Stuðlaberg - 01.06.2014, Page 33

Stuðlaberg - 01.06.2014, Page 33
STUÐLABERG 1/2014 33 Þegar að daginn þrýtur þreyttur í bólið fer. Margt sem að ljóðum lýtur læðist þá hljótt að mér. Þungt hugsi verð ég þá. Svo milli svefns og vöku safna ég mér í stöku flestu er flýgur hjá. (Jón Ingvar Jónsson) Vikstuðlun virðist helst vinsæl á 19. öld. Ég fann dæmi um hana hjá Benedikt Gröndal, Gísla Thorarensen og Jóni Ólafssyni, auk Stephans G. og Jónasar. Skáld sem nota víxlstuðlun eru að jafn- aði yngst. Davíð Stefánsson, Jón Helgason, Einar Benediktsson, Steinn Steinarr og Geir Kristjánsson yrkja þannig. Það gera raunar Gröndal og Jónas líka auk Jóns Þorlákssonar sem er sýnu elstur í þessum hópi. Fjórðu aðferðina, að hafa tvo stuðla í hverri línu en engan höfuðstaf, fann ég hjá Steingrími Thorsteinssyni (Ísland) en það virðist mér vera stakdæmi. Hér hafa aðeins verið tekin til skoðunar þau 2717 ljóð sem eru skráð í Braga – óð- fræðivef þegar þetta er ritað. Vitanlega hafa mun fleiri skáld ort enn fleiri klofarímsljóð – en óðfræðivefurinn ætti þó að vera nokkuð marktækt úrtak. Stuðlun skiptir háttum Eitt eiga öll klofarímskvæðin, sem ég tók til skoðunar, sameiginlegt. Skáldin halda sig við eina rímaðferð innan hvers kvæðis. Undan- tekningar hef ég fundið hjá Benedikt Gröndal (Minni Jóns Sigurðssonar) og Sigurði Breiðfjörð (Fjöllin á Fróni) þar sem vik- og víxlrím koma fyrir sitt á hvað. Annars virðist rímaðferðin vera háttbundin. Hingað til hefur verið litið svo á að stuðlun skipti ekki háttum og um það ber öllum bragfræðiritum, sem ég þekki, saman. Í því nýj- asta telur Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2013:60) upp fimm þætti sem skipta háttum; hrynjandi (takt), bragliðagerð, braglínulengd, fjölda brag- lína í erindi og rím. Stuðlar eru ekki taldir með enda skiptir ekki háttum þó að stuðlað sé í 1. og 3. braglið á einum stað en 3. og 4. braglið á öðrum, svo að dæmi sé tekið. Hins vegar sýna skáldin það undantekningalítið í verki að öðru máli gegnir um hvaða vísuorð mynda brag- línupör og hvaða vísuorð eru sérstuðluð. Að því leyti má segja að stuðlun skipti háttum. Bjarki Karlsson Heimildir: Bragi – óðfræðivefur. http://bragi.info. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Óðfræðifélagið Boðn. (Öll bragdæmi í grein- inni eru héðan.) Ragnar Ingi Aðalsteinsson. 2013. Íslensk bragfræði. Bókmennta- og listfræðistofnun HÍ og Háskóla- útgáfan, Reykjavík. Syng þú ei með sorgartár saknaðsljóð um horfna æsku, þetta vor með veðurgæzku, litla framkvæmd, fáar þrár. Þessi fyrstu í frið og leik fótspor stignu á lífsins vegum – lofsæl æskan, er við tregum, fögur er en völt og veik. Grát ei tíð, sem gengin er, gleði og hreysti vinn þú meður. Stuttir dagar, stopult veður hindra nóg og hamla þér. Upp, með hug og hjarta manns, hirð ei hvort það nokkur lofar, smjaðri og lasti lýðsins ofar leita sjálfur sannleikans. Stephan G. Stephansson: Andvökur I. bindi. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar. Reykjavík 1953. – Bls. 196; Ljóðeggjan 1. og 7. erindi. Hér beitir Stephan tvöföldu klofarími með vikstuðlun.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.