stöður.
Þannig heldur Helgi áfram að færa orðin fram
og aftur og færir alltaf til samsvarandi orð í
fyrri og seinni hluta vísunnar. Út úr þessu fær
hann 48 afbrigði af vísunni og bendir svo á
að með því að víxla auk þessa fyrri og seinni
hluta vísunnar geti afbrigðin orðið alls 96.
Til að þetta sé hægt þarf að velja þessi orð af
kúnst sem er ekki öllum gefin. Um þetta segir
Helgi: „En þessar tilbreytingar geta skoðazt
sem eins konar ljóðaleikur og jafnframt sem
list, einkum þegar litið er til, hve dýr bragur
og vandasamur sléttubönd eru, séu þau vel
ort, og að ekki er vandalaust að breyta þeim
vel á svo marga vegi, sem unnt er og ráðlegt.“
Séra Hallgrímur var ekki bara skáld trú-
arinnar og hinna andlegu verðmæta. Hann
var líka einn af hagorðustu bragsnillingum
íslenskrar kveðskaparsögu.
RIA.