Stuðlaberg - 01.06.2014, Blaðsíða 32
32 STUÐLABERG 1/2014
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull;
nú er ég búinn að brjóta og týna.
(Jónas Hallgrímsson)
Í vikstuðlun er víxl- og rammastuðlun
blandað saman. Síðasta vísuorðið fær því
meiri sérstöðu en ella væri og hentar vel til
að láta vel valin orð draga saman efni hinna
línanna eða álykta eitthvað út frá þeim.
Elstu heimildir sem ég hef fundið um klofa-
rím eru frá fyrri hluta 16. aldar. Í Ellikvæði
kynnir Jón Hallsson nýjan hátt þar sem klofa-
rím kemur fyrir í síðari hluta erindis.
Hvar er þá mennt eður mæti
sem mannkindinni var lánað hér
og allt það eftirlæti
er í æsku vorri höfðum vér,
mekt og heiður, mannhaldið með auði,
réttafjöldann víns og vist,
að vér höfum misst,
þá kemur hinn dapri dauði.
(Jón Hallsson)
Þetta er rammastuðlun.5 Ef til vill er þó rétt-
ara að líta svo á að erindi undir þessum tiltekna
hætti skiptist í fimm línu fyrri hluta og þriggja
línu síðari hluta en alvanalegt er að lokalínur
vísuhelminga séu sér um stuðla og rími hvor
við aðra. Undir sama hætti eru Niðurstignings-
vísur sem Jón Arason er talinn hafa ort (ef til
vill áður en nafni hans samdi Ellikvæði).6 Hann
yrkir oftast þannig að setningarleg og efnisleg
skil eru milli fimmta og sjötta vísuorðs.
5 Í tveimur vísum af tuttugu og tveimur lætur Jón
Hallsson lokalínu fá aukahöfuðstaf (og ganga þannig
inn í braglínuparið á undan) í stað þess að stuðla hana
sér. Þau erindi víkja því frá hættinum en það er ekki
óalgengt í miðaldakvæðum.
6 Enn fremur kynnu Vísur af Máríu Magdalene úr
Íslenskum miðaldakvæðum að vera ögn eldri.
Djarflig er mér diktan
drottinn minn um sjálfan þig,
þar sem æpa og ikta
alla vega kring um mig
glæpafjöldi og gleyming boðorða þinna.
– – –
Makliga angist mætti eg fá
ef minntist eg á
sárleik synda minna.
(eignað Jóni Arasyni)
Ef við skynjum braginn sem 5+3 línur fell-
ur hann ekki undir skilgreiningu á klofarími.
Hins vegar hafa önnur skáld getað skilið hann
síðar sem 4+4 línur og ort svo sjálf í þeim
anda. Ef til vill komst klofarím inn í íslenskan
kveðskap eftir þeirri leið. Ellikvæðishátturinn
naut lengi vinsælda og mörg skáld reyndu sig
við hann. Þannig orti Látra-Björg á 18. öld:
Fagurt er í Fjörðum
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja
veit eg enga verri sveit
um veraldar reit. —
Menn og dýr þá deyja.
(Látra-Björg)
Nokkra tískuþróun má greina í notkun
þessara þriggja aðferða. Á Braga – óðfræðivef
má einkum finna klofarím með rammastuðl-
un í kvæðum eldri skálda. Einar í Eydölum,
Hallgrímur Pétursson, Arngrímur lærði og
Látra-Björg yrkja þannig. Jónas Hallgríms-
son beitir öllum aðferðunum, eins og dæmin
hér að ofan sýna. Eitt ljóð fann ég með þeirri
aðferð eftir Stephan G. Stephansson, annars
notar hann jafnan vikstuðlun. Ekkert er þó
einhlítt í þessari veröld því að samtímamaður
okkar, Jón Ingvar Jónsson, skipar sér í þennan
fríða flokk og forna með ágætu kvæði: